Austurland - 26.04.2018, Qupperneq 6
6 26. apríl 2018
FLJÓTSDALSHÉRAÐ:
Bæjarfulltrúarnir Stefán Bogi
Sveinsson og Gunnhildur Ingv-
arsdóttir skipa tvö efstu sæti
framboðslista Framsóknarflokksins á
Fljótsdalshéraði fyrir sveitarstjórnar-
kosningarnar í vor en þriðja sætið skip-
ar Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi,
ráðunautur og formaður Félags sauð-
fjárbænda á Héraði og Fjörðum.
Flokkurinn hefur í dag þrjá full-
trúa í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs en
situr í minnihluta.
Listann skipa alls 8 konur og 10
karlar, en þegar horft er til efstu 8
sætanna skipa þau 5 konur og 3 karl-
ar. Meðalaldur frambjóðenda er 44 ár
en tæplega 63 árum munar á yngsta
frambjóðanda, Aðalheiði Björtu sem
skipar fjórða sæti, og Guðmundi Þor-
leifssyni sem vermir heiðurssæti list-
ans, það átjánda. Aðalheiður og Guð-
mundur voru bæði í framboði fyrir
síðustu kosningar einnig og tóku bæði
sæti á bæjarstjórnarfundum á kjör-
tímabilinu í forföllum aðalmanna, að
því er fram kemur í tilkynningu.
Oddviti listans, Stefán Bogi segist
vera mjög sáttur við hvernig listinn er
saman settur og líka hvernig gekk að
ná honum saman. „Á honum er fólk
með reynslu en einnig nýliðar sem
hafa gefið kost á sér og komið með
nýjar og góðar hugmyndir inn í mál-
efnavinnuna. Margt yngra fólk og líka
margar konur í áberandi sætum og
því ber að fagna. Þetta eru hópar sem
talað hefur verið um að sé erfiðara að
fá til starfa í sveitarstjórnarmálin, en
því er ekki að heilsa hjá okkur.“
Eftirtaldir skipa framboðslista
Framsóknar á Fljótsdalshéraði:
Framboðslisti Framsóknar og óháðra
FJARÐABYGGÐ:
Bæjarfulltrúarnir Jón Björn
Hákonarson, Pálína Mar-
geirsdóttir og Hulda Sigrún
Guðmundsdóttir skipa efstu sæti lista
Framsóknarflokks og óháðra í Fjarða-
byggð.
Jón Björn Hákonarson, oddviti
listans og ritari Framsóknarflokksins,
segir í tilkynningu vera afar þakklátur
og stoltur af því að fá að leiða listann
til kosninga í sameinuðu sveitarfélagi.
„Mér er efst í huga þakklæti fyrir
það traust sem mér er sýnt að fá að
leiða lista frambjóðenda Framsóknar
og óháðra í komandi sveitarstjórnar-
kosningum í okkar góða sveitarfélagi.
Styrkleikar Fjarðabyggðar eru
fjölbreytileiki sveitarfélagsins á öll-
um sviðum, sterkt atvinnulíf og fjöl-
skylduvænt samfélag sem við þurfum
að hlúa að og efla enn frekar.
Þá er ég mjög ánægður með að á
listanum sitja frambjóðendur úr öll-
um sjö byggðarkjörnum Fjarðabyggð-
ar með fjölbreytta reynslu sem vilja
leggja hönd á plóg og vinna að því að
gera gott samfélag enn betra“.
Flokkurinn fékk þrjá fulltrúa
kjörna í síðustu kosningum.
Eftirtaldin skipa framboðslista
Framsóknar og óháðra í Fjarðabyggð:
1. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjar-
stjórnar, Neskaupstað.
2. Pálína Margeirsdóttir, bæjarfulltrúi og
ritari hjá HSA, Reyðarfirði.
3. Hulda Sigrún Guðmundsdóttir,
bæjarfulltrúi og ritari, Fáskrúðsfirði.
4. Jón Kristinn Arngrímsson, matráður,
Reyðarfirði.
5. Ívar Dan Arnarson, vélstjóri, Reyðarfirði.
6. Ingólfur Finnsson, bifvélavirki, Breið-
dalsvík.
7. Aðalbjörg Guðbrandsdóttir, húsmóð-
ir, Eskifirði.
8. Bjarni Stefán Vilhjálmsson, verkstjóri,
Stöðvarfirði.
9. Elva Bára Indriðadóttir, leiðbeinandi,
Breiðdalsvík.
10. Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi,
Mjóafirði.
11. Guðfinna Erlín Stefánsdóttir, for-
stöðumaður, Fáskrúðsfirði.
12. Bjarki Ingason, framleiðslustarfs-
maður og nemi, Neskaupstað.
13. Gunnlaugur Ingólfsson, bóndi,
Breiðdalsvík.
14. Elsa Guðjónsdóttir, sundlaugarvörð-
ur, Fáskrúðsfirði.
15. Þórhallur Árnason, varðstjóri, Eskifirði.
16. Svanhvít Aradóttir, þroskaþjálfi,
Neskaupstað.
17. Sævar Arngrímsson, skipuleggjandi
viðhalds, Eskifirði.
18. B. Guðmundur Bjarnason, verkstjóri,
Reyðarfirði
1. Stefán Bogi Sveinsson, 37 ára, lögfræðingur og bæjarfulltrúi
2. Gunnhildur Ingvarsdóttir, 65 ára, fjármálastjóri og bæjarfulltrúi
3. Guðfinna Harpa Árnadóttir, 36 ára, bóndi og ráðunautur
4. Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, 23 ára, búfræðingur og varabæjarfulltrúi
5. Benedikt Hlíðar Stefánsson, 44 ára, vélatæknifræðingur
6. Jónína Brynjólfsdóttir, 38 ára, verkefnastjóri
7. Alda Ósk Harðardóttir, 36 ára, snyrtifræðimeistari
8. Einar Tómas Björnsson, 26 ára, framleiðslustarfsmaður
9. Jón Björgvin Vernharðsson, 37 ára, bóndi og verktaki
10. Ásgrímur Ásgrímsson, 51 árs, öryggisstjóri
11. Guðrún Ásta Friðbertsdóttir, 32 ára, leikskólakennari
12. Björn Hallur Gunnarsson, 48 ára, verktaki
13. Valgeir Sveinn Eyþórsson, 23 ára, nemi
14. Ásdís Helga Bjarnadóttir, 49 ára, verkefnastjóri
15. Guðmundur Björnsson Hafþórsson, 42 ára, málarameistari og sölumaður
16. Magnús Karlsson, 65 ára, bóndi
17. Sólrún Hauksdóttir, 58 ára, ofuramma og bóndi
18. Guðmundur Þorleifsson, 86 ára, heldri borgari
Gengið hefur verið frá ráðn-
ingu Christoph Merschbrock
sem verkefnastjóra Háskóla-
seturs Austfjarða. Christoph kemur til
starfa 1. ágúst næstkomandi.
Christoph er fæddur í Þýskalandi
og lauk Dipl.-Ing. í byggingartækni-
fræði frá Hochschule Ostwestfalen-
Lippe þar í landi og meistaragráðu í
byggingaverkfræði frá Háskólanum í
Reykjavík. Auk þess hefur hann lokið
doktorsgráðu í upplýsingakerfum frá
Háskólanum í Agder í Noregi.
Christoph er lektor hjá Háskólanum
í Jönköping í Svíþjóð en þar áður var
hann lektor hjá Oslo and Akershus Uni-
versity College. Christoph hefur starfað
sem tæknimaður og verkefnastjóri hjá
Ístaki á árunum 2005-2010.
Auk þess að hafa reynslu frá há-
skólaumhverfinu í Noregi og Svíþjóð
þá hefur hann stundað nám á Íslandi
og í Þýskalandi. Samhliða starfi sínu
sem verkefnastjóri Háskólaseturs
Austfjarða mun Christoph sinna
rannsóknarstörfum og kennslu við
Jönköping háskólann í Svíþjóð.
Samkvæmt auglýsingu er verk-
efnastjóranum ætlað að greina þörf á há-
skólasetri á Austurlandi og leiða mótun
framtíðarsýnar fyrir svæðisbundna há-
skólamenntun. Verkefnastjórinn annast
einnig einnig daglegan rekstur á verkefn-
um vegna uppbyggingar háskólasetursins.
„Christoph hefur mjög góða
menntun sem nýtist einkar vel í starfinu
ásamt því að hafa þekkingu og reynslu af
evrópsku háskólaumhverfi. Þá er reynsla
og þekking hans af kennslu, fræði- og
rannsóknarstörfum mikilvæg verkefn-
inu ásamt þeirri reynslu sem Christoph
hefur af verkefnastjórnun. Fyrir hönd
stýrihópsins bíð ég Christoph hjartan-
lega velkominn til starfa við að koma
háskólasetri Austfirðinga á fót,“ segir
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjar-
stjóri Fjarðabyggðar í tilkynningu.
Verkefnastjóri
Háskólaseturs ráðinn
Eitthvað nýtt, geymdu bílinn frítt !
TAKTU FORSKOT Á
SÆLUNA!
Ertu á leið í morgunflug? Forðastu himinhá geymslugjöld á bílnum! Svefninn
er dýrmætur. Byrjaðu fríið degi fyrr og gistu á Base kvöldið fyrir flug. Sofðu
lengur, geymdu bílinn frítt og fáðu skutl á völlinn, tekur 5 mín.
Þetta er tilboð, bara fyrir snillinga !
Á Base er alltaf Happy Hour á barnum, og Gæðakaffi á könnunni. Það er bara basic!
Njóttu notalegrar stemningar og skoðaðu eitt flottasta nýlistasafn Íslands í leiðinni.
ALLT INNIFALIÐ: Frá 6900 í eigið herbergi.
Morgunverður Frá Basic Double til Comfort Suite.
Skutla á flugvöllinn og til baka Hafðu samband í tölvupóst eða síma til að
Geymsla á bíl bóka: basehotel@basehotel.is/ 519 1300