Mosfellingur - 22.08.2023, Blaðsíða 10
Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu
Skrifstofa félagsstarfsins er opin
alla virka daga kl. 13–16. Sími félags-
starfsins er 586-8014. Forstöðumaður
félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ
er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda-
og félagsmálafræðingur, s: 698-0090.
Skrifstofa FaMos á Eirhömrum
er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16.
- Fréttir úr bæjarlífinu10
Stjórn FaMoS
jónas Sigurðsson formaður
s. 666 1040 jonass@islandia.is
jóhanna B. Magnúsdóttir varaformaður
s. 899 0378 hanna@smart.is
Þorsteinn Birgisson gjaldkeri
s. 898 8578 thorsteinn.birgis@gmail.com
Guðrún K. Hafsteinsdóttir ritari
s. 892 9112 gunnasjana@simnet.is
ólafur Guðmundsson meðstjórnandi
s. 868-2566 polarafi@gmail.com
Ingibjörg G. Guðmundsdóttir varamaður
s. 894-5677 igg@simnet.is
Áshildur Þorsteinsdóttir varamaður
s. 896-7518 asath52@gmail.com
FélaG aldraðra
í Mosfellsbæ og nágrenni
famos@famos.is
www.famos.is
Fellahringurinn
verður samhjól í ár
Hjóladeild Aftureldingar stendur
fyrir Samhjóli í stað þess að halda
keppni í Fellahringnum fimmtu-
dagskvöldið 24. ágúst kl. 19.00.
Hjólaður verður bæði litli Fella-
hringurinn sem er 15 km og stóri
Fellahringurinn 30 km. Samhjólið
hefst að Varmá og endar á smá
veitingum í boði hjóladeildarinnar
að Varmá. Gaman væri að þátttak-
endur mæti í sínum hverfislitum
en að sjálfsögðu eru allir velkomnir
hvort sem þeir búa í Mosfellsbæ eða
ekki. Hjóladeildin vill endilega sjá
sem flesta, bæði unga sem aldna.
Minnt er á að ekki er um að ræða
keppni, heldur snýst þetta fyrst
og fremst um útiveru, samveru og
gleði. Venjuleg fjallahjól sem og
rafmagnshjól velkomin. Nánari
upplýsingar má finna á Facebook-
síðu hjóladeildarinnar.
HIttUMSt Í HléGarðI
Nýtt fyrir allan aldur og öll kyn.
Alla þriðjudaga kl. 13:00-15:00 í vetur.
Hlégarður verður opinn fyrir allan
aldur til að koma saman og njóta
samveru og t.d prjóna, spila, vefa,
tefla, dansa og syngja. Endalausir
möguleikar og ýmsar heimsóknir
og kynningar eru á dagskrá sem
verða auglýstar síðar. Alltaf verður
heitt á könnunni og hlýlegt að koma
til okkar. Nýtum fallega Hlégarð til
samveru. Ef þú hefur einhverjar góðar
hugmyndir sem ættu heima í þessum
samverustundum endilega hafðu sam-
band við forstöðumann félagsstarfsins
Elvu í síma 6980090 eða elvab@mos.is
Skráning í Heilsa og hugur
og vatnsleikfimi
Kynningarfundur í Hlégarði
Miðvikudaginn 23. ágúst kl. 15.00
til 17.00. Íþróttanefnd FaMos verður
með kynningu á starfsemi félagsins í
vetur. Heilsa og hugur, vatnsleikfimi,
Ringó, Boccia, göngur og púttæfing-
ar. Skráning og posi á staðnum í Heilsa
og hugur og vatnsleikfimi.
lEIKFIMI FYrIr EldrI
BorGara
Alla fimmtudaga. Kennari er Karin
Mattson og eru tveir hópar.
Hópur 1 kl. 10:45 áhersla á aðeins
léttari leikfimi, hentar vel veikburða
fólki og fólki með grindur
Hópur 2 kl. 11:15 almenn leikfimi,
fyrir þá sem eru í ágætis formi.
Leikfimin er gjaldfrjáls og er liður í
því að búa í Heilsueflandi samfélagi
Mosfellsbæ. Kennt er í leikfimisalnum
á Eirhömrum, Hlaðhömrum 2. Öllum
velkomið að mæta og vonum við svo
sannarlega að fólk nýti sér leikfimina.
Ýmislegt framundan
Félagsvist alla föstudaga spiluð í
borðsal Eirhamra Hlaðhömrum 2 kl.
13:00. Allir velkomnir kostar 300 kr.
inn og fer það upp í vinninga.
Gaman saman söngur annan hvern
fimmtudag kl. 13:30 í vetur í borðsal
á Eirhömrum, Hlaðhömrum 2. Kaffi
selt ásamt meðlæti á 500 kr. eftir
skemmtun. Stjórnandi er Helgi R.
Einarsson. Byrjar 14. september
Gaman saman fyrirlestar í samvinnu
við Lágafellssókn, Þverholti 3, 3. hæð
annan hvern fimmtudag kl. 14:00.
Byrjar 21. sept.
Bingó 19. sept. Eirhömum borðsal
kl. 13:30. Spjaldið kostar 500 kr.,
flottir vinningar og allir velkomnir.
SKaPandI BraS HóPUr
Viltu vera með í skapandi og
skemmtilegum hóp? Erum að leita
að fólki sem hefur gaman af því að
hugsa út fyrir boxið og skapa eitt-
hvað skemmtilegt úr hinu og þessu,
hvort sem það er málverk úr steypu,
gipsi, bandi, lími, málningu, eða setja
saman gamla hluti og gefa þeim nýtt
líf. Það eru engin takmörk sett, við
útvegum ykkur stað og stund til að
koma saman og leika ykkur og skapa.
Allir velkomnir og kostar ekkert, þið
ráðið ykkur sjálf. Hafðu samband ef þú
vilt vera með og við söfnum í skemmti-
legan hóp og finnum tímasetningu
sem hentar flestum. Allir velkomnir.
Upplýsingar gefur forstöðumaður
félagsstarfsins Elva í síma 6980090
eða elvab@mos.is
„Okkur langaði fyrst og fremst að taka þátt
í þróa og stækka bæjarhátíðina enn frekar,“
segir Steinþór Hróar Steinþórsson, betur
þekktur sem Steindi Jr.
„Markmiðið er að bjóða upp á eitthvað
nýtt á hátíðinni og vonandi byggja ofan á
það á komandi árum,“ bæta Ásgeir Jónsson
og Einar Gunnarsson við en þremenning-
arnir standa fyrir viðburðinum Kjúllanum
sem fer fram föstudaginn 25. ágúst á bæjar-
hátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima.
Kjúllagarðurinn fram að brekkusöng
„Á Kjúllanum er eitthvað fyrir alla. Við
opnum Kjúllagarðinn kl. 15.00 á föstudag-
inn og öll dagskrá miðast svo við setningar-
athöfnina sem bæjarbúar þekkja svo vel og
brekkusönginn í Álafosskvos,“ segir Ásgeir
en á dagskrá eru matarvagnar, bar og ýmis
afþreying fyrir fullorðna og börn.
„Við verðum með geggjaða aðstöðu í
garðinum og við viljum fá bæjarbúa í stuðið
til okkar áður en haldið er í Kvosina.
Meistaraflokkarnir í handbolta henda í
borgara, það koma matarvagnar frá Götu-
bitanum, Kastalar verða með hoppukast-
ala, teygjurólu, vatnabolta og veltibílinn
verður á staðnum,“ segir Ásgeir og Steindi
bætir við: „Þeir sem eru svo í algjöru stuði
henda sér inn á Tix.is, kaupa miða og mæta
svo í partí í Hlégarði eftir brekkuna.“
Gamla góða Mósó-partíið
Aðspurðir hvaða áskoranir fylgi svona
verkefni hlæja þeir félagar. „Aðeins fleiri
en komu upp í hugann þegar við vinirnir
settumst niður yfir einum köldum snemma
í sumar,“ segir Einar.
„Við vorum ákveðnir í að henda í alvöru
partí og erum að henda upp geggjuðu
hljóðkerfi, ljósum og öllum pakkanum sem
þarf undir þetta line-up,“ segir Steindi en
ásamt honum koma fram Auðunn Blöndal,
Aron Can, Bríet og Sprite Zero Klan.
„Við viljum fá fólk á öllum aldri. Það
hefur alltaf verið einn helsti kostur Mosó
að hér þekkjast flestir og geta skemmt sér
saman. Þetta hefur verið rauður þráður í
skemmtanalífi okkar Mosfellinga um ára-
bil,“ bætir Ásgeir við.
Kjúklingabærinn
En hvaðan kemur nafnið?
„Kjúllinn hefur loðað við okkur lengi
enda handboltaliðin okkar árum saman
verið studd dyggilega af bændum hér í bæ,
frosnir kjúllar flogið inn á völlinn og fleira
skemmtilegt. Okkur fannst það bara smell-
passa,“ segja þremenningarnir og hlakka til
helgarinnar.
Nýjung Í túninu heima • Tónlistarveisla • Bæjarhátíðin stækkar • Föstudagsdagskrá
Kjúllinn KlEKst út
ÁSgeir, einar og Steindi