Úrval - 01.04.1954, Qupperneq 116
Hver hefur ekki gaman af að skemmta
sér á kostnað náungans — að minnsta
kosti ef það er —
Grœskulaust gaman.
Úr bókinni „The Complete Practical Joker“,
eftir H. Alien Smith.
RITHÖFUNDURINN H. Allen
Smith skrifaði fyrir mörgum
árum blaðagrein um ýmis prakk-
arastrik, sem orðið hafa nafntog-
uð í sögunni. Eftir að greinin birt-
ist streymdu til hans bréf, og voru
i flestum þeirra frásagnir af
prakkarastrikum, sem bréfritar-
arnir höfðu heyrt um eða sjálfir
kynnzt. Smith safnaði þessum frá-
sögnum og bætti við þær síðar, og
i fyrra gaf hann þetta safn út í
bók, sem hann nefndi „The Com-
plete Practical Joker“. Hér fara
á eftir nokkrar glefsur úr bókinni.
o
T HEIMSSTYRJÖLDINNI síð-
J. ari var Hugh Troy, kunnur rit-
höfundur og teiknari (og prakk-
ari), kvaddur í herinn og sendur til
herstöðva í Suðurríkjunum. Hann
komst brátt upp á kant við skrif-
finna herstjórnarinnar. Það var sí-
fellt verið að heimta af honum
skýrslur um alla skapaða hluti.
Dag nokkiurn ákvað Troy, að
gera tilraun til að seðja hið ó-
seðjandi skýrsluhungur skrifstofu-
herranna í Washington. Hann bjó
til sérstakt eyðublað og lét fjöl-
rita það. Það var til þess ætlað að
skrá á það tölu þeirra flugna, sem
veiddust á sólarhring á 20 flugna-
pappírsræmur, sem héngu í mat-
sal liðsforingjanna. Á eyðublað-
inu var teikning af matsalnum,
sem sýndi hvar flugnapappírsræm-
urnar héngu. Hver ræma hafði
sinn einkennisstaf. Á fyrstu
flugnadrápsskýrslu Troys stóð, að
síðastliðinn sólarhring hefði
flugnapappír X-5 veitt 49 flugur,
flugnapappír Y-2 63 o. s. frv.
Hann sendi skýrsluna til Washing-
ton, og eftir það sendi hann
skýrslu á hverjum degi.
Rúmri viku eftir að hann sendi
fyrstu skýrsluna komu tveir liðs-
foringjar úr annarri herdeild að
máli við hann og spurðu hann
hvort hann hefði fengið nokkrar
kvartanir frá Washington út af
einhverjum bansettum flugna-
pappírsskýrslum.
„Nei,“ sagði Troy.
Framhald á 3. kápuslðu.
BTEINDÓRSPRENT H.F.