Verzlunartíðindi - 01.12.1957, Blaðsíða 8

Verzlunartíðindi - 01.12.1957, Blaðsíða 8
Valdimar Ólafsson verzlunarráðunautur: Á FERÐ í (Niðurlag). Nýjasta fyrirbærið í verzluninni vestan hafs eru „afsláttarhúsin“ (discount houses) svokölluðu. Þessi tegund verzlunar byrjaði 1947 og stendur nú með blóma. Að vísu veltur á ýmsu, en sala þeirra hefur aukizt jafnt og þétt. Viðskiptin sem þessi fyrirtæki reka byggjast á litlum tilkostnaði. Allt er eins ódýrt og frekast er unnt, léleg húsa- kynni og engin þjónusta, aðal áherzlan er lögð á að ekkert sé gert nema það allra nauðsynlegasta, þjónusta kostar peninga. Mikil áherzla er lögð á að greiða sölufólki prósentur af sölu. Fatakaupmaður einn, sem við töluðum við, sagðist engin föst laun borga, bara prósentur, og ef hann lagði mikla áherzlu á að losa sig við einhverja ákveðna vöru, þá kom hann á nokkurs konar keppni, sölumaðurinn fær sér- stakar prósentur fyrir söluna á þessum hlut. 1955 voru 24.700 ,,Super-Markets“ í Bandaríkj- unum, sem seldu fyrir 23,5 milljarða dollara. „Superrettes" búðir voru 375.000 og seldu fyrir 10.4 milljarða dollara, smærri matvöruverzlanir voru 252.500 og seldu fyrir 5,5 milljarða dollara eða 32% af sölu Super-Markets. Ástæðan fyrir velgengni „Super-Markets“ er fyrst og fremst verð- ið og að fjöldaframleiðslu er fjöldadreifing nauð- synleg, slík sem „Super-Market“ gefur kost á. Sjálfsafgreiðslufyrirkomulagið byrjaði á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar, vegna skorts á sölu- fólki. Fyrstu „Super-Markets“ voru opnaðir 1932, á kreppuárunum. Það voru heildsalar, sem stofnuðu sjálfboða- keðjurnar í U.S.A., en ekki kaupmenn eins og í Evrópu. Bandaríkjamenn álíta gluggaútstillingu mjög hæpna, hún kostar of mikla vinnu, og stilla búð- inni sjálfri út í gluggann; gluggar stela dýrmætu söluplássi (hillum). Aftur á móti leggja þeir áherzlu á að „skreyta" gluggana með auglýsinga- skiltum og samkvæmt rannsókn þar vestra kom í ljós, að blaðaauglýsingar og slíkar gluggaskreyting- ar eru beztu auglýsingarnar. Sameiginlegar innkaupastofnanir eru mjög al- gengar vestra. Eru þær reknar sameiginlega af mörgum smásölum, með litlum tilkostnaði og þjón- AMERIKU ustu. Fyrirtæki þessi voru aðallega stofnuð af ein- stökum kaupmönnum sem svar við samkeppninni, sem stóru keðjufyrirtækin veittu, og reyndist mjög áhrifaríkt. Keðjufyrirtækin svöruðu með því að kaupa framleiðslufyrirtæki, en það reyndist ekki heppilegt. Það var heildsalinn, sem tapaði í þess- ari baráttu og fyrir 25 árum heyrðust háar radd- ir um að þeir væru tilgangslausir og gáfust marg- ir þeirra þá upp. Þeir, sem eftir þraukuðu, hafa síðan sannað og tryggt tilverurétt sinn með ýmsu móti, t. d. með lánum og þjónustu og fleiru, sem þeir láta nú smásöiuverzlunum í té. Samvinnufélög hafa aldrei orðið þýðingarmikil fyrirtæki í U.S.A. Þetta er í fáum orðum það helzta, sem við feng- um að heyra og sjá hjá New York University. Nokkrum sinnum fórum við svo á þessu tímabili í verzlanir í sambandi við fyrirlestrana. Trundle Consultants, Inc., er ráðunautaskrifstofa í Cleveland, Ohio. Þá daga, sem við vorum í Cleveland fengum við inn- sýn í störf verzlunarráðunauta í U.S.A. Flest fyrir- tæki í Bandarikjunum hafa í þjónustu sinni mann eða menn, sem vinna að rannsóknum á ýmsum sviðum verzlunarinnar og eru þeir kallaðir „Super- visers“ eða ráðunautar. Stóru keðjufyrirtækin hafa sína eigin menn, en einstakir kaupmenn gera samninga við fyrirtæki eins og Trundle Consultants um þjónustu verzlunarráðunauta. Þarna fengum við lýsingu á helztu viðfangsefnum þessara manna, sem ekki eru ólík viðfangsefnum starfsfélaga þeirra í Evrópu. The B. F. Goodrich Co., er eins og margir munu kannast við, eitt stærsta fyrirtækið í heiminum, sem framleiðir gúmmíhjól- barða á bifreiðir. Okkur þótti þess vegna skrýtið að vera sendir þangað, en fljótlega kom á daginn að þar var margt að læra. Það er ekki nóg að framleiða, við verðum að selja, og það gera þeir. Auk þess að selja hjólbarða á benzínstöðum hefur fyrirtækið opnað verzlanir út um öll fylki Banda- ríkjanna. 1 upphafi voru það einungis hjólbarðarn- ir, sem þeir seldu, en til að fá fólk inn í búðir sínar hafa þeir bætt við vörutegundum jafnt og þétt, t. d. er nú svo komið að síðast liðið ár seldu þeir 56 VERZLUNARTÍÐINDIN

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.