Mosfellingur - 11.05.2023, Blaðsíða 34
- Íþróttir34
j a k o s p o r t ( N a m o e h f ) - k r ó k h á l s 5 f - 1 1 0 á r b æ r Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is
AftureldingAr
vörurnAr
fást hjá okkur sport íslandi
Knattspyrnudeild Aftureldingar hélt vel
heppnað stuðningsmannakvöld í Hlégarði
þann 29. apríl.
Meistaraflokkur kvenna og karla var
kynntur fyrir sumarið ásamt því að farið
var yfir sumarið í stuttu máli. Knatt-
spyrnudeildin hlakkar mikið til að stækka
þennan viðburð að ári og vonast til að sjá
enn fleiri þá.
Nú er hægt að nálgast árskort inn á
miðasöluappinu Stubbur. Mosfellingar eru
hvattir til að tryggja sér miða á alla leiki, kk
og kvk með einu korti.
Meistaraflokkarnir voru kynntir fyrir tímabilið í sumar
Knattspyrnudeildin hélt
stuðningsmannakvöld
Þann 20. apríl fékk Hestamannafélagið
Hörður endurnýjun viðurkenningar félags-
ins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.
Það var Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti
ÍSÍ sem afhenti formanni félagsins, Mar-
gréti Dögg Halldórsdóttur viðurkenning-
una. Margrét var ánægð með viðurkenning-
una sem félagið hlaut, en hún uppfyllir þá
staðla og gæðakröfur sem íþróttahreyfingin
setur og veitir um leið aðhald til að starfa á
öruggan og faglegan hátt að því að þjónusta
félagsmenn og iðkendur.
Á myndinni til vinstri má sjá Hafstein
ásamt Margréti við afhendinguna, auk
meðlima úr stjórn Harðar og nokkurra
harðduglegra iðkenda.
Hestamannafélagið fékk viðurkenningu í annað sinn
Hörður áfram fyrir-
myndarfélag ÍSÍ
Haukar jöfnuðu metin 1:1 á hádramatískan hátt
Búist við spennuleik
að Varmá í kvöld
Haukar tóku á móti Aftureldingu í öðr-
um leik undanúrslita Íslandsmóts karla í
handbolta á sunnudagskvöld. Leikið var
á Ásvöllum og urðu lokatölur 29:28 fyrir
Hauka. Staðan í einvíginu er því 1:1.
Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úr-
slitaleikina gegn annað hvort FH eða ÍBV.
Liðin mætast að nýju í Mosfellsbæ í kvöld,
fimmtudagskvöld. Það má búast við æsi-
spennandi leik sem hefst kl. 19:30.
afturelding
glímir við hauka
12. MAÍ
FÖSTUDAGUR
MEÐ STEINDA JR.
DJ GEIRI SLÆÆ