Mosfellingur - 06.07.2023, Page 1

Mosfellingur - 06.07.2023, Page 1
MOSFELLINGUR R É T T I N G AV E R K S TÆ Ð I Jóns B. ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ Símar: 566 7660 og 697 7685 jonrett@internet.is www.jonb.iS Bílaleiga á staðnum Þjónustuverkstæði skiptum um framrúður 7. tbl. 22. árg. fimmtudagur 6. júlí 2023 • Dreift frít t inn á öll heimili í mosfellsbæ • vefútgáfa: www.mosfellingur.is Mosfellingurinn Daníel Már Einarsson framkvæmdastjóri Esjaspirits Snemma farinn að huga að viðskiptum Kjarna • Þverholti 2 • S. 586 8080 • www.faStmoS.iS Kjarna • Þverholti 2 • 270 mosfellsbær • s. 586 8080 svanþór einarsson • lögg. fasteignasali • www.fastmos.is eign vikunnar www.fastmos.is Rúmgóð og björt 136,6 m2 3ja herbergja íbúð á 2. hæð með bílskúr. Svalir í suðurátt með fallegu útsýni. Góð staðsetning, stutt í skóla, leikskóla, sund og líkamsrækt. V. 72,9 m. Bjartahlíð 11 fylgStu með oKKur á facebook Ertu að fara í pallasmíði? Jarðvegskrúfurnar færðu hjá Redder! 22 laust strax Áhorfendamet slegið á síðasta leik • Efstir í Lengjudeildinni eftir níu umferðir Taplausir á toppnum Afturelding er með fimm stiga forskot á toppi Lengjudeild- ar karla í fótbolta að loknum níu umferðum í deildinni. Afturelding lagði nágranna sína í Fjölni 4-3 í toppslag síðastliðið fimmtudagskvöld á Malbikstöðinni að Varmá. 978 áhorfendur mættu á leikinn sem er met á fótboltaleik í Mosfellsbæ. Elmar Kári Enesson Cogic skoraði tvíegis og þeir Arnór Gauti Ragnarsson og Ásgeir Marteinsson voru með sitt markið hvor. Arnór Gauti hefur skorað níu mörk í sumar og Elmar sex en báðir koma þeir upp í gegnum öflugt yngri flokka starf Aftureldingar. 22 leikir eru í Lengjudeild- inni í sumar þar sem efsta liðið fer upp í Bestu deildina en liðin í 2.-5. sæti fara í umspil um hitt lausa sætið þar. „Ég er mjög ánægður með gengi okkar í sumar. Spila- mennska okkar hefur verið vaxandi og við erum að búa til mikið vígi á heimavelli okkar. Við höfum skorað 14 mörk í þremur heimaleikjum síðan nýtt og glæsilegt gervigras var lagt á völlinn. Næsta mánuðinn eigum við fimm heimaleiki til viðbótar og vonandi fáum við áfram góða mætingu á leiki og höldum áfram frábæru gengi á heimavelli,“ segir Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar. M yn d/ Ra gg iÓ la

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.