Verzlunartíðindi - 01.12.1957, Blaðsíða 9

Verzlunartíðindi - 01.12.1957, Blaðsíða 9
ísskápa (Kelvinator) fyrir hærri upphæð heldur en hjólbarða. Við skoðuðum nokkrar verzlanir sem þeir eiga eða leigja út, en þeir leggja meiri áherzlu á að leigja kaupmönnum verzlanirnar heldur en að eiga þær sjálfir. Venjulega er leigan ca. 3% af brúttósölu. National Cash Register Co., Dayton, Ohio er, eins og sennilega allir kaupmenn vita, fyrir- tæki, sem framleiðir peningakassa. Fyrirtæki þetta hefur haft þann sið að halda sjálfstæða fyrir- lestra um smásölu fyrir þá útlendinga, sem huga hafa á að kynnast bandarískri verzlun og er það hiuti af þjónustu þeirra við viðskiptavini. Auk fyrirlestranna fórum við allmikið í verzlunarheim- sóknir þann tima, sem við vorum í Dayton. Okkur var bent á að 90% af verzluninni fer fram á 12 tímum vikunnar í U.S.A.: á kvöldin og á laugar- dögum. Yfirleitt eru búðir opnar frá 9—9 hvern virkan dag, en sums staðar er búðum aldrei lokað. Síðast iiðið ár seldu „afsláttarhúsin“ fyrir 25 mill- jarða dollara, en vöruhúsin fyrir 9 milljarða. 1960 er gert ráð fyrir að ,,Super-Markets“ muni selja 80% af allri matvöru U.S.A. Red & White Corporation er sjálfboða-keðja margra heildsala og smásala. Aðalstöðvar samtakanna eru í Chicago, 111., þar sem okkur var í fáum orðum sagt frá starfsemi þessari, en fyrirtækið er nú starfandi í flestum fylkjum Bandaríkjanna. Eftir að hafa verið í Chicago vorum við send sitt í hverja áttina, ég var sendur til Red & White heildsala í Greensburg, Pa. og var þar rúma viku og kynnti mér störf verzlunarráðunauta fyrirtæk- isins, en þau voru fólgin í því að ferðast á milli kaupmanna og vinna fyrir þá. Hver kaupmaður fær heimsókn einu sinni í viku og hver ráðunautur átti að heimsækja 25 kaupmenn. Aðallega var vinnan fólgin í því að kynna nýjar vörutegundir, athuga uppstillingu í búðinni og ræða við kaupmanninn um erfiðleika hans. Sumir voru í starfsmannaerfiðleikum (ráðu- nauturinn talaði við umsækjendur ásamt kaup- manninum), sumir voru að endurbyggja eða fá sér nýtt húsnæði, bæta við verzlunina o. s. frv. Það var alltaf eitthvað, sem athuga þurfti og var mér þetta góður skóli. Ráðunauturinn sá um aug- lýsingar fyrir kaupmennina, en þeir auglýstu einu sinni í viku, allir sameiginlega. Frá heildsalanum fá kaupmennirnir vörur vikulega, en heildsalinn gefur út innkaupaskrá, sem kaupmennirnir fylla út eftir þörfum. Skráin segir til um verðið á vör- unni, svo allt er útreiknað þegar varan kemur og stór hluti hennar verðmerktur frá heildsala að auki. Þannig eru allir þessir kaupmenn með sama verðið á sama tíma. Heildsalinn leggur á vöruna 6% og fær ráðunauturinn 1% í laun af innkaup- um þeim, sem kaupmenn hans gera hjá heild- salanum. í Washington D. C. vorum við í tæpa viku og kynntum okkur ýmis- legt í sambandi við landið í heild, heimsóttum t. d. þingið o. s. frv. Skýrsla um ferðina, gerð af þátttakendum sjálfum, var lögð fram og rædd, en því næst var haldið tii New York, þaðan sem hver fór til síns heima. Um leið og ég lýk máli mínu, vil ég nota tæki- færið og þakka öllum þeim, er gerðu mér kleift að fara þessar ferðir og þó sérstaklega Sambandi smásöluverzlana og Iðnaðarmálastofnun Islands. <o> Breyting ó greiðslushilmálom Félaðs íslenzhra stórhaupmanna. Sambandi smásöluverzlana barst þann 12. nóv- ember svo hljóðandi bréf frá Félagi ísl. stórkaup- manna: „Hérmeð tilkynnist að sú samþykkt hefur verið gerð í félagi voru, að félagsmönnum sé í sjálfsvald sett, hvort þeir reikni vexti og stimpilkostnað af víxlum skv. 3. gr. greiðsluskilmála félagsins. Að öðru leyti eru greiðsluskilmálarnir óbreyttir frá því sem áður var.“ <o> Útgefandi: Samband smásöluverzlana Laugavegi 22. — Sími 19390. Ritstjórn og ábyrgðarmenn: Lárus Pjetursson, Lárus Bl. Guðmundsson Herbertsprent VERZLUNARTÍÐINDIN 57

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.