Verzlunartíðindi - 01.12.1957, Blaðsíða 10

Verzlunartíðindi - 01.12.1957, Blaðsíða 10
í októberblaði Danmarks Handelstidende birtist eftirfarandi grein, sem heitir vcrðíð er eUU\ Verðið á vörunum skiptir neytenduma ekki jafn miklu máli og almennt er talið. Skoðanakönnun, sem nýlega fór fram meðal neytenda í Noregi, Hol- landi, Þýzkalandi, Austurríki og ítalíu sýnir, að þeir leggja minnsta áherzlu á vöruverðiö. 1 ofan- greindum fimm löndum telja neytendurnir þýð- ingarmesta atriðið að verzlunin, sem þeir skipta við, sé nálægt heimilinu, í öðru lagi að þjónustan sé góð. Því næst kemur möguleikinn á gjaldfresti, þá vöruúrvalið og vörugæðin og loks vöruverðið. Þetta er þeim mun merkilegra þegar svo virðist, sem baráttan standi víðast hvar einmitt um verð vörunnar, sagði O. Rydeng, deildarstjóri Fram- leiðniráðs Evrópu í París, í fyrirlestri er hann flutti í ,,Börsen“ (Kaupmannahöfn), á vegum stórkaupmannafélagsins. O. Rydeng, sem ráðinn hefur verið forstjóri dönsku iðnaðarmálastofnunarinnar frá 1. janúar, ræddi einkum hlutverk og vandamál heildsöl- unnar og varpaði fram þessari spurningu: „Leggur heildsöluverzlunin í nógu mikinn sölukostnað til þess að tryggja söluna á vaxandi framleiðslu?" — Það vekur máske furðu, sagði hann, að ég skuli spyrja svona, þar sem yfirleitt er álitið að dreifingarkostnaður hái vaxandi velmegun al- mennings. Samt sem áður er það staðreynd, að sölukostnaðurinn er einmitt hæstur í þeim lönd- um þar sem velmegun er mest. Hjá þjóðum sem teljast skammt á veg komnar liggur dreifingar- kostnaður einkum í flutningsgjöldum, vörubirgð- um og nauðsynlegustu umbúðum, en í Bandaríkj- unum og Evrópu aðallega í auglýsingum, sölulaun- um, útstillingum og greiðslufresti. Þessi atriði örfa framleiðsluna og gera hana um leið ódýrari, svo það sem eytt er í sölukostnað hefur þannig bein áhrif til frekari lækkunar á framleiðslukostnað- inum. Sölukostnaðurinn mun verða stærri og stærri hluti hins eiginlega vöruverðs, um leið og það verð- ur lægra! — ekki í krónum og aurum, heldur í vinnuframlagi, og þetta er í raun og veru hinn rétti mælikvarði um samanburð á vöruverði. Þegar fram líða stundir verður engum erfiðleikum bund- ið að framleiða vörurnar — vandamálið verður sálan á risaframleiðslu framtíðarinnar. Þess vegna verður að leggja meira og meira kapp á að örfa neytendurna til þess að kaupa framleiðsi- una, og það mun kosta mikið fé. Það hillir undir þá tíma, að við náum vöruverði, sem verður fram- leiðslukostnaður að einum fimmta hluta og sölu- kostnaður að fjórum fimmtu hlutum, en þá stefnir að heilbrigðri þróun, ef vöruverð fer lækkandi mið- að við vinnuframlag. Það hefur úrslitaþýðingu fyr- ir neytandann, að hann geti keypt meiri og meiri vörur fyrir kaup sitt. Meðal þjóða, sem skammt eru á veg komnar hefur enn ekki tekist að fullnægja hinu bráðnauð- synlegasta: fæði, klæði og húsnæði. Við höfum hins vegar nægan kaupmátt og hlutverk verzlun- arinnar er að hvetja neytandann til kaupa og leið- beina honum í vali hans. Hinir þrír aðilar viðskiptalífsins, framleiðendur, heildsalar og kaupmenn verða að sameinast um þetta hlutverk. Ég held að samhliða samstarf þeirra í viðskiptum við neytandann verði stöðugt traustara. Hinir raunverulegu keppinautar. Á samkeppnissviðinu hefur alltaf verið talið — og er raunar enn, — að þeir sem reka viðskipti sömu greinar séu keppinautar. Þetta er skoðun, sem verður að uppræta. Hinir raunverulegu keppi- nautar framtíðarinnar eru allar hinar greinar at- vinnulífsins, sem hver um sig leitast við að ná við- skiptum neytandans. Ferðaskrifstofan og viðtækja- salinn munu verða erfiðustu keppinautar vefnaðar- vörukaupmannsins. Þetta er þraut, sem ekki verð- ur á færi neins einstaklings að leysa. Hún krefst náinnar samvinnu allra framleiðenda, heildsala og kaupmanna innan hverrar vörugreinar, sagði Rydeng forstjóri, sem auk þess ræddi frekar sér- greiningu innan heildsölunnar. Tvær stefnur eru uppi. önnur er fylgjandi sér- greiningu, hin alhliða þjónustu hvers heildsölu- fyrirtækis við kaupmanninn. Framleiðendurnir verða að vera öryggir um, að heildsalarnir sýni verulegan sölu-dugnað, og þess vegna spretta upp margar sérgreindar heildverzlanir. Hins vegar eru ýmsar heildverzlanir, sem leitast við að útvega kaupmönnum sínum allt sem þeir þarfnast. Þetta 58 VERZLUNARTÍÐINDIN

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.