Verzlunartíðindi - 01.12.1957, Blaðsíða 6

Verzlunartíðindi - 01.12.1957, Blaðsíða 6
Verzlunarskólasetrið í Neuwied Árið 1936 stofnsettu matvælagreinar hinnar þýzku smásöluverzlunar skóla eða fræðsluhús í Neuwied í Vestur-Þýzkalandi (Das Haus des deutschen Lebensmittelhandels), þar sem bókleg og verkleg kennsla í afgreiðslustörfum fer fram, ýmist í reglulegum skóla eða á námskeiðum. Skóli þessi er talinn fyrirmynd annarra líkra stofnana í Þýzkalandi. Þangað sækja fræðslu kaupmenn og starfsfólk smásölunnar og heildsöl- unnar, ekki eingöngu frá Þýzkalandi, heldur koma einnig hópar allra þessara starfsflokka erlendis frá, svo sem Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Luxemburg, Sviss, Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og víðar að, ýmist til þess að taka þátt í námskeiðum eða til þess að kynnast hinu frábæra fyrirkomulagi byggingar og fræðslu. Kennsluhættir eru byggðir á vísindalegri athug- un og ná yfir flest það, sem snertir matvæladreif- ingu, beint eða óbeint, auk venjulegs starfs við sjálfa sölubúðina. Má þar til nefna nákvæma vöru- greiningu með tilliti til heilbrigði og hollustu mat- væla og sálfræðilegar athuganir um samband neyt- andans við verzlunina, þar sem lögð er áherzla á að virða heilbrigt sjónarmið og kröfur viðskipta- vinanna. 1 stuttu máli sagt: verzlunarstarfið er krufið til mergjar. Sem eitt dæmi um fjölbreytni skólans má geta þess, að þar er stórt eldhús, þar sem nemendum er m. a. kennd meðhöndlun á kjöti, fuglum og fiski til afhendingar og sölu í verzlun. Auk fastra kennara flytja þarna tíðum fyrir- lestra ýmsir forvígismenn kaupsýslustéttarinnar, jafnt úr hópi heildsala og iðnrekenda sem kaup- manna. Ennfremur fulltrúar úr samtökum neyt- enda og embættismenn frá stjórnardeildum sam- bandsríkisins þýzka. Skólasetrið í Neuwied er margar byggingar, sem eru skemmtilega staðsettar á skólalóðinni. Þar er heimavist fyrir 165 nemendur en auk þess búa 30 í leiguhúsi rétt hjá. Að loknu námi hefur fjöldi nemenda áfram náið samband við skólann og margir taka þátt í frek- ari námskeiðum, því hann býður jafnan upp á allt hið nýjasta og fullkomnasta, sem fram kemur á verzlunarsviðinu á hverjum tíma. Höfuð markmið skólans er að þjálfa menn í fullkomlega hagnýtum verzlunarrekstri með fyrirmyndar þjónustu við neytendur. Blöð og tímarit fyrir kaupmenn. Skrifstofu Sambands smásöluverzlana berast að staðaldri ýmis erlend blöð og tímarit, sem veita kaupmönnum margar gagnlegar upplýsingar og hugmyndir, svo sem um erlend útflutningsfyrir- tæki, gluggaútstillingar, innréttingu verzlana, skipulag þeirra og rekstur. Blöð þessi liggja frammi fyrir félagsmenn í fundarsal S. S. og koma nokkur þeirra í mörgum eintökum, sem félagar geta tekið með sér. Hér eru nokkur talin upp: Danmarks Handels Tidende, málgagn danskra kaupmanna. Köpmannen, málgagn sænskra kaupmanna. Göteborgs-Köpmannen. Yi Kjöpmenn, málgagn norskra kaupmanna. Nargus Bulletin, amerískt. Business Week, amerískt. Progressive Grocer, amerískt. Edeka Rundschau, vestur-þýzkt. Neuwieder Hefte, vestur-þýzkt. Textil-Wirtschaft, vestur-þýzkt. Lebensmittel-Zeitung, vestur-þýzkt. Textil, vestur-þýzkt, þýzkur og enskur texti. Export Markt, vestur-þýzkt, þýzk og ensk útgáfa. The German Ind. Echo, vestur-þýzkt, ensk útgáfa. Úbersee Post, vestur-þýzkt, þýzk og ensk útgáfa. Deutschlands Export Handel, vestur-þýzkt, þýsk og sænsk útgáfa. Atlanta Post, vestur-þýzkt, ensk útgáfa. Export Anzeiger, vestur-þýzkt, þýzk og ensk útgáfa. The National Chamber of Trade Journal, mál- gagn enskra kaupmanna. Rit og skýrslur E.P.A. í París á ensku. Ýmsar adressubækur. Úrklippur úr ísl. blöðum allt frá 1950, er varða verzlun á einhvern hátt. <o> 54 VERZLUNARTÍÐINDIN

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.