Mosfellingur - 08.06.2023, Side 38

Mosfellingur - 08.06.2023, Side 38
 - Aðsendar greinar38 Um síðustu áramót tók Mosfells- bær við rekstri Hlégarðs. Hlégarður hefur verið lokaður undanfarin misseri vegna mikilla endurbóta innahúss og vegna takmarkana er tengdust Covid. Það er því ánægjulegt að framboð menningarviðburða hafi aukist í Hlégarði og víðar í Mosfellsbæ, jafnt og þétt undanfarin misseri. Tillaga okkar um nýjan menn- ingarviðburð, Menning í mars, var samþykkt og fór dagskrá tengd þeim viðburðum fram í mars síð- astliðnum. Frumraunin tókst vel og gaman var að sjá hversu margir tóku þátt. Menning í mars er komin til að vera. Nú styttist í 17. júní og þar á eftir bæj- arhátíðina Í túninu heima en auk þessara viðburða er mikilvægt að vera einnig með smærri viðburði því áhugi Mosfellinga er svo sannarlega til staðar og tilefnin eru næg. Fulltrúar D-listans vilja styðja við list- sköpun og auka framboð menningar- og listviðburða í Mosfellsbæ og fagna því að ráðinn hafi verið viðburðastjóri Hlégarðs. Það er jákvætt og mun sú staða eflaust efla og auka framboð og fjölbreytni menningar- og listviðburða. Nauðsynlegt er að halda áfram að hlúa að endurnýjun Hlégarðs og eru tækjakaup, hljóðkerfi, lýs- ing o.fl. hlutir sem þarf að klára sem fyrst svo húsið nýtist sem best og sem flestum. Áform eru uppi hjá nýjum meirihluta að Mosfellsbær sjái um allan veitingarekstur og áfengissölu í Hlégarði í stað þess að fela rekstraraðila/viðburða- stjóra þann rekstur eins og ann- an rekstur í húsinu. Með þeim fyrirætlunum má segja að bærinn sé kominn í samkeppni um veit- inga- og áfengissölu. Það er mat fulltrúa D-listans í bæjarstjórn að lýðheilsubærinn Mosfellsbær eigi ekki sjálfur að standa í sölu á áfengi á viðburðum í Hlégarði. Margt er fram undan í menningu og listum í Mosfellsbæ og mun Hlégarður gegna lykilhlutverki í mörgum af þeim viðburðum. Við munum áfram styðja við endurnýj- un og þróun Menningarhússins Hlégarðs á þessu kjörtímabili, Mosfellingum öllum til heilla. Helga Jóhannesdóttir og Rúnar Bragi Guðlaugsson, bæjarfulltrúar D-lista Hlégarður og menning í Mosó Því miður hefur Mosfellsbær ekki staðið sig sem skyldi hvað varðar uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk á liðnum árum. Þegar núverandi meirihluti tók við fyrir einu ári síðan var einn búsetukjarni á áætlun, þ.e. búsetu- kjarni sem Þroskahjálp mun reisa í 5. áfanga Helgafellshverfis og Mosfellsbær síðan reka. Engir aðrir búsetukjarnar voru á áætlun. Þegar horft er til þess að gera áætlun um uppbyggingu búsetu- úrræða fram í tímann er auðvitað nærtækast að horfa til þess fjölda ungra fatlaðra einstaklinga sem þegar býr í sveitarfélaginu og mun, þegar fram líða stundir, að sjálfsögðu þurfa stað til að búa á. Stað þar sem þau fá þjónustu og njóta þess öryggis og sjálfstæðis sem þeim ber. Í meirihlutasamkomulagi B, S og C lista kemur fram að unnið skuli að áætlun um uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk og er undirbúningur þeirrar vinnu þegar hafinn. Fjölbreytt byggð Eitt af mikilvægum verkefnum bæjar- stjórnar er að móta sýn um framtíðar- uppbyggingu sveitarfélagsins, til lengri og skemmri tíma. Það er sýn okkar og meiri- hlutans að við uppbyggingu hverfa skuli horft til þess að byggt sé íbúðarhúsnæði sem svarar þörfum sem flestra samfélags- hópa. Við deilum þeirri skoðun að til að byggja farsælt samfélag þurfi að gera ráð fyrir að pláss sé fyrir okkur öll. Eins og margir vita þá er stærstur hluti byggingarlands sem skilgreint er í aðal- skipulagi í eigu einkaaðila en ekki Mos- fellsbæjar. Sú staðreynd getur flækt upp- byggingaráform bæjarstjórnar á hverjum tíma. Gera þarf uppbyggingarsamninga við handhafa þess lands sem um ræðir t.d. um uppbyggingu innviða eins og skóla og leikskóla en einnig um samsetningu íbúðarkosta, þ.e. hvort ráð sé gert fyrir fjölbreyttum búsetukostum. Athyglisvert er að í samningum um upp- byggingu Blikastaða, sem gerðir voru undir lok síðasta kjörtímabils, eru fjölbreyttir búsetukostir fyrir mismunandi þjóðfélagshópa ekki meðal ákvæða. Carlsberg ákvæðið Í Danmörku var árið 2015 sett nýtt ákvæði inn í skipulagslög sem stuðla átti að blandaðri byggð í landinu. Ákvæðið gengur út á að heimila sveitarfélögum að setja inn kvaðir um fjölbreytta íbúðarkosti á uppbyggingarsvæðum. Umrætt ákvæði gengur undir heitinu Carls- berg ákvæðið og hefur reynst vel. Hérlendis hefur verið til um- fjöllunar sams konar breyting í tengslum við rammasamning innviða- ráðuneytis fyrir hönd ríkisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um húsnæðisupp- byggingu frá sumrinu 2022. Lagaákvæðið myndi heimila sveitarfélögum að gera kröfu um að allt að 25% byggingarmagns innan deiliskipulagssvæðis skuli vera fyrir hagkvæmar íbúðir, leiguíbúðir eða aðrar íbúðir sem njóta fjárhagslegs stuðnings ríkis og/eða sveitarfélaga. Innleiðing slíks ákvæðis myndi til lengri tíma litið auka fjölbreytni á fasteigna- markaði og tryggja fleirum húsaskjól og húsnæðisöryggi. Því miður er ekki að sjá að umrætt lagaákvæði verði afgreitt á yfir- standandi þingi en þá má vona að það verði tekið upp á Alþingi í haust. Hvort sem ofangreind lagabreyting gengur í gegn á Alþingi eða ekki bíður það meirihlutans sem nú situr í Mosfellsbæ að ganga frá aðgerðaáætlun um uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlað fólk og að sjá til þess að við skipulag byggðar verði alltaf gert ráð fyrir því að þar geti búið fólk úr flestum tekjuhópum og með mismunandi þjónustuþarfir á öllum æviskeiðum. Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar Ólafur Ingi Óskarsson, formaður velferðarnefndar Fjölbreyttir búsetukostir í Mosfellsbæ Í árslok 2022 var ákveðið að gerð yrði stjórnsýslu- og rekstrarúttekt hjá Mosfellsbæ og voru allir bæjar- fulltrúar sammála um að tímabært væri að fara í slíka úttekt. Það var ráðgjafafyrirtækið Strategía sem ráðið var til verksins og niðurstað- an lá fyrir í byrjun maí. Í stuttu máli var niðurstaða úttektarinnar sú að mikil tækifæri eru til úrbóta í stjórnsýslu bæjarins svo unnt sé að þjónusta bæjarbúa enn betur og tryggja að vel sé farið með almannafé. Helstu niðurstöður úttektarinnar eru að nauðsynlegt er að fara í umbætur á fjármála- og áhættuferlum, þá þarf að gera umbætur í stefnumörkun, skipulagi og stjórnarháttum auk þess sem mælt er með umbótum til að ná markmiðum í stafrænni þjónustu. Nýtt skipurit Alls eru lagðar fram 74 umbótatillögur í skýrslunni og hvetjum við alla bæjarbúa til að kynna sér efni skýrslunnar en hana má nálgast í fundargerð bæjarráðs frá 17. maí og fundargerð bæjarstjórnar frá 24. maí. Fyrsta tillagan sem unnin er á grund- velli þessarar úttektar hefur nú þegar verið lögð fram og samþykkt, þ.e. tillaga að nýju skipuriti. Engum starfsmanni er sagt upp störfum í kjölfarið breytinganna en ljóst er að kostn- aður vegna innleiðingar á breytingunum verður 27 milljónir króna á árinu 2023. Fyrst og fremst vegna ráðningar verkefnis- stjóra í upplýsingatækni og vegna aukinna verkefna á fjármála- og áhættu- stýringarsviði. Á ársgrundvelli er gert ráð fyrir að um tvö stöðugildi sé að ræða og kostnaðurinn verði 35 milljónir kr. Það er mat ráðgjafa Strategíu að talsverð tækifæri séu til sparnaðar á aðkeyptri þjónustu sem vegur þá upp á móti þeim kostnaðarauka sem liggur fyrir að felist í breytingunum. Í fyrsta sinn í Mosfellsbæ er innri endur- skoðun nú tilgreind sérstaklega í skipuriti og er það til bóta og í samræmi við nútíma- legan rekstur sístækkandi sveitarfélags að þessu eftirliti sé tryggt skýrt hlutverk í skipuriti bæjarins. Einnig er rétt að minnast á breytingu á fjármálasviði sem nú mun heita fjármál og áhættustýring. Í skýrslu Strategíu er fjallað um mikilvægi þess að bæjarfélagið setji sér skýra stefnu um fjármagnsskipan og áhættustefnu en hvorug er til staðar í dag. Það er rauður þráður í gegnum skýrsluna að skýra þurfi hlutverk, umboð og ábyrgð stjórnareininga og stjórnenda og er nýja skipuritið fyrsta skrefið í átt að þessu tak- marki. Eins og fram hefur komið þá eru margar umbótatillögur í skýrslunni og nú bíður það verkefni bæjarstjórnar og bæjarstjóra að meta og ákveða hvað af þessum um- bótaverkefnum verður ráðist í til að bæta þjónustu bæjarins við íbúa. Lovísa Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar Niðurstaða stjórnsýslu- og rekstrarúttektar Í lok síðasta árs var samþykkt í bæjarstjórn Mosfellsbæjar að fara í stjórnsýsluútekt í Mosfellsbæ. Bæjarfulltrúar D-lista samþykktu tillöguna, en síðast var farið í úttekt á stjórnsýslu bæjarins árið 2014. Þó svo að stjórnsýslan hafi þró- ast og tekið jákvæðum breytingum í gegnum árin þá er alltaf gott að fá utanaðkomandi aðila til þess að skoða hlutina, rýna til gagns og koma með nýjar hugmyndir með það að markmiði að bæta þjónustu og starfsemi bæjarins enn frekar. Ráðgjafafyrirtækið Strategía var fengið til þess að vinna úttektina og í framhaldinu lagði bæjarstjóri fram viðamiklar breytingar á stjórnsýslu og skipuriti Mosfellsbæjar sem byggðar voru á skýrslu Strategíu. Bæjarfulltrúar D-lista komu ekki að gerð tillagna um skipulags- breytingarnar og sátu hjá við afgreiðslu málsins meðal annars fyrir þær sakir. Breytingarnar eru sumar eðlilegar og margt jákvætt sem kemur fram, bæði í skýrslunni og tillögunum, en þar eru jafnframt ágallar sem við setjum fyrirvara við. Það vekur einna helst athygli í samþykkt- um tillögum að það virðist eins og verið sé að innleiða skipurit Reykjavíkurborgar og færa skipulagseiningar í sama búning og gerist þar. Það er spurning hversu jákvætt það er fyrir Mosfellsbæ að færa stjórnsýsl- una í átt til þess sem gert er í Reykjavík sér- staklega þegar kemur að fjármálum, stjórn- un, skipulags- og starfsmannamálum. Vonandi horfir nýr bæjarstjóri og meiri- hluti í Mosfellsbæ ekki of mikið til félaga sinna í Reykjavík þegar kemur að skipulagi og stjórnun í Mosfellsbæ. Miklar og dýrar breytingar Breytingatillögurnar sem lagðar voru fram af bæjarstjóra og meirihlutinn sam- þykkti eru viðamiklar og útgjöld vegna þeirra óljós, en öruggt er að kostnaðurinn verður hár. Í tillögunum er t.d. gert ráð fyrir mikilli fjölgun starfsfólks og það skýtur skökku við í því efnahagsástandi sem nú ríkir að ætla að ráða þennan fjölda af nýju starfsfólki. Staðreyndin er sú að fram undan er niðurskurður á útgjöldum bæjarins sem felur jafn- vel í sér frestun framkvæmda. Við þær aðstæður er stórfelld fjölgun starfsfólks ekki ákjósanleg. Það hvort þær breytingar sem nú hafa verið innleiddar séu til þess fallnar að bæta þjónustuna, verklag, samhæfingu og starfsum- hverfi starfsfólks Mosfellsbæjar mun tíminn einn svo leiða í ljós. Hver er tilgangur með breytingum? Samkvæmt skýrslunni er breyt- ingatillögunum ætlað að endurspegla áherslur sem koma fram í málefnasamningi meirihlutans. Þetta er tiltekið á a.m.k. fjór- um stöðum í skýrslu Stategíu sem og í kynn- ingum og tillögunum byggðum á henni. Við bæjarfulltrúar D-lista teljum að breytingar í stjórnsýslu og á skipuriti bæj- arins eigi fyrst og fremst að snúast um að hámarka gæði, hagkvæmni og skilvirkni þjónustu fyrir alla bæjarbúa, en eigi ekki að snúast um málefnasamning meirihlutans, því meirihlutar koma og fara. Markmið síðasta meirihluta D- og V-lista í Mosfellsbæ var að sýna ábyrgð í rekstri bæjarins, fara vel með skattfé og halda álögum á íbúa eins lágum og kostur var. Það eru leiðarljós sem nýr meirihluti virðist ekki ætla að viðhalda á sinni vakt, eins og bæjarbúar hafa nú þegar fengið að finna fyrir í gríðarlegum hækkunum fasteigna- gjalda og hækkun á útsvari. Áhersla okkar bæjarfulltrúa D-lista í bæj- arstjórn er að íbúar Mosfellsbæjar fái áfram eins góða þjónustu og hægt er þannig að áfram verði best að búa í Mosfellsbæ. Við þurfum að muna eftir að halda í gildi Mosfellsbæjar sem hér hafa verið höfð að leiðarljósi; virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja. Ásgeir Sveinsson og Jana Katrín Knútsdóttir bæjarfulltrúar D-lista. Stjórnsýsla Mosfellsbæjar ...fylgstu med okkur á facebook www.facebook.com/mosfellingur

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.