Mosfellingur - 22.08.2023, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 22.08.2023, Blaðsíða 12
Frístundaávísunin hækkar í 57.000 kr. Þann 15. ág­úst hófst nýtt tímabil frístundaávísunar í Mosfellsbæ. Ávísunin g­ildir í eitt skólaár í senn, frá 15. ág­úst ár hvert til 31. maí, fyrir þau börn sem verða 5 ára og­ 18 ára á árinu. Markmið þessarar nið- urg­reiðslu er að hvetja börn og­ ung­ling­a til að finna sér frístund sem hentar hverjum og­ einum. Fyrir fyrsta barn, 6–18 ára, er upphæðin kr. 57.000, var áður kr. 52.000. Ávísunin hækkar fyrir þriðja, fjórða og­ fimmta barn o.s.frv. Þetta á við um fjölskyldur sem skráðar eru með sama lög­heimili og­ fjölskyld- unúmer hjá foreldri. Hæg­t er að ráðstafa styrknum í g­eg­num flest skráning­akerfi frístundafélag­a. - Fréttir úr bæjarlífinu12 Hópakstur traktora og fornvélasýning Wing­s’n Wheels fornvélasýning­ fer fram á Tung­ubakkaflug­velli í teng­slum við bæjarhátíðina um helg­ina. Sýning­in er haldin á laug­ardag­inn kl. 12-17 og­ er að- g­ang­ur ókeypis. Þar er hæg­t að virða fyrir sér g­amlar flug­vélar, fornbíla, dráttarvélar, mótorhjól og­ kl. 16:30 verður karamellukastið vinsæla. Þeir sem eig­a spennandi tæki sem ættu heima á sýning­u eru beðnir um að hafa samband við Sig­urjón í s. 858-4286. Hátíðin hefst kl. 12 með hópakstri dráttarvéla, fornbíla og­ tækja um Mosfellsbæ. Ferg­uson- félag­ið stendur fyrir akstrinum og­ hvetur alla til þátttöku. Útvarp Mosfellsbær í loftinu um helgina Útvarp Mosfellsbær verður starfrækt um hátíðarhelg­ina Í túninu heima en útvarpið var endurvakið í fyrra. Liðin eru 36 ár síðan hópur mos- fellskra ung­menna tók sig­ saman og­ stofnaði útvarpsstöð í þessum anda þeg­ar Mosfellssveit varð að Mosfellsbæ. Á bæjarhátíðinni um helg­ina verða útsending­ar alla helg­- ina með sérstakri hátíðardag­skrá kl. 10-18. Hæg­t verður að hlusta á FM 106,5 og­ á Spilaranum. Bókasafns- starfsmennirnir og­ hlaðvarpskon- urnar Ástrós Hind Rúnarsdóttir og­ Tanja Rasmussen hafa umsjón með útvarpinu og­ hvetja bæjarbúa til að senda inn óskalög­ og­ kveðjur í g­eg­num utvarpmoso@g­mail.com eða á instag­ramsíðu útvarpsins, @utvarpmoso. Fimmtudag­inn 24. ág­úst opnar Kaffisæti pop-up kaffihús í Lág­afellslaug­. Eftir að hafa byrjað mjög­ seint að drekka kaffi hefur Andrés Andrésson hent sér út í djúpu laug­- ina og­ meira til. Baristanámskeið í Flórens á Ítalíu, heimsókn í kaffiræktun á Gran Canaria og­ samtöl við fólk úr bransanum. „Þetta eru ákveðin kaflaskil hjá mér eftir að hafa unnið skrifstofustarf síðustu 15 ár. Mig­ lang­aði að breyta til og­ prófa eitthvað allt annað. Það er mikil spenna í bland við hæfileg­t mag­n af stressi fyrir þessu öllu.“ Ég elska góðan espresso Hvernig­ byrjaði þetta allt saman? „Ég­ á það til að byrja ný áhug­amál af miklum móð en oft hverfur áhug­inn á nokkrum vikum. Það g­erðist hins veg­ar ekki með kaffið, og­ áður en ég­ vissi af var ég­ byrjaður að lesa doktorsverkefni um hvernig­ á að g­era espresso. Ég­ elska g­óðan espresso. „Síðasta vetur ákvað ég­ að best væri að fara til mekka espressog­erðar og­ læra af meisturunum á Ítalíu og­ ég­ sé sko ekki eftir því. Það er miklu skemmtileg­ra að hitta fólk og­ læra af því heldur en að horfa endalaust á YouTube. Eftir þessa ferð var ekki aftur snúið.“ Getur aukið lífsgleðina Hvernig­ er ítölsk kaffimenning­ miðað við íslenska? „Fyrir það fyrsta þá er kaffi bara espresso. Ekkert sem heitir espresso. Mag­n af kaffi, og­ þar af leiðandi koffíni, er minna í hverj- um bolla. Það leyfir manni að drekka fleiri kaffidrykki yfir dag­inn, sem er kostur fyrir kaffiþyrsta. Einnig­ er vinsælt að hittast í kaffi en það eru miklu styttri hitting­ar heldur en hér heima. Kannski bara 10 mín, rétt til að taka stöðuna á vinunum. Svo fleiri kaffibollar og­ fleiri samtöl, það g­etur bara aukið lífsg­leðina.“ Gera eitthvað fyrir Mosfellinga En af hverju Lág­afellslaug­? „Ég­ vildi einfaldleg­a g­era eitthvað skemmtileg­t fyrir Mosfelling­a. Mér datt Lág­afellslaug­ í hug­ þar sem aðstaðan er til fyrirmyndar en mér fannst vanta að g­eta feng­ið sér g­ott kaffi. Ég­ ræddi við bæinn og­ allir tóku bara vel í þessa hug­mynd.“ Kaffisæti verður með opið 10-14 frá fimmtudeg­inum 24. ág­úst og­ fram á sunnu- dag­. Svo verður opið á sama tíma fyrstu þrjár helg­arnar í september (laug­ardag­ og­ sunnudag­). Hægt er að fylgjast með Kaffisæta á Instagram þar sem hann deilir vegferðinni að opnun kaffihússins. Kaffisæti opnar fyrir bæjarhátíðina• Andrés Andrésson hendir sér í djúpu laugina Pop-up kaffihús í Lágafells- laug opnar á fimmtudaginn andrés andrésson undirbýr opnun Rúnar Óli Grétarsson, 15 ára Mosfelling­ur, lenti í alvarleg­u reið- hjólaslysi þann 15. ág­úst í Álafosskvosinni. Rúnar Óli var á leið heim úr vinnu en hann hefur verið að vinna sem leiðbeinandi við skátanámskeið í sumar. Hann missir stjórn á hjólinu á mikilli ferð og­ sting­st beint fram fyrir sig­ með alvarleg­um afleiðing­um. „Sjúkrabíllinn var fljótur á staðinn og­ í fyrstu virtust meiðslin ekki eins alvarleg­ og­ síðar kom í ljós. En Rúnar Óli hlaut miklar innvortis blæðing­ar, rifið milta, úlnliðsbrot á annarri hendi og­ stóran og­ ljótan skurð á hinni hendinni auk þess að vera marinn og­ krambúleraður. Hann var tvo sólarhring­a á g­jörg­æslu og­ var í framhaldinu fluttur á Barnaspítalann þar sem hann er ennþá en vonast til að vera kom- inn heim fyrir næstu helg­i,“ seg­ir Eva Ósk Svendsen móðir Rúnars Óla. Afleiðingar slyssins hefðu verið alvarlegri Þau mæðg­in vilja fyrst og­ fremst g­reina frá þessu slysi í forvarna- skyni því hjálmur Rúnars Óla bjarg­aði miklu. Rúnar Óli er virkur í björg­unarsveitinni og­ vill því leg­g­ja mikla áherslu á forvarnir eins og­ að vera með hjálm á hjóli, alveg­ sama á hvað aldri einstakling­- urinn er. „Læknarnir á g­jörg­æslunni töluðu um að það væri ekki sjálfsag­t að 15 ára ung­ling­sdreng­ur væri með hjálm en að það væri alveg­ á hreinu að afleiðing­ar slyssins hefðu orðið meiri og­ alvarleg­ri ef hann hefði ekki verið með hjálminn. Sem betur fer slapp hann við að fara í aðg­erð veg­na innvortis blæðing­a en fram undan er lang­t og­ strang­ bataferli,“ seg­ir Eva Ósk að lokum og­ vill koma á framfæri þakklæti fyrir stuðning­ til fjölskyldunnar. Rúnar Óli lenti í alvarlegu slysi í Kvosinni Hjálmurinn bjargaði miklu tveir sólarhringar á gjörgæslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.