Verzlunartíðindi - 01.12.1957, Blaðsíða 7

Verzlunartíðindi - 01.12.1957, Blaðsíða 7
Hinn pólitíski einstefnuakstur Þegar eplainnflutningur var frjáls, 1954 og 1955, flutti SÍS inn I 3,3°|0 af heild- arinnflutningi til landsins. í ár eru jólaeplin skömmtuð. Innflutningsleyfi voru veitt í október og þá hlaut SÍS 30°|o af heildarinnflutningi. Reykingar og annar ósiður við afgreiðslu Engan skyldi undra, þótt oft sé fundið að fram- komu verzlunarfólks og að dagblöðin í Reykjavík birti oft kvartanir frá fólki, „sem ekki gat lengur orða bundizt og varð að taka sér penna í hönd“. Með daglegu starfi sínu er verzlunarfólk í nán- ari tengslum við almenning en flestir aðrir, og sölufólkið verður að gera hinum ólíkustu mönnum til hæfis og taka tillit til hinna fjarskyldustu óska, svo gagnrýnin er óviða hvassari. 1 sölubúðinni eru mjög hreinar línur um það, hvor er húsbóndi og hvor þjónn, neytandinn eða afgreiðslumaðurinn. Starf og framkoma verzlunarmannsins er undir stöðugri smásjá. Það vita allir, að sölustarfið er misjafnlega af hendi leyst og í Reykjavík er stór hópur kaup- manna og verzlunarmanna sem gerir sér allt far um að inna af hendi fyrsta flokks þjónustu. En hér skal nú drepið á nokkur atriði, sem við- skiptamenn hafa daglega fyrir augum hér í höfuð- borginni — einhvers staðar. Reykingar við afgreiðslu verða að teljast eitt- hvert alvarlegasta brot á sjálfsagðri háttvísi af- greiðslumanns í sölubúð. Þær nálgast að vera hrein móðgun við viðskiptamenn, jafnvel þó sígarettan sé í skyndi lögð á borðið eða hilluna á meðan af- greitt er. Jórtrið fer ákaflega í taugarnar á mörgu fólki og satt er það, að tali ég við jórtrandi afgreiðslu- stúlku, því venjulegast eru það þær sem jórtra, þá finnst mér hún helzt ekki mega vera að því að tala og ég hef því viðdvölina sem styzta í þeirri búð. Ég hef það fyrir sið að bjóða „góðan dag“, þegar ég kem inn í verzlun. Venjulega er tekið undir, en sumt afgreiðslufólk glápir þá aðeins, rétt eins og það skynji ekkert. Ég á bágt með að treysta slíku afgreiðslufólki, t. d. um vöruval eða aðrar leiðbeiningar. Mér finnst það vera sljótt. Þá er það vandamál blessaðra stúlknanna með „krullupinnana“. Það er ekki skemmtilegt að ganga inn í fallega búð og finnast svo vera kominn í baðherbergi eða svefnherbergi. En ég veit að þetta er erfitt fyrir stúlkurnar. Þær þurfa að hafa „pinnana“ nokkuð lengi í hárinu og lausnin hlýtur að vera sú, að hafa snyrtilegan skýluklút sem hyl- ur alla pinnana, ef nauðsynlega þarf að setja þá i hárið áður en búð er lokað. Það er auðvitað einkamál verzlunareigandans, hve mikið starfsfólk hans notar símann til eigin þarfa, þó verzlunin geti auðvitað tapað margri fyrirspurninni, ef síminn er lengi á tali, en það má aldrei ske, að viðskiptavinur bíði eftir afgreiðsiu á meðan sölumaður skeggræðir við kunningjana. Loks vil ég benda kaupmönnum á það, að ef ekki er gefin nóta með þeirri vöru sem seld er, og ekki er lagt saman á vél og afhentur renningur, ef um fleiri en eina upphæð er að ræða, að fyrir- skipa afgreiðslufólki þá að leggja saman á um- búðapappírinn, svo kaupandinn geti fylgzt með, hvort rétt sé reiknað, jafnvel eftir að heim kemur. Þetta skapar öryggi og gagnkvæmt traust. Þrátt fyrir þessar aðfinnslur mínar er ég þess fullviss, að flest afgreiðslufólk í Reykjavík er kurteist og leysir starf sitt prýðilega af hendi, en það er alltaf mest áberandi, sem miður fer, og þessa galla, sem ég hef talið upp hér, er alla hægt að lagfæra, — margt af ósiðunum er hreint hugs- unarleysi. I Reykjavík er meira að segja margt alveg frábært afgreiðslufólk, í matvöruverzlunum, vefn- aðarvöruverzlunum og öllum öðrum greinum; þó held ég að enginn taki fram tveimur afgreiðslu- mönnum, sem ég skipti stundum við hér í bæn- um. Annar er í járnvöruverzlun en hinn í fiskbúð. Neytandi. VRRZLUNARTÍÐINDIN 55

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.