Mosfellingur - 06.07.2023, Side 10
- Fréttir úr bæjarlífinu10
Mosfellsbær hefur skrifað undir samstarfs-
samning við Samtökin ’78 um hinsegin
fræðslu, ráðgjöf og stuðning við nem-
endur, aðstandendur þeirra og starfsfólk
sveitafélagsins sem starfar með börnum
og ungmennum í skóla-, tómstunda- og
íþróttastarfi.
Með þessum samningi fá viðkomandi
aðilar ráðgjöf Samtakanna án endurgjalds.
Fræðslan er í formi erinda fyrir allt starfs-
fólk og námskeiða fyrir nemendur og mun
hefjast strax á haustönn 2023.
Aukin umræða og fræðsla
Hagsmunasamtök hinsegin fólks hafa
bent á að margskonar áreitni, hatursorð-
ræða og ofbeldi hefur aukist mjög í garð
hinsegin fólks. Einnig hafa fréttir af slíku
ofbeldi verið í fjölmiðlum og til umræðu á
samfélagsmiðlum.
Mikilvægt er að bregðast við með aukinni
umræðu og fræðslu og vill Mosfellsbær
stíga þar nauðsynleg skref öllum til heilla
og í takti við menntastefnu sveitafélagsins.
Leiðarljós og grunnstef menntastefnu
Mosfellsbæjar „Heimurinn er okkar“ er
að allir fái notið sín og að unnið skuli að
velferð barna og ungmenna með jákvæðum
samskiptum og valdeflingu.
Samningur til næstu þriggja ára
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og
Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri
Samtaka ’78 skrifuðu undir samninginn í
dag 7. júní að viðstöddum þeim Gunnhildi
Sæmundsdóttur sviðsstjóra fræðslusviðs
og Eddu Davíðsdóttur, Jóhönnu Magnús-
dóttur og Ragnheiði Axelsdóttur fulltrúum
fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar.
Samningurinn er til þriggja ára og greiðir
Mosfellsbær rúmlega 5 milljónir í heildina
fyrir verkefnið.
Hinsegin fræðsla, ráðgjöf og stuðningur • Hefst í haust
Bærinn í samstarf
við Samtökin ‘78
regína bæjarstjóri og Daníel
framkvæmDastjóri samtaka ‘78
Hátíðin Barnadjass í Mosó stóð yfir dag-
ana 22.-25. júní. Þetta er í fyrsta skipti sem
Barnadjass í Mosó er haldin og fyrsta hátíð
sinnar tegundar hérlendis.
Flytjendurnir voru 25 krakkar á aldrinum
7-15 ára sem koma frá Mosfellsbæ, Selfossi,
Reykjavík, Noregi og Færeyjum. Mikill
meirihluti flytjanda voru stelpur en sérstök
áhersla var á stelpur og djass á hátíðinni,
enda eru konur í miklum minnihluta í
djassheiminum.
Haldnir voru þrennir tónleikar, í Hlé-
garði, Bankanum bistró og í Húsi máls og
menningar. Tónleikar hátíðarinnar voru
einstaklega vel sóttir og gleðilegt að sjá
húsfylli á öllum tónleikunum. Auk þess
fékk hátíðin töluverða athygli í fjölmiðlum,
jafnvel fyrir utan landsteinana.
Heimboð frá forseta Íslands
Gestgjafar hátíðarinnar, sex mosfellsk
börn á aldrinum 9-12 ára, tóku vel á móti
erlendu gestunum frá Noregi og Færeyjum.
Þau voru sérstaklega hrifin af Lágafellslaug
og urðu ferðirnar ófáar þangað. Eins fóru
þau Gullna hringinn og skemmtu sér kon-
unglega saman.
Hátíðin fékk heimboð frá forseta Íslands
og fór hluti þáttakenda og stjórnenda í þá
heimsókn. Það var mikil uppifun að fá að
koma á Bessastaði og gaman að fá tækifæri
til að spila nokkur lög fyrir forsetann.
Listrænn stjórnandi hátíðarinnar var
Odd André Elveland, norskur djasstón-
listarmaður. Hann hefur komið reglulega
til Íslands og hefur undanfarið ár komið í
Mosfellsbæ og unnið með gestgjöfum há-
tíðarinnar. Auk þess hefur hann verið með
vinnustofur víðar, m.a. á Selfossi og komu 4
krakkar þaðan og tóku þátt í tónleikum.
Sérstakir gestir hátíðarinnar var hljóm-
sveitin Rokkbál úr Listaskóla Mosfellsbæjar
undir stjórn Sigurjóns Alexanderssonar og
krakkar úr Landakotsskóla undir stjórn
Sólrúnar Gunnarsdóttur. Gaman var að
fá þessa gjörólíku hópa til að taka þátt í
tónleikunum og gerðu þau tónleikana enn
litskrúðugri.
Ferðast um allt land næsta vetur
Krakkarnir stóðu sig frábærlega og tókst
Barnadjasshátíðin vonum framar. Ljóst
er að framtíð þeirra í djassheiminum er
björt.
Verkefnið var styrkt af Tónlistarsjóði
Rannís, Mosfellsbæ, Barnamenningar-
sjóði og Kiwanisklúbbnum Mosfelli. Þetta
er bara byrjunin þar sem verkefnið fékk
veglegan styrk frá Barnamenningarsjóði
til að ferðast með verkefnið um allt land
næsta vetur.
Næsta verkefni hjá djasskrökkunum úr
Mosfellsbæ er tónlistarhátíðin Kids in jazz
í Osló í ágúst. Svo er aldrei að vita nema
við fáum að heyra í þeim á bæjarhátíðinni
Í túninu heima í lok ágúst.
Sérstök áhersla á stelpur og djass • Þrennir tónleikar
Fyrstu Barnadjass-
hátíðinni í Mosó lokið
Djassarar og heiðurs-
gestir í hlégarði
Djassað í bankanum
í heimsókn á
bessastöðum
Grænmetismarkaðurinn í Mosskógum
opnaði þann 1. júlí og verður opinn alla
laugardaga kl. 10-15 til 15. september.
Úrvalið er mikið og eins og undanfarin
ár eru frábærir aðilar að selja sínar vörur.
Það eru Íslensk hollusta, Fjölskyldan Heið-
arbæ, Dalsgarður, Amina og fjölskylda, Esja
og Bragi, Amo Crèpes, Iwona og fjölskylda,
Jordas, Ragna Erlingsdóttir, Pipar og Salt,
Ragnar, Tómas Ponzi með sitt frábæra
salat.
Fyrsti markaðsdagurinn fór vel fram í
yndislegu veðri og stemningin var ljúf og
mikið af góðum gestum.
Grænmetismarkaðurinn opnaði síðasta laugardag í blíðu
Markaðurinn af stað