Mosfellingur - 11.05.2023, Blaðsíða 32

Mosfellingur - 11.05.2023, Blaðsíða 32
 - Íþróttir32 Mosfellsbær www.mos.is 525 6700 Nýjar deiliskipu- lagsáætlanir Frístundalóðir milli Selvatns og Nesjavallavegar Mosfellsbær auglýsir nú skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eftirfarandi tillögur að deiliskipulagi: Miðdalur L226500, frístundalóðir (F-543 og F-530) Tillagan felur í sér nýtt deiliskipulag milli Nesjavalla- vegar og Selvatns, á 5,5 ha landi. Samkvæmt tillög- unni er landinu skipt upp í tíu frístundahúsalóðir þar sem heimilt verður að reisa frístundahús allt að 130 m² að stærð í samræmi við aðalskipulag. Aðkoma að lóðunum er í gegnum einkaland L123625 frá Nesjavallavegi. Litlaselshæð L226501, frístundabyggð við Selvatn (F-543) Um er að ræða nýtt deiliskipulag milli Nesjavalla- vegar og Selvatns, á 5,5 ha landi. Samkvæmt tillög- unni er landinu skipt upp í fimm frístundahúsalóðir þar sem heimilt verður að reisa fjögur frístundahús allt að 130 m² að stærð og eitt allt að 200 m² í samræmi við aðalskipulag. Aðkoma að lóðunum er í gegnum einkalönd L123625 og L226500 frá Nesjavallavegi. Úr landi Miðdals L125371, frístundalóð (F-529) Tillagan felur í sér nýtt deiliskipulag við Hríshöfða, á 1,1 ha landi. Samkvæmt tillögunni er heimilt að byggja þar eitt frístundahús allt að 200 m² í samræmi við aðalskipulag. Aðkoma er um sam- eiginlega einkavegi er tengjast Nesjavallavegi um Lynghólsveg, vestan Dallands. Gögn eru aðgengileg í Þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, svo þau sem þess óska geti kynnt sér tillögurog gert við þær athugasemdir. Tillögur eru einnig kynntar á vef Mosfellsbæjar á slóðinni mos.is /skipulagsauglysingar. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ eða í tölvupósti á skipulag@mos.is Athugasemdafrestur er frá 11. maí til og með 25. júní 2023. Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar Helgina 29.-30. apríl fór fram bikarmót í Taekwondo en mótið var haldið að Varmá. Keppt var bæði í Poomsae (formum) og Sparring (bardaga). Aftureldingu gekk mjög vel og unnu keppendurnir tíu gull, sjö silfur og tíu brons. Þá var Justina Kiskeviciute valin kona mótsins í sparring og Aþena Rán Stef- ánsdóttir valin kona mótsins í poomsae. Frábær árangur og verður gaman að fylgjast með öllum þessu efnilegu kepp- endum í framtíðinni. Valdimar Leó Friðriksson var heiðraður fyrir sín störf fyrir félagið á aðalfundi Aft- ureldingar sem haldinn var í Hlégarði 27. apríl. Hann hefur komið að íþróttamálum í 40 ár, fyrst sem formaður handknattleiks- félags Akraness. Starfaði síðan í nokkur ár sem framkvæmdastjóri UMSE, síðan framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Aft- ureldingar í 3 ár og framkvæmdastjóri aðal- stjórnar Aftureldingar í 11 ár, eða þangað til hann var kosinn á þing árið 2005. Hann situr í stjórn ÍSÍ og á sæti í Laga- nefnd ÍSÍ, en var áður í stjórn Afrekssjóðs. Valdimar hefur komið að fjölmörgum verkefnum fyrir Aftureldingu, rekstur Tungubakka, Þorrablóti Aftureldingar, styrktarsamningum við Mosfellsbæ, kvennahlaupinu í Mosó auk þess sem hann var knattspyrnudómari í 20 ár. Hann var formaður UMSK á árunum 2000 til 2020 og er núna formaður ritnefnd- ar UMSK vegna 100 ára sögu. Hann starfar í dag sem framkvæmda- stjóri Borðtennissambandsins og Tae- kwondosambandsins. Aðalfundur Aftureldingar var haldin í Hlégarði 27. apríl Valdimar Leó gerður að heiðursfélaga birna kristín formaður og valdimar leó Konur bikarmótsins í Taekwondo að Varmá aþena justina Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.