Mosfellingur - 11.05.2023, Blaðsíða 2

Mosfellingur - 11.05.2023, Blaðsíða 2
Í þá gömlu góðu... Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is) Héðan og þaðan MOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Næsti MosfelliNgur keMur út 8. júNí Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is Ritstjórn: Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 5.000 eintök. Dreifing: Afturelding. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Ingibjörg Valsdóttir ISSN 2547-8265 Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út mánaðarlega. Almenningur hefur lengi kallað eftir samræmingu á flokkunar- kerfi við heimili og óskað eftir lausnum fyrir sérsöfnun á lífrænum úrgangi. Nú styttist í það að íbúar á öllu höfuðborgarsvæðinu búi við eitt kerfi og einar reglur þegar kemur að sorp- hirðu. Samkvæmt lögum sem taka gildi árið 2023 þarf að hætt að urða lífrænan úrgang. Með þessu nýja kerfi er almenn- ingi þannig gert að lágmarka úrgang sem þarf að grafa. Það vonandi hjálpar okkur Mosfellingum líka í þeirri eilífðarbaráttu að urðun verði einhvern tímann alfarið hætt hjá nágrönnum okkar í Álfsnesi. Rúm vika er í að fyrstu tunnurnar mæti til leiks í gula hverfið í Mosó. Síðan koll af kolli samkvæmt áætlun yfir sex vikna tímabil. Í blaðinu í dag finnið þið helstu upplýsingar um þetta allt saman auk þess sem hægt er að fá svör við nánast öllu á www.flokkum.is. Fjórflokkun í Mosó Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings www.isfugl.is 6 - Fréttir úr bæjarlífinu2 Nemendur við Brúarlandsskóla í Mos- fellsveit 1961-1964 fermdust í Lágafells- kirkju þann 5. maí árið 1963. Síðan eru liðin 60 ár. Prestur var sr. Bjarni Sigurðsson en alls fermdust 25 krakkar þennan dag. 20 þeirra voru nemendur í Brúarlandsskóla en 5 utanaðkomandi. Fermingarbörnin höfðu flest haldið hópinn í sveitinni frá 7 ára aldri. Fermingarmyndin er fengin hjá Sveini Sveinssyni á Bjargi en er úr ljósmynda- safni Reykjavíkur. Sveinn minnist þess að hafa fengið skrifborð, prímus, bakpoka og svefnpoka í fermingargjöf sem þóttu stórgjafir á þessum tíma. Prímusinn gaf nýlega upp öndina. Skólasystkinin, árgangur ‘49, héldu endurfund síðsumars árið 1991 og komu saman í gamla Brúarlandsskólanum. Þá var farið í Hlégarð og efnt til sameigin- legs borðhalds. Myndin hér til hliðar er söguleg og bendir Sveinn á að engum stekkur bros. Aftast: Lilja Gísladóttir, Hlíðartúni, Hans Gíslason, Hlíðartúni, Garðar Haraldsson, Markholti, Þórður G. Sigurðsson, Lundi, Jón S. Guðmundsson, Hamrafelli, Gísli Arason, Reykjaseli, Sveinn Sveinsson, Bjargi, Baldur Sigurðsson, Reykjadal, Kristján Einarsson, Reykjadal. Í miðju: Sveinbjörg Steingrímsdóttir, Selási, Alda María Magnúsdóttir, Selási, Örlygur Jessen, Borg, Sigurður Frímannsson, Blómsturvöllum, Þuríður María Hákonardóttir, Grund, Hilmir Bjarnason, Mosfelli, Hildur Jörundsdóttir, Litlalandi, Jónas Þór Arnaldsson, Blómvangi, Rúna Jónsdóttir, Reykjahlíð, Kristrún Jónsdóttir, Reykjahlíð, Erna G. Sigurjónsdóttir, Lyngási. Fremst: Jónína Líneik Magnúsdóttir, Árbæjarbletti, Arnþrúður, Guðmundsdóttir, Markholti 2, Jóhanna S. Magnúsdóttir, Mel, sr. Bjarni Sigurðsson, Mosfelli, Ásthildur Jónsdóttir, Steinum, Guðrún Jóhannsdóttir, Dalsgarði. fermdust saman fyrir 60 árum

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.