Verzlunartíðindi - 01.12.1950, Page 6
VEFNAÐARVÖRUKAUP FRÁ SPÁNI
Árin 1934 og 1935 var vefnaðarvörukaupum Is-
lending-a í fyrsta sinni beint til Spánar. Þessi ár
máttu heita lok þess tímabils, er þorra vefnaðar-
vörukaupmanna var gert kleift að kaupa vörur
sínar beint frá útlöndum, eins og margir þeirra
höfðu gert um langt árabil. — Síðan tóku við
kreppuárin fyrir heimsstyrjöldina, þá Ameríkuvið-
skiptin og loks skipting innflutningsleyfa á ýms
lönd, sitt á hvað og nú ennþá aftur á Spán, svo sem
var fyrir 15—16 árum, eins og fyrr segir. —
Ég fór til Spánar þegar vefnaðarvörukaupum
var beint þangað í fyrra skiptið og því fýsti mig að
heimsækja fornar slóðir að nýju og dvaldi þar um
hálfsmánaðar skeið nú í október.
Ekki þarf að lýsa því hér, hve mikill skortur er
nú á vefnaðarvöru og fatnaði á íslandi. Vefnaðar-
vöruleyfin, sem gefin voru út á Spán síðla sumars,
giltu eingöngu metravöru, innrifatnað og sokka og
var kaupmönnum ljóst, að af þessum vörufl. er
skorturinn á baðmullarvöru tilfinnanlegastur. —
Þess vegna munu flestir hafa haft hug á því að
kaupa baðmullarvöru út á leyfi sín, fyrst og fremst,
en láta gerviullarvöruna heldur sitja á hakanum.
— En fljótlega kom í ljós,að ómögulegt mundi vera
að fá baðmullarvöru út á íslenzku clearingleyfin á
Spán. — Nú í haust hafa þó nokkrir íslenzkir kaup-
sýslumenn lagt leið sína til Spánar, til þess að
kaupa vefnaðarvörur. — Vafalaust hefur hver
þeirra reynt allt, sem hægt var, til þess að fá baðm-
ullarvöru. —
Þetta hefur þó ekki tekizt. — Spánverjar hafa
að vísu alveg nýlega heimilað útflutning baðmull-
arvöru til íslands í clearingviðskiptum en með
þeim afarkostum, að sama er og neitun. —
Sannleikurinn er sá, að enda þótt allar búðir séu
fullar af vörum frá Spáni, eins og raunar alls stað-
ar virðist vera nema á íslandi, þá hafa Spánverjar
allt of lítið af baðmullarvöru, enda verða þeir að
flytja allt hráefnið inn til landsins.
vinnulífsins á fyrirstríðsárunum, og verja þeim til
stórkostlegri fjárfestingarframkvæmda en dæmi
eru til um hér á landi. Hið gífurlega háa verðlag
innanlands, vöruskorturinn, sem nú ríkir, og allar
hinar svörtu hliðar hans eru þannig bein afleiðing
þeirrar stefnu í viðskiptamálunum, sem nú hefur
í megindráttum verið fylgt um nær tuttugu ára
skeið.
Svo mætti virðast, sem nú væri nóg að gert, og
einlægur vilji fyrir hendi til þess að forða þjóðinni
frá frekari afleiðingum verzlunarófrelsisins. Hin
dýrkeypta reynsla af viðskiptahömlunum ætti að
hafa sannfært þjóðina um, hvílík bölvun hlýtur af
þeim að leiða. Myndi það koma enn betur í ljós, ef
saga þeirra væri ýtarlegar rakin en gert verður í
stuttri blaðagrein. Því skal ekki neitað, að það er
hægar sagt en gert að skera fyrir öll þau mörgu
mein, sem óáreitt hafa fengið að grafa um sig í at-
vinnu- og viðskiptalífi þjóðarinnar og eiga rætur
sínar að rekja til afleiðinga verzlunarhaftanna. En
hitt er jafn víst, að fyrr eða síðar verður þjóðin
að horfast í augu við sársaukann af slíkum aðgerð-
um. Afleiðingar þess að skjóta slíku á frest geta í
bezta lagi orðið til þess að átakið verði jafn erfitt
og það þyrfti að vera í dag, hitt er þó allra líkleg-
ast, að enn lengra muni síga á ógæfuhliðina með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Slíkt eru engar
hrakspár, aðeins nauðsynlegt raunsæi, mótað af
fenginni reynslu í þessum efnum.
í þessu sambandi má geta þess, að Samband smá-
söluverzlana og framkvæmdastjórar þriggja
stærstu kaupfélaga landsins hafa með bréfi dags.
7. október beint eindregnum tillögum til rík-
isstjórnarinnar um að afnema innflutningshöft-
in og gefa innflutninginn frjálsan. Þessa myndi
ekki vera getið hér, ef um það væri að ræða að
málið snerti verzlunarstéttina öðrum fremur. Held-
ur ekki er verið að telja umræddum aðilum það
neitt til gildis, þó að þau hafi látið af því verða að
koma slíkum tillögum á framfæri. Hér er um að
ræða mál, sem snertir alla þjóðarheildina, og það
er skylda hvers og eins, sem trúir á gildi frjálsrar
verzlunar, að láta einskis ófreistað til þess að leiða
málstað hennar fram til sigurs.
Gunnar Vagnsson.
4
VERZLUNARTÍÐINDIN