Verzlunartíðindi - 01.12.1957, Blaðsíða 1
s
L / enn er árið 1957 liðið í aldanna skaut — ár hafta og erfiðleika á viðskiptasviðinu, hlýt-
ur að verða dómur íslenzkra kaupmanna. Það stoðar svo lítið, þótt hér séu ,,frílistar“
og úti í löndum séu haldnar ráðstefnur, þar sem rætt er um tollabandalög og frjáls viðskipti,
það er aðeins blákaldur raunveruleikinn sem máli skiptir á hverjum tíma, og hann á ekki alltaf
samleið með óskhyggju hinna bjartsýnu.
Það er siður flestra atvinnustétta að gera alls konar samþykktir og bera fram mótmæli, ef
á þær er hallað. Verzlunarstéttin hefur reynt að tolla í tízkunni hvað það snertir, en þeir sem
ekki eru í hópi hinna slyngu og æfðu stjórnmálamanna, heldur miklu frekar peð á taflborði
þeirra, verða venjulega að gera sér að góðu að hafa málfrelsi og prentfrelsi, til þess að bera
fram óskir sínar og kvartanir, og þar með basta.
En eru þá samtök eins og Samband smásöluverzlana einskis nýt og tómt hjóm? Nei, vissu-
lega ekki — og það enda þótt þau séu næsta áhrifalítil í pólitíkinni. Hver einasti kaupmaður
innan vébanda Sambands smásöluverzlana veit, að störf þess eru stéttinni ómetanleg, þótt flest
þeirra séu unnin í kyrrþey, án bumbusláttar og gauragangs. Hann veit, að ef hann stendur ekki
á rétti sínum, þá er gengið á lagið, ekki aðeins úr einni átt, heldur úr þeim öllum, og hann veit,
að honum er lífsnauðsyn að beita um fram allt sama vopninu og allir hinir: samtökunum.
Félagsstarfsemi á borð við Samband smásöluverzlana kostar þó mikið starf, ekki einung-
is þeirra, sem hafa af henni atvinnu, heldur og starf margra annarra, sem vissulega hafa jafn-
framt sínum eigin hnöppum að hneppa. Og þótt fyrirtæki eins og skrifstofa Sambands smá-
söluverzlana kosti talsvert fé, þá hefur hún reynst kaupmönnum hin arðvænlegasta trygg-
ingastarfsemi, aurar hafa fært þeim krónur.
Engum samtökum er þó nóg, að kjósa sér stjórn og reka skrifstofu. Það er félagsheildin
og sérhver einstaklingur, sem að baki stendur, sem er sjálft aflið til framkvæmda og dáða.
Jafnvel sterkustu fallbyssur eru gagnslausar, ef púðrið vantar.
Þess vegna vilja Verzlunartíðindin t. d. hvetja kaupmenn til þess að spara ekki að senda
blaðinu greinar eða tillögur og hverskonar ábendingar, sem erindi eiga til stéttarinnar, opin-
berra aðila eða annarra, sem blaðið sjá og lesa. Hin mikilvægasta vísbending getur komið úr
hvaða horni sem er og engum er það ljósara en ritstjórn blaðsins, að fjölbreytni er því nauð-
synleg, til þess að það verði lifandi þáttur í starfi samtakanna.
LtUTt S UXLLni
erz£(xrr<xr 1L& LnclLrt o-s.ficl Ce&en.clL
gCe^Lfeg,ra jóía og. |:arsoe,Ca ÉtoraaadL d.rs!