Læknablaðið : fylgirit - 07.03.2014, Blaðsíða 4

Læknablaðið : fylgirit - 07.03.2014, Blaðsíða 4
B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 4 F Y L G I R I T 7 7 LÆKNAblaðið 2014/100 FYLGIRIT 77 5 Ágrip 1. Þegar á reynir skiptir sjúkraflug máli Pálmi Óskarsson1, Stefán Steinsson1, Sveinbjörn Dúason2 1Slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri, 2Sjúkraflugi ehf Bakgrunnur: Frá árinu 1997 hefur miðstöð sjúkraflugs verið á Akureyri. Fyrir því liggja ýmis rök, m.a. lega staðarins. Fyrstu fimm árin var sjúkraflugið mannað sjúkraflutningamönnum frá Slökkviliði Akureyrar. Í mars 2002 bættust læknar frá Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilsugæslustöðinni á Akureyri í hópinn. Sú þjónusta hefur haldist í meginatriðum óbreytt s.l. 12 ár. Starfsemin er orðin viðamikil en farin eru tæp 500 flug á ári. Það er læknir sjúklings sem pantar sjúkraflugið og metur forgang flutnings (F1-F4) og þar með hvort þörf er á sjúkra- flugi eða hvort aðrar flutningsleiðir henti betur. Skráning í sjúkraflugi er mikilvæg til að tryggja umbætur á þjónustunni. Markmið: Að kanna tíðni og eðli sjúkraflugs á árunum 2004-2013. Aðferð: Gögn úr gagnagrunni sjúkraflugs og sjúkraflugsskýrslumá tíu ára tímabili frá og með árinu 2004 til og með árinu 2013 voru notuð. Niðurstöður: Sjúkraflutningum hefur fjölgað á undanförnum tíu árum. Það voru 301 sjúkraflug árið 2004 og í þeim fluttir 307 sjúklingar en það voru að meðaltali 460 flug á ári s.l. fimm ár og 487 sjúklingar fluttir á ári á sama tíma. Í um helmingi tilfella fara læknar með í flug en þeir fara yfirleitt með í forgangsflug (F1 og F2). Sjúkraflugin eru einnig flokkuð eftir NACA flokkun sem er flokkun á ástandi sjúklings meðan á flutningi stendur frá núll og upp í sjö þar sem núll táknar enginn sjúkdómur eða áverki en sjö táknar látinn á staðnum eða í flutningi. Langflestir flutningarnir eru í NACA flokki 3. Algengasta ástæða flutn- ings er kransæðasjúkdómur og næst algengast er útlimaáverkar. Læknar sem fara með í sjúkraflug eru ýmist frá Sjúkrahúsinu á Akureyri eða Heilsugæslustöðinni og hafa þeir hlotið sérstaka þjálfun til að stunda sjúkraflug. Ályktun: Sjúkraflugið er nauðsynlegur hluti af heilbrigðisþjónustu landsmanna, sérstaklega í þeim tilfellum þar sem miklu skiptir að koma sjúklingum af landsbyggðinni tímanlega í hendur okkar færustu sér- fræðinga. Með fyrirsjánlegum samdrætti í sérhæfðri læknisþjónustu á landsbyggðinni og aukinni sérhæfingu á stóru sjúkrahúsunum, sem og aukinni kröfu um jafnan rétt á læknisþjónustu verður æ mikilvægara að viðhalda þessu öryggisneti. 2. Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árið 2012 Auður Elva Vignisdóttir1,2, Brynjólfur Mogensen1,2, Viðar Magnússon3, Auðunn Kristinsson4 1Rannsóknastofu Landspítala og HÍ í bráðafræðum, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3bráðasviði, 4Landhelgisgæslunni Bakgrunnur: Miklu máli skiptir að alvarlega slasað og veikt fólk komist sem fyrst á sjúkrahús til greiningar og sérhæfðrar meðferðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar (LHG), með lækni um borð sem getur veitt sér- hæfða meðferð, er mikilvægur þáttur í heilbrigðisþjónustu Íslendinga. Þyrlan getur sótt mikið slasaða og veika út á sjó, í dreifbýli eða hálendi, þar sem ekki er hægt að koma við hefðbundnum farartækjum á skömm- um tíma. Orsök útkalla þyrlunnar og afdrif sjúklinga sem fluttir voru hafa ekki verið skoðuð nema að litlu leyti síðastliðinn áratug. Markmið: Að rannsaka umfang og mikilvægi sjúkraþyrlu LHG á Íslandi árin 2002-2012, að kanna hversu mikið slasaðir eða veikir sjúklingarnir voru sem fluttust með þyrlunni og reyna að meta árangurinn af flutn- ingunum. Hér eru kynntar niðurstöður ársins 2012. Aðferðir: Þýði rannsóknarinnar voru þeir sjúklingar sem fluttir voru á Landspítala með þyrlu LHG árið 2012. Upplýsingar voru fengnar úr þyrlu- og sjúkraskrám Landspítalans. Áverkar sjúklinga eru flokkaðir með Revised Trauma Score (RTS), Injury Severity Score (ISS) og Trauma and Injury Severity Score (TRISS). Bráðveikir sjúklingar eru stigaðir með Modified Early Warning Score (MEWS) og flokkaðir eftir orsökum veikinda. Niðurstöður: Alls voru 77 sjúklingar fluttir með þyrlu Landhelgis- gæslunnar árið 2012 á Landspítala. Þrír sjúklingar voru úrskurðaðir látnir við komu þyrlunnar og einn við komu á bráðamóttöku. Í eitt skipti var fallið frá flugi vegna veðurs. Karlar voru 72,8% sjúklinga en konur 27,2%. Meðalaldur sjúklinga var 43,6 ár. Útköll vegna slasaðra sjúklinga voru 52 (64,2%) en veikra 29 (35,8%) en einn sjúklingur flokkaðist í báða hópa. Flestir sem slösuðust voru með áverka á neðri útlim. RTS slasaðra var að meðaltali 7,558 ± 0,289 og ISS var að meðaltali 7,6 ± 1,79. Lífslíkur slasaðra sjúklinga (TRISS) voru að meðaltali 97,3% ± 2,32%. Bráðveikir sjúklingar fengu að meðaltali 1,8 ± 1,05 á MEWS skala og algengasta orsök útkalls veikra var hjarta- og æðasjúkdómur (44,4%). Ályktanir: Stór hópur þeirra sjúklinga sem fluttur var með þyrlunni árið 2012 var alvarlega slasaður eða mikið veikur. Mikilvægt er að kanna nánar inngrip lækna um borð í þyrlunni og afdrif sjúklinga eftir flutning með þyrlu. 3. Útköll þyrlu Landhelgisgæslu Íslands árið 2012 Auður Elva Vignisdóttir1,2, Brynjólfur Mogensen1,2, Viðar Magnússon3, Auðunn Kristinsson4 1Rannsóknastofu LSH og HÍ í bráðafræðum, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3bráðasviði, 4Landhelgisgæslunni Bakgrunnur: Þyrlur Landhelgisgæslunnar gegna mikilvægu hlutverki í almannavarnakerfi Íslendinga. Þyrlan hefur meðal annars það hlutverk að sinna leit og björgun fólks á landi og sjó. Einnig sækir hún og flytur mikið slasaða og bráðveika sjúklinga til sérhæfðrar greiningar og með- ferðar á sjúkrahúsi. Útköll þyrlunnar eru flokkuð í fjóra flokka eftir því hve mikið liggur á: Alfa-F1, Bravo-F2, Charlie-F3 og Delta-F4. Um borð í þyrlunni er auk áhafnar læknir sem getur veitt séhæfða meðferð. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að vera upplýsandi um um- fang og mikilvægi sjúkraþyrlu á Íslandi árin 2002-2012. Aðferðir: Þýði þessa hluta rannsóknarinnar voru öll útköll þyrlu Landhelgisgæslunnar árið 1. Janúar til 31. desember 2012. Útköllin voru flokkuð eftir orsök og alvarleika. Staðsetning sjúklings var könnuð og flokkuð í land, óbyggðir og sjó. Tímasetning útkalls og aðstæður til flugs voru athugaðar. Hlutfall afturkallaðra útkalla var kannað og hve stór hluti útkalla leiddi til flutnings á sjúklingi/-um á bráðamóttöku Landspítalans. Niðurstöður: Alls voru 175 útköll hjá þyrlu Landhelgisgæslunnar árið 2012, þar af 62 Alfa, 86 Bravo, 21 Charlie og 6 Delta. Afturkölluð útköll voru 39 (22,2%) og þyrlu snúið við 10 sinnum (5,7%). Sjúkraflug voru 104 (59,4%) og af þeim voru 28 á sjó (26,9%) og 76 á landi (73,1%), þar af

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.