Austurland - 26.04.2018, Qupperneq 9
9 26. apríl 2018
Steinar Ingi Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri rekstrar-
félags Hattar á Egilsstöðum,
skipar 1. sæti á lista Samtaka félags-
hyggjufólks á Fljótsdalshéraði – Hér-
aðslista í komandi sveitarstjórnar-
kosningum. Steinar segir ungu fólki
vel treystandi til að standa í brúnni.
Mikil endurnýjun er á listan-
um sem kynntur var í vikunni. Auk
Steinars eru þar tíu nýliðar á sviði
sveitarstjórnarmála og sérstaka athygli
vekur fjöldi ungs fólks. Það liggur því
beinast við að spyrja Steinar Inga, sem
er 35 ára gamall, hvort hann sé reiðu-
búinn að axla þá ábyrgð sem því fylgir
að leiða og stýra heilu sveitarfélagi.
„Heldur betur! Það er kominn
tími til þess að ungt fólk láti til sín
taka í auknum mæli í sveitarstjórnar-
málum hér á Héraði. Það er mikil að-
sókn af ungu fjölskyldufólki í sveitar-
félagið, sem er virkilega jákvætt, og
mig langar að þròa og betrumbæta
sveitarfèlagið enn frekar. Ég er með
gríðarlega góðan hóp með mér sem
hefur víðtæka reynslu hvaðanæva
að úr samfélaginu. Málefnavinnan
hefur gengið mjög vel og er ég mjög
spenntur að fylgja þeim góðu mál-
um eftir sem við höfum á stefnuskrá
okkar.”
Nú leit út fyrir að Héraðslistinn
myndi ekki bjóða fram fyrir fáeinum
vikum, hvað breyttist?
Ég held að félagshyggjufólki á Fljóts-
dalshéraði hafi fundist það mjög erf-
ið tilhugsun að ekki kæmi fram listi
sem stæði fyrir þær hugsjónir sem
félagshyggja stendur fyrir; áhersla á
velferðar- og menntamál, umhverfis-
mál, uppbygging fjölbreytts atvinnu-
lífs og ábyrg fjármálastjórnun þar
sem íbúar eru alltaf í forgrunni. Til-
laga stjórnar um að ekki yrði boðið
fram, var kannski sparkið sem við
þurftum. Ég er mjög stoltur af því að
okkur hafi tekist að mynda lista með
jafn fjölbreyttum hópi fólks og með
jafn öfluga og framsækna stefnuskrá
og raun ber vitni.
Á hvað munt þú leggja áherslu,
fáir þú til þess tækifæri?
„Sameiningarmál eru mér ofarlega í
huga, en ég tel það mjög mikilvægt
að við séum eins stór og við getum
svo við náum meiri slagkrafti í þau
hagsmunamál sem varða lands-
hlutann allan. Fjölskyldumál eru mér
einnig hugleikin, en við viljum bæta
dagvistun fyrir börn og brúa það bil
sem skapast er fæðingarorlofi lýkur.
Við fjölskyldan erum sjálf í þeirri
stöðu að einungis annað okkar getur
verið úti á vinnumarkaðnum vegna
skorts á dagvistundarúrræðum hér
í sveitarfélaginu. Íþrótta- og tóm-
stundamál eru í góðu lagi í sveitar-
félaginu, en við getum gert ennþá
betur og skapað fjölbreyttara tóm-
stundarstarf hér sem mun hjálpa
okkur að laða ennþá fleiri barna-
fjölskyldur að.”
Hvernig sérð þú fyrir þér framtíð
Fljótsdalshérað og Austurlands?
„Ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd
Austurlands í framtíðinni. Það er
mikill mannauður og drifkraftur á
svæðinu og mörg tækifæri sem við
þurfum að nýta vel. Við erum með
sterka atvinnuvegi sem við verðum
að hlúa vel að, sérstaklega í ferða-
þjónustu en þar eru mörg vannýtt
tækifæri, t.d. Egilsstaðaflugvöllur.”
En hver er maðurinn?
„Ég er uppalinn hér á Hér-
aði, nánar tiltekið í
Fellabæ. Eftir
stúdentspróf
flutti ég til
Reykjavíkur þar sem ég vann við
knattspyrnuþjálfun hjá knattspyrn-
ufélögunum Fram og Val, ásamt því
að stunda nám í hagfræði við Há-
skóla Íslands. Í Reykjavík kynntist
ég konunni minni, Lindu Sæberg,
sem einnig er frá Austurlandi, og
eigum við soninn Esjar Sæberg. Við
eigum síðan sitthvora dótturina úr
fyrri samböndum, þær Önju og
Móeiði. Síðastliðið haust ákváð-
um við flytja aftur á heimaslóðir
og urðu Egilsstaðir fyrir valinu.
Ég er að þjálfa meistaraflokk
kvenna í knattspyrnu og er nýtek-
inn við stöðu framkvæmdastjóra
Rekstrarfélags Hattar.”
Í öðru sæti á lista Samtaka fé-
lagshyggjufólks á Fljótsdalshéraði
– Héraðslista er Kristjana Sig-
urðardóttir, verkefnastjóri og í
þriðja sæti er Björg Björns-
dóttir, mannauðsstjóri.
Nánari upp-
lýsingar um
skipan list-
ans má
finna á
herads-
listi.is.
Ég er klár í slaginn
„Ég er mjög bjartsýnn
fyrir hönd Austurlands
í framtíðinni. Það er mikill
mannauður og drifkraftur á
svæðinu og mörg tækifæri sem
við þurfum að nýta vel.
6 29. september 2016
aBG-VerkeFNIð
oG GeðHeIlSa uNGa FólkSINS
á
leik- og grunnskólastigi ber
sveitarfélögum að sinna sér-
fræðiþjónustu skóla, til dæmis
sálfræði- og kennsluráðgjöf, í gegnum
skólaskrifstofur, fræðslusvið sveitarfé-
laga eða þjónustumiðstöðvar en fram-
haldsskólar á Íslandi hafa ekki beinan
aðgang samræmdri sérfræðiþjónustu.
Aðgengi að ráðgjöf, stuðningi og
úrræðum fyrir nemendur leik- og
grunnskóla telst almennt nokkuð gott
hérlendis; fyrsta skrefið þegar grunur
vaknar um vanda barns er nánast alltaf
að vísa máli til sérfræðiþjónustu skóla.
Á framhaldsskólastigi vandast málið
því engin sambærileg þjónusta er í boði
fyrir starfsfólk og nemendur. Hafi skóli
áhyggjur af líðan, námsgetu eða velferð
nemanda getur verið erfitt að átta sig á
því hvert sé best að leita.
Á Austurlandi var frá 2008 til
2015 starfrækt sérstakt samstarfsverk-
efni, ABG verkefnið, sem hafði það að
markmiði efla og samþætta þjónustu
fyrir börn og ungmenni með geðræn-
an vanda. Framhaldsskólarnir á svæð-
inu, Verkmenntaskóli Austurlands og
Menntaskólinn á Egilsstöðum, hafa
tekið virkan þátt í verkefninu og unnið
að þróun þess. Það er óhætt að segja að
afleiðing þessa verkefnis er að samstarf
hafi aukist á milli stofnana, boðleiðir
styst og úrræðum fjölgað.
Hvað var og er aBG verkefnið?
Tilraunaverkefnið Aðstoð við börn og
ungmenni með geðrænan vanda á Aust-
urlandi (skammstafað ABG) var sett á
laggirnir 1. janúar 2008 en liggur nú í
dvala þar til verkefnisstjóri fæst austur
til þess að leiða það áfram. Forsaga þess
er sú að þær stofnanir á Austurlandi sem
sinna börnum og ungmennum ákváðu
árið 2007 að gera samstarfssamning sín
á milli með það að markmiði að auka,
bæta og samþætta þjónustu fyrir börn og
ungmenni sem glíma við hegðunar- eða
tilfinningavanda. Upphaflega stóð til að
vinna að þessu markmiði eingöngu með
auknu samstarfi stofnana en þegar Heil-
brigðisráðuneytið kom inn í myndina og
lagði til aukið fjármagn var ákveðið að
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA)
myndi ráða sálfræðing sem jafnframt
yrði verkefnisstjóri ABG. Í upphafi var
ABG verkefnið hugsað sem tímabund-
ið tilraunaverkefni til þriggja ára og var
2010 áætlað lokaár þess. Um mitt sumar
2010 var því gerð úttekt á verkefninu til
að leggja mat á hvernig til hefði tekist
og hvort vilji væri til þess að halda því
áfram. Kallað var eftir skriflegri umsögn
frá öllum þeim stofnunum sem komu
að því og beðið um afdráttarlausa af-
stöðu um hvort ætti að biðja um áfram-
haldandi fjármagn frá ráðuneytinu eða
leggja verkefnið niður. Einnig var gerð
þjónustukönnun þar sem afstaða þeirra
foreldra og barna sem nýtt höfðu þjón-
ustu ABG verkefnisins var könnuð með
spurningalistum. Það var samdóma álit
allra stofnananna sem komu að verk-
efninu að það ætti að halda því áfram
og niðurstöður þjónustukönnunar voru
einnig mjög jákvæðar. Síðan 2010 hef-
ur verið gert ráð fyrir ABG verkefninu
í fjárlögum í kjölfar úttektar á því. Orri
Smárason sálfræðingur var síðast ver-
kefnisstjóri ABG-verkefnisins en þar
sem hann fór í ársleyfi á síðasta ári hefur
engin starfsmaður á vegum HSA sinnt
verkefninu þar sem ekki tókst að ráða
sálfræðing í stöðu Orra. Vonir standa
til að úr rætist í haust en á meðan liggur
verkefnið eins og áður sagði í dvala og
er það miður þar sem þörfin fyrir það er
mjög mikil. Austurland fékk Orra til að
veita smá innsýn í verkefnið.
árangurinn óvtíræður
Hvaða árangur má helst telja af verkefni
eins og ABG?
„Það er mjög mikilvægt að verkefnið
haldi áfram því það stuðlar ótvírætt að
bættu geðheilbrigði og vellíðan fram-
haldsskólanemenda með fjölbreyttum
hætti. Í aðalatriðum má skipta þjónust-
unni í fjóra meginhluta: Í fyrsta lagi með
því að auka samstarf þeirra stofnana sem
sinna ungmennum í vanda á svæðinu
og stytta þar boðleiðir og auðvelda sam-
skipti. Í öðru lagi með því að bjóða upp á
viðtalsmeðferð hjá sálfræðingi og í þriðja
lagi með því að bjóða upp á námskeið og
fræðslu. Í fjórða lagi geta framhaldsskól-
arnir vísað nemendum til sálfræðimats
ef grunur er um einbeitingarvanda eða
námsörðugleika,“ segir Orri en hann
segir að það hafi komið mjög fljótt í ljós,
eftir að verkefnið byrjaði að þörf fyrir
sálfræðiþjónustu var afar mikil og mun
meiri en einn sálfræðingur gat annað
með góðu móti. Það myndaðist langur
biðlisti eftir viðtalsmeðferð strax á fyrstu
mánuðum ABG og hélta hann áfram að
vaxa allan starfstíma þess. Álagið hafi
þó dreifst eftir að tilvísanaferlinu í verk-
efninu var breytt og fleiri úrræði koma
til greina en einstaklingsviðtöl hjá sál-
fræðingi. Til dæmis má nefna hópmeð-
ferðarúrræði, viðtöl við skólahjúkrunar-
fræðing eða lækni, greining á vegum
Skólaskrifstofu, viðtöl hjá félagsráðgjafa.
„Það er því ekki sjálfgefið að tilvísun til
ABG sé tilvísun í viðtalsmeðferð hjá sál-
fræðingi eins og það var í upphafi verk-
efnisins en það er þó enn það úrræði sem
inntökuteymið notaði mest áður en ver-
kefnið lagðist í dvala.“
allir framhaldsskólar ættu að
huga að verkefnum eins og aBG
Orri segir ABG-verkefnið á Austurlandi
hafa sannað gildi sitt svo um muni.
„ABG verkefnið sýndi með mjög skýr-
um hætti fram á þörfina fyrir aukna
geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og
ungmenni á Austurlandi. Strax í upphafi
verkefnisins myndast langur biðlisti eft-
ir sálfræðimeðferð,“ segir Orri en hann
segir biðlista eftir sálfræðimati fyrir
framhaldsskólanema hafa myndast og
að hópúrræði eins og HAM námskeið
og Klókir krakkar hafi oftar en ekki ver-
ið fullsetin. Í dag komi raunar ekkert í
stað þessa brýna forvarnaverkefnis, þó
frábært starfsfólk félagþjónustunnar og
Skólaskrifstofu Austurlands geri hvað
þeir geta til að brúa bilið þar til verk-
efnið kemst aftur í gang. “Ég veit að
þar er kappskostað að gera sem best og
halda sem mestu samstarfi hvort sem er
undir formerkjum ABG eða einhvers
annars og á meðan ég starfaði að ver-
kefninu fann ég fyrir mikilli meðvitund
um ábyrgðina hjá öllum sem starfa að
þessum málum. En sem fyrr segir er
álagið á flestum þessum stöðum ansi
mikið og að mínu mati er þörf fyrir
meiri þjónustu en í boði er.” Orri hefur í
dag snúið sér alfarið að rekstri eigin sál-
fræðiþjónustu og mun ekki snúa aftur
til að starfa að verkefninu eða hjá HSA.
Flókin málaflokkur þarf styrka
forstöðu
„Ég vona innilega að það finnist bráð-
lega sálfræðingur sem er tilbúinn til
að leiða verkefnið áfram, því þetta er
gríðarlega mikilvægt verkefni. Geð-
heilbrigðismál barna og ungmenna er
flókinn málaflokkur ekki síst vegna þess
að forræði hans er á margra höndum.
Leik- og grunnskólar, sérfræðiþjónusta
skóla og félagsþjónustur eru reknar af
sveitarfélögum á meðan ríkið rekur
framhaldsskóla, heilsugæslustöðvar,
BUGL og Greiningarstöð. Án svona
samtenginarverkefna er viss hætta á því
á landsbyggðinni að til verði margar
litlar stofnanir sem sinna fyrst og fremst
sínum afmörkuðu verkefnum og þá get-
ur skipt málið að verkefni eins og ABG
tengi aðilana saman," segir Orri. Hann
segir ABG verkefninu ætlað að draga
úr þeirri hættu að einingarnar sem fást
við vandann einangrist eða kikni undir
álaginu þar sem hver og ein þeirra á yf-
irleitt fullt í fangi með að sinna sínum
skjólstæðingum. „Með því að vinna
saman er unnt að sinna fjölbreyttari
verkefnum, auka áherslu á forvarnir og
fjölga töluvert þeim úrræðum sem skól-
ar geta vísað til á sínum eigin heima-
velli. Það sem áunnist hefur með ABG
verkefninu má þakka samstarfi stofn-
ana sem saman gátu fjölgað úrræðum
og bætt þjónustu í þessum málaflokki á
sínu starfssvæði.“
orri Smárason sálfræðingur
Nokkur orð um kvíða
Við þurfum aðeins að passa okkur þegar við tölum um kvíða. Það er nefnilega mikil-
vægt að aðgreina heiti á tilfinningu frá heiti á flokki geðraskna. Í daglegu tali, held ég,
notum við flest orðið “kvíði” yfir hvort tveggja sem ég held að sé ekki sérlega hjálplegt.
Kvíði sem tilfinning er nefnilega eðlilegur og óhjákvæ ilegur hluti af því að vera til,
þó hann geti vissulega verið óþægilegur. Þegar mikið liggur við og stefnan er tekin inn
í aðstæður þar sem lífi, heilsu, sjálfsmynd eða vellíðan okkar er ógnað er gott og eðlilegt
að þetta viðvörunarkerfi heilans fari í gang. Við lærum þá betur fyrir prófið, undirbúum
okkur betur fyrir starfsviðtalið, ræðuna tónleikana eða leikritið. Þennan kvíða viljum við
því ekki endilega losna við. Hann er til merkis um að við viljum standa okkur vel og að
það skipti okkur einhverju málið að útkoman (úr prófinu, ræðunni, leikritinu...) sé góð.
Kvíðaraskanir eru annað mál. Þær koma til þegar þessi eðlilega og yfirleitt hjálplega
tilfinning fer að láta á sér kræla án þess að tilefni sé til eða í mun meira mæli en tilefni er
til. Mörkin liggja hér: Þegar tilfinningin kvíði er orðin hamlandi fyrir einstakling, farin að
skerða lífgsæði og lífsgleði hjá viðkomandi, þá er líklega til staðar kvíðaröskun.
Kvíðaraskanir eru algengastar allra geðraskana, bæði hjá börnum og fullorðnum,
og virðist tíðni þeirra enn fara vaxandi. líkja má kvíðaröskun við bil ðan r ykskynjara.
reykskynjari á að nema reyk og vara okkur við honum. Oft þegar það er reykur til staðar
þá er eldur til staðar. Og eldur er hættulegur og það er mikilvægt að bregðast við
honum. Í heila okkar allra er líka ákveðin mekanismi sem skimar í sífellu eftir hættu. Ef
hann finnur eitthvað sem hann telur ógna okkur kveikir hann á svokölluðu baráttu- og
flóttaviðbragði, lífeðlisfræðilegu viðbragði sem ætlað er að gera okkur betur í stakk
búin til að takast á við hættulegar aðstæður. Þetta baráttu- og flóttaviðbragð köllum
við í daglegu tali kvíða. reykskynjarinn heima mér er örlítið vanstilltur og fer stundum
að pípa þegar ég er að steikja hamborgara eða rista brauð. Það er enginn raunveruleg
hætta á ferðum, enginn eldur, en hann fer samt af stað. Það sama gerist í kvíðarösk-
unum. Viðvörunarkerfið okkar fer af stað og kveikir á kvíðaviðbrögðunum þó svo að
hættan sé ekki í raun til staðar. reykskynjarinn er vanstilltur.
Sem betur fer höfum við í dag meðferðarúrræði sem hjálpa okkur að still reyk-
skynjarann. Þar ber helst að nefna hugræna atferlismeðferð sem hefur mestan rann-
sóknarstuðning við meðhöndlun kvíðaraskana. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum
frá landlæknisembættinu á hugræn atferlismeðferð að vera fyrsti kostur þegar kemur
að meðferð við kvíðaröskunum. Samkvæmt klínískum rannsóknum skilar sálfæðrileg
meðferð, og þá sérstaklega hugræn atferlismeðferð, betri árangri við meðhöndlun kvíða
en bestu lyfin á markaðnum.
Því miður er sálfræðimeðferð alls ekki nógu aðgengileg á Íslandi og því er nánast
ómögulegt að heilbrigðiskerfið geti starfað eftir leiðbeiningum landlæknis og í samræmi
við bestu vísandalegu þekkingu á þessu sviði. En það er efni í annan og lengri pistil.
Börn og kvíði
öll börn verða kvíðin á einhverjum
tímapunkti í lífinu og er það oftast
eðlilegt með tilliti til þroska þeirra. til
dæmis hræðast smábörn aðskilnað við
móður sína á sama tíma og þau verða
hrædd við ókunnu a eða mannfæli
eins og það er oft kallað. nokkrum árum
síðar verða börn gjarnan myrkfælin og
sum ung börn ímynda sér skrímsli undir
rúminu og innbrotsþjófa við útidyrnar.
á unglingsárunum verða börn oft mjög
feimin og meðvituð um sjálf sig. Þessi
hræðsla eða fælni er yfirleitt hluti af
eðlilegu þroskaferli barns og er þá um
tímabil að ræða sem börnin vaxa frá.
Kvíði er eðlileg tilfinning sem allir fá
og ha n er alls ekki alltaf sl mur. Kvíði
er mikilvægur fyrir okkur til að ko ast
af, vera örugg og standa okkur betur.
Kvíði veldur því að við forðum okkur
úr hættulegum aðstæðum, til dæmis
ef bíll er að fara að keyra á okkur. Kvíði
getur einnig gagnast okkur í próflestri:
ef við erum hrædd um að standa okkur
ekki nógu vel er líklegra að við lesum og
undirbúum okkur.
Opnunartímar:
Mán.-fös. 08:00-18:00
Lau. 10:00-14:00
471-2299 - email: austur@ab.is
Fagradalsbraut 25 Egilsstöðum
Led ljósabar í öllum stærðum og gerðumBílavarahlutir í úrvali
Milwaukee verkfæri í úrvali
ÞINN HAGUR
Í BÍLAVARAHLUTUM
Framboðslisti Samtaka
félagshyggjufólks á
Fljótsdalshéraði – Héraðslista
til sveitarstjórnarkosninga
26.maí 2018
1. Steinar Ingi Þorsteinsson
2. Kristjana Sigurðardóttir
3. Björg Björnsdóttir
4. Aðalsteinn Ásmundarson
5. Sigrún Blöndal
6. Dagur Skírnir Óðinsson
7. Gyða Dröfn Hjaltadóttir
8. Skúli Björnsson
9. Leifur Þork lsson
10. Margrét S. Árnadóttir
11. Garðar Valur Hallfreðsson
12. Kristín María Björnsdóttir
13. Jón Steinar Garðarsson Mýrdal
14. Iryna Boiko
15. Arngrímur Viðar Ásgeirsson
16. Lára Vilbergsdóttir
17. Aron Steinn Halldórsson
18. Ragnhildur Rós I driðadóttir