Mosfellingur - 06.07.2023, Qupperneq 36

Mosfellingur - 06.07.2023, Qupperneq 36
Í eldhúsinu Rósa og Einar skora á Bryndísi og Helga að deila með okkur næstu uppskrift í Mosfellingi Kjúklingur Pad Thai hjá Rósu og EinaRi - Heyrst hefur...36 Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Bjartur Elí Elvarsson fæddist 24. nóvember 2022. Hann var 8,5 merkur. Foreldrar eru Greta Salóme Stef- ánsdóttir og Elvar Þór Karlsson. Rósa Gunnlaugsdóttir og Einar Grétarsson deila með okkur Mosfellingum að þessu sinni uppskrift að hinum vinsæla rétti kjúklinga Pad Thai. Hráefni • 280 g hrísgrjónanúðlur t.d.Thai rice noodles • 500 g kjúklingabringur • 2 msk olía • ¼ bolli púðursykur eða hrásykur • ¼ bolli sojasósa • 2 msk hrísgrjónaedik • 1 msk ferskur limesafi • 1 msk fiskisósa • 1 rauð paprika skorin í þunna strimla • 2-3 gulrætur skornar í þunna strimla • 2 hvítlauksrif • 4 vorlaukar • 2 bollar baunaspírur • 3 egg • ½ bolli salthnetur (hakkaðar gróflega) • ½ bolli kóríander Aðferð Sjóðið núðlurnar eftir leiðbeiningum á pakka, hellið þeim úr pottinum og kælið, setjið til hliðar. Hrærið saman púðursykri, sojasósu, hrísgrjónaediki, limesafa og fiskisósu. Setjið til hliðar. Hitið olíu á pönnu yfir miðlungsháum hita og steikið kjúklinginn þar til hann er fulleldaður. Takið kjúklinginn af pönnunni. Setjið papriku og gulrætur á pönnuna og steikið í 1-2 mínútur, bætið svo hvítlauk, vorlauk og baunaspírum á pönnuna og steikið í 1-2 mínútur. Ýtið grænmetinu til hliðar á pönnunni og brjótið eggin í miðjuna. Hrærið í eggjunum þar til þau eru fullelduð. Bætið kjúkling, núðlum og sósu á pönnuna og blandið öllu vel saman. Steikið saman í 1-2 mínútur. Stráið fersku kóriander og salthnetum yfir og berið fram.    Verðiykkuraðgóðu! SólarStrendur og brúnkukrem Komið þið nú sæl og blessuð, blessað- ur júlí er genginn í garð og þetta sum- ar ætlar að líða á ógnarhraða. Hraðar heldur en matvöruverðið hækkar hjá okkur blessuðum landanum. Ég get nú ekki sagt að sumarið hafi verið til þessa með besta móti hér í sveitinni okkar fögru, þvert á móti hefur það verið ansi kuldalegt og blautt. Það hefur stundum látið sjá sig fyrir hádegi á miðvikudegi, ákveðið að láta sig hverfa fyrir kvöldmat og ekki látið svo sjá sig fyrr en 2 vikum seinna. Sumarið virðist vera á einhverju róli fyrir austan og jafnvel norðan og gefur okkur hér á suðvesturlandinu puttann með látum. En eftir að hafa fórnað nokkrum geitum og einum eða tveimur naggrísum á altari veður- guðanna þá hef ég góðar heimildir fyrir því að það sé búið að fá nóg af austurlandi og íbúum þar og ætli að setjast að hér á suðvesturhorninu. En ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Og ég vona að þessar geitur og naggrísir hafi ekki fórnað lífi sínu á altari veðurguðanna fyrir ekki neitt. En af þessum sökum (að það hefur ekki komið sumar í Mósó) höfum við sveitungar verið duglegir að að heimsækja sólarstrendur í sumar eða allavega hætt okkur út fyrir land- steinana til að næla okkur í kærkomið D-vítamín. Að minnsta kosti hef ég rekist á nokkra sveitunga mína á samfélagsmiðlum gefa skít í bleytuna og kuldann og forðað sér upp í vél til að næla sér í smá „bóndabrúnku“ og gæða sér á einum eða tveimur köldum sem ekki kosta 1.500 kr. eins og hér í bæ. Ef ekki væri fyrir dræman drátt í DNA lotteríinu að ég er bæði sköl- lóttur og jú rauðhærður í þokkabót væri ég nú kannski duglegri við að elta sólina til útlanda en það er eins og henda handsprengju inn í flugeldaverksmiðju, það endar allt í brunarústum. Þannig að ef ég læt af því verða þá skal bæði hafa belti og axlabönd í þeim efnum og sterkustu sólarvarnir sem hafa verið framleidd- ar brúkaðar vel. Já, það verður að gera eitthvað í þessu ef sú gula vill ekki mæta í partýið. Mosfellingur er víst að fara í smá sumarfrí og hann verður jú að komast í frí einsog við hin blessaður og þess vegna vil ég nú setja punktinn yfir i-ið og segja gleðilegt sumar ... þegar það mætir svo sem. Högni snær hEyRst hEfuR... ...að Örlygur Atli sé að taka við stjórn Álafosskórsins. ...að búið sé að skera í ærslabelginn á Stekkjarflöt og eyðileggja hann. ...að Hopp rafskúturnar séu nú loksins mættar í Mosfellsbæ. ...að undirbúningur fyrir bæjar- hátíðina Í túninu heima standi nú sem hæst. ...að áhorfendamet hafi verið slegið á knattspyrnuleik Aftureldingar og Fjölnis um helgina þegar 978 manns mættu á völlinn. ...að allir Mosfellingar ættu nú að vera komnir með nýjar sorptunnur en síðustu tunnurnar mæta í dag. ...að grænmetismarkaðurinn á Mosskógum hafi opnað um síðustu helgi og sé opið á laugardögum. ...að Karen og Siggi Straumfjörð eigi von á barni í desember. ...að búið sé að setja upp alvöru píluaðstöðu á Ásláki. ...að hátt í 400 tillögur hafi borist um nafn á slátturóbotinum við Hlégarð. ...að enn séu íbúar í Leirvogstungu að kafna úr ruslalykt frá Álfsnesinu. ...að Mosfellsbær sé að íhuga að taka upp næturstrætó á nýjan leik á milli Reykjavíkur og Mosó. ...að Arnór Gauti hafi skorað fernu á móti Njarðvík í stórsigri Afturelding- ar og sé markahæstur í Lengjunni. ...að hin 15 ára Pamela Ósk hafi farið holu á albatross á Hlíðavelli, 3 undir pari. ...að Útvarp Mosfellsbær verði aftur á dagskrá á bæjarhátíðinni í lok ágúst og nú geti Mosfellingar verið með sinn eigin útvarpsþátt. ...að kvennalið Aftureldingar eigi heimaleik í kvöld gegn Fylki á Malbikstöðinni að Varmá. ...að Jógvan Hansen, Guðrún Gunnars og Sigga Beinteins ætli að vera með tónleika í Hlégarði á fimmtudags- kvöldið Í túninu heima. ...að Drulluhlaup Krónunnar verði endurtekið í Mosó 12. ágúst. ...að hátíðin Kátt í Kjós verði haldin laugardaginn 22. júlí. ...að samkvæmt nýjum útreikningum Hagstofunnar séu Mosfellingar með að meðaltali 8,5 milljónir í árslaun eða 100 þúsund krónur yfir landsmeðaltali. ...að Stormsveitin ætli að bjóða Mosfellingum heim í Akurholtið Í túninu heima. ...að það verði hannyrðir í Hlégarði alla þriðjudaga í júlí. ...að Klara Gísla eigi afmæli í dag. ...að Leynihátíðin verði á sínum stað, helgina eftir versló. ...að leikhópurinn Lotta ætli að vera í Mosó með sína árlegu sýningu 21. ágúst. mosfellingur@mosfellingur.is Opna pílu á Ásláki Opnaður hefur verið pílusalur á sveitakránni Ásláki. Áhugi á pílukasti hefur auk- ist mjög á undanförnum árum. Tvö fullbúin píluspjöld með nýjasta tækjabúnaði hefur verið komið fyrir þar sem áður var kaffihús á Ásláki. Karl Helgi Jónsson, fremsti pílukastari bæjarins, mætti til að vígja aðstöðuna með pompi og prakt. Pílusalurinn var vígður laugardaginn 1. júlí. Á myndinni má sjá Kalla með Jónasi sem rekur Áslák. Aukinn áhugi í Mosó kalli og jónas

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.