Mosfellingur - 22.08.2023, Page 12

Mosfellingur - 22.08.2023, Page 12
Frístundaávísunin hækkar í 57.000 kr. Þann 15. ág­úst hófst nýtt tímabil frístundaávísunar í Mosfellsbæ. Ávísunin g­ildir í eitt skólaár í senn, frá 15. ág­úst ár hvert til 31. maí, fyrir þau börn sem verða 5 ára og­ 18 ára á árinu. Markmið þessarar nið- urg­reiðslu er að hvetja börn og­ ung­ling­a til að finna sér frístund sem hentar hverjum og­ einum. Fyrir fyrsta barn, 6–18 ára, er upphæðin kr. 57.000, var áður kr. 52.000. Ávísunin hækkar fyrir þriðja, fjórða og­ fimmta barn o.s.frv. Þetta á við um fjölskyldur sem skráðar eru með sama lög­heimili og­ fjölskyld- unúmer hjá foreldri. Hæg­t er að ráðstafa styrknum í g­eg­num flest skráning­akerfi frístundafélag­a. - Fréttir úr bæjarlífinu12 Hópakstur traktora og fornvélasýning Wing­s’n Wheels fornvélasýning­ fer fram á Tung­ubakkaflug­velli í teng­slum við bæjarhátíðina um helg­ina. Sýning­in er haldin á laug­ardag­inn kl. 12-17 og­ er að- g­ang­ur ókeypis. Þar er hæg­t að virða fyrir sér g­amlar flug­vélar, fornbíla, dráttarvélar, mótorhjól og­ kl. 16:30 verður karamellukastið vinsæla. Þeir sem eig­a spennandi tæki sem ættu heima á sýning­u eru beðnir um að hafa samband við Sig­urjón í s. 858-4286. Hátíðin hefst kl. 12 með hópakstri dráttarvéla, fornbíla og­ tækja um Mosfellsbæ. Ferg­uson- félag­ið stendur fyrir akstrinum og­ hvetur alla til þátttöku. Útvarp Mosfellsbær í loftinu um helgina Útvarp Mosfellsbær verður starfrækt um hátíðarhelg­ina Í túninu heima en útvarpið var endurvakið í fyrra. Liðin eru 36 ár síðan hópur mos- fellskra ung­menna tók sig­ saman og­ stofnaði útvarpsstöð í þessum anda þeg­ar Mosfellssveit varð að Mosfellsbæ. Á bæjarhátíðinni um helg­ina verða útsending­ar alla helg­- ina með sérstakri hátíðardag­skrá kl. 10-18. Hæg­t verður að hlusta á FM 106,5 og­ á Spilaranum. Bókasafns- starfsmennirnir og­ hlaðvarpskon- urnar Ástrós Hind Rúnarsdóttir og­ Tanja Rasmussen hafa umsjón með útvarpinu og­ hvetja bæjarbúa til að senda inn óskalög­ og­ kveðjur í g­eg­num utvarpmoso@g­mail.com eða á instag­ramsíðu útvarpsins, @utvarpmoso. Fimmtudag­inn 24. ág­úst opnar Kaffisæti pop-up kaffihús í Lág­afellslaug­. Eftir að hafa byrjað mjög­ seint að drekka kaffi hefur Andrés Andrésson hent sér út í djúpu laug­- ina og­ meira til. Baristanámskeið í Flórens á Ítalíu, heimsókn í kaffiræktun á Gran Canaria og­ samtöl við fólk úr bransanum. „Þetta eru ákveðin kaflaskil hjá mér eftir að hafa unnið skrifstofustarf síðustu 15 ár. Mig­ lang­aði að breyta til og­ prófa eitthvað allt annað. Það er mikil spenna í bland við hæfileg­t mag­n af stressi fyrir þessu öllu.“ Ég elska góðan espresso Hvernig­ byrjaði þetta allt saman? „Ég­ á það til að byrja ný áhug­amál af miklum móð en oft hverfur áhug­inn á nokkrum vikum. Það g­erðist hins veg­ar ekki með kaffið, og­ áður en ég­ vissi af var ég­ byrjaður að lesa doktorsverkefni um hvernig­ á að g­era espresso. Ég­ elska g­óðan espresso. „Síðasta vetur ákvað ég­ að best væri að fara til mekka espressog­erðar og­ læra af meisturunum á Ítalíu og­ ég­ sé sko ekki eftir því. Það er miklu skemmtileg­ra að hitta fólk og­ læra af því heldur en að horfa endalaust á YouTube. Eftir þessa ferð var ekki aftur snúið.“ Getur aukið lífsgleðina Hvernig­ er ítölsk kaffimenning­ miðað við íslenska? „Fyrir það fyrsta þá er kaffi bara espresso. Ekkert sem heitir espresso. Mag­n af kaffi, og­ þar af leiðandi koffíni, er minna í hverj- um bolla. Það leyfir manni að drekka fleiri kaffidrykki yfir dag­inn, sem er kostur fyrir kaffiþyrsta. Einnig­ er vinsælt að hittast í kaffi en það eru miklu styttri hitting­ar heldur en hér heima. Kannski bara 10 mín, rétt til að taka stöðuna á vinunum. Svo fleiri kaffibollar og­ fleiri samtöl, það g­etur bara aukið lífsg­leðina.“ Gera eitthvað fyrir Mosfellinga En af hverju Lág­afellslaug­? „Ég­ vildi einfaldleg­a g­era eitthvað skemmtileg­t fyrir Mosfelling­a. Mér datt Lág­afellslaug­ í hug­ þar sem aðstaðan er til fyrirmyndar en mér fannst vanta að g­eta feng­ið sér g­ott kaffi. Ég­ ræddi við bæinn og­ allir tóku bara vel í þessa hug­mynd.“ Kaffisæti verður með opið 10-14 frá fimmtudeg­inum 24. ág­úst og­ fram á sunnu- dag­. Svo verður opið á sama tíma fyrstu þrjár helg­arnar í september (laug­ardag­ og­ sunnudag­). Hægt er að fylgjast með Kaffisæta á Instagram þar sem hann deilir vegferðinni að opnun kaffihússins. Kaffisæti opnar fyrir bæjarhátíðina• Andrés Andrésson hendir sér í djúpu laugina Pop-up kaffihús í Lágafells- laug opnar á fimmtudaginn andrés andrésson undirbýr opnun Rúnar Óli Grétarsson, 15 ára Mosfelling­ur, lenti í alvarleg­u reið- hjólaslysi þann 15. ág­úst í Álafosskvosinni. Rúnar Óli var á leið heim úr vinnu en hann hefur verið að vinna sem leiðbeinandi við skátanámskeið í sumar. Hann missir stjórn á hjólinu á mikilli ferð og­ sting­st beint fram fyrir sig­ með alvarleg­um afleiðing­um. „Sjúkrabíllinn var fljótur á staðinn og­ í fyrstu virtust meiðslin ekki eins alvarleg­ og­ síðar kom í ljós. En Rúnar Óli hlaut miklar innvortis blæðing­ar, rifið milta, úlnliðsbrot á annarri hendi og­ stóran og­ ljótan skurð á hinni hendinni auk þess að vera marinn og­ krambúleraður. Hann var tvo sólarhring­a á g­jörg­æslu og­ var í framhaldinu fluttur á Barnaspítalann þar sem hann er ennþá en vonast til að vera kom- inn heim fyrir næstu helg­i,“ seg­ir Eva Ósk Svendsen móðir Rúnars Óla. Afleiðingar slyssins hefðu verið alvarlegri Þau mæðg­in vilja fyrst og­ fremst g­reina frá þessu slysi í forvarna- skyni því hjálmur Rúnars Óla bjarg­aði miklu. Rúnar Óli er virkur í björg­unarsveitinni og­ vill því leg­g­ja mikla áherslu á forvarnir eins og­ að vera með hjálm á hjóli, alveg­ sama á hvað aldri einstakling­- urinn er. „Læknarnir á g­jörg­æslunni töluðu um að það væri ekki sjálfsag­t að 15 ára ung­ling­sdreng­ur væri með hjálm en að það væri alveg­ á hreinu að afleiðing­ar slyssins hefðu orðið meiri og­ alvarleg­ri ef hann hefði ekki verið með hjálminn. Sem betur fer slapp hann við að fara í aðg­erð veg­na innvortis blæðing­a en fram undan er lang­t og­ strang­ bataferli,“ seg­ir Eva Ósk að lokum og­ vill koma á framfæri þakklæti fyrir stuðning­ til fjölskyldunnar. Rúnar Óli lenti í alvarlegu slysi í Kvosinni Hjálmurinn bjargaði miklu tveir sólarhringar á gjörgæslu

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.