Mosfellingur - 06.07.2023, Síða 14

Mosfellingur - 06.07.2023, Síða 14
 - Frítt, frjálst og óháð bæjarblað14 Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Laus störf í Mosfellsbæ Öll laus störf hjá Mosfellsbæ og stofnunum má sjá og sækja um á ráðningarvef bæjarins: www.mos.is/storf Hlein er hjúkrunarsambýli sem staðsett er við Reykjalund. Hlein er heimili fyrir ein- staklinga sem hafa flóknar þjónustuþarfir, bæði andlega og líkamlega. Íbúar Hleinar hafa allir hlotið varanlegan skaða af völdum sjúkdóma eða slysa sem leitt hefur til verulegrar skerðingar á hæfni þeirra til að sinna daglegum þörfum. Um sjö íbúa er að ræða sem eru háðir aðstoð allan sólarhringinn. Nú hefur verið ákveðið að stofna Holl- vinasamtök Hleinar og fer stofnfundur fram á Hlein þriðjudaginn 11. júlí kl. 16:30. Tilgangur félagsins verður að styðja við bakið á starfseminni á Hlein í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk Hleinar og Reykja- lundar. Meðal annars verður það gert með viðburðahaldi fyrir íbúa og gjöfum. Allir eru velkomnir á stofnfundinn og öllum er velkomið að gerast félagar í Holl- vinasamtökum Hleinar. Þeim sem hafa áhuga á að ganga í Holl- vinasamtökin er bent á að hafa samband við Anný Láru Emilsdóttur framkvæmdastjóra Hleinar í gegnum annylara@reykjalundur.is eða í síma 585 2029 á dagvinnutíma. Stofnfundur 11. júlí • Styðja við starfsemina á Hlein Stofna Hollvinasamtök starfsfólk frá össuri í góðgerðarheimsókn Skemmtilegt starfsár er að baki hjá Lions- klúbbnum Úu Mosfellsbæ. Fundir eru að jafnaði einu sinni í mánuði og er þá fundið upp á ýmsu til gamans og meðal annars fengnir fyrirlesarar til að gera fundina áhugaverða. Margt annað er gert sér til skemmtunar eins og heimsóknir í fyrirtæki, gönguferðir og kaffihúsaspjall. Lokafundurinn var haldinn í maí og eftir óvissuferð var snætt á skemmtilegum veit- ingastað á Hólmsheiði. Lionsklúbbar eru sjálfboðaliðasamtök Stjórnarskipti fóru fram á Blik í lok júní og matnum þar gerð góð skil ásamt skemmtilegu spjalli. Lionsklúbbar eru sjálfboðasamtök sem láta gott af sér leiða. Fyrir jólin var afhentur styrkur til hjálp- arsjóðs kirkjunnar. Það var gert á hátíðlegri stund í Lágafellskirkju ásamt Lionsklúbbi Mosfellsbæjar. Í lok starfsársins afhenti Lionsklúbbur- inn Úa tvær rafloftdýnur á hjúkrunarheim- ilið Hamra í Mosfellsbæ. Það eru dýnur með lofti sem hreyfist og eru notaðar til að sjúklingar fái síður legusár. Jafnvel talað um þriðju vaktina þar sem þær eru notaðar. Munurinn er svo mikill. Er það von klúbb- félaga að þær komi að góðum notum. Eftir sumarfrí í júlí verður tekið til óspillt- ara mála í ágúst en fundir byrja síðan í september. Gáfu rafloftdýnur á hjúkrunarheimilið Hamra á dögunum Öflug starfsemi hjá Lionsklúbbnum Úu félagar með fjólu forstöðumanni og finni íbúa Ný stjórn Úu Dagný gjaldkeri, Halldóra ritari og Sigríður formaður.

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.