Læknablaðið : fylgirit - 07.03.2014, Blaðsíða 2

Læknablaðið : fylgirit - 07.03.2014, Blaðsíða 2
LÆKNAblaðið 2014/100 FYLGIRIT 77 3 Læknablaðið the iceLandic medicaL journaL www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104 – 564 4106 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Hannes Hrafnkelsson Magnús Gottfreðsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Þórunn Jónsdóttir Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir er ábyrgðarmaður efnis í þessu fylgiriti. Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og ljósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Sigdís Þóra Sigþórsdóttir sigdis@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Myndin Svifið vængjum þöndum er á forsíðu fylgiritsins. Hana tók starfsmaður bráðasviðs, Rudolf Adolfsson hjúkrunarfræðingur í áfallarhjálparteyminu og vann hún fyrstu verðlaun í ljósmyndakeppni Landspítala. Upplag 200 Prentun: Prenttækni ehf. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0254-1394 Ávarp Á strjálbýlu landi eins og Íslandi getur verið langt í lífsnauðsynlega sérfræði- þjónustu þegar slys eða alvarleg veikindi koma upp. Flutningar bráðveikra og slasaðra eru því mikilvægur hlekkur í heilbrigðisþjónustu landsins. Lögum sam- kvæmt eiga allir landsmenn að eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Þegar nauðsyn krefur meðferðar sjúklinga sem einungis er að finna á sérhæfðum sjúkrahúsum getur þurft að flytja sjúklinga um langan veg, ýmist á landi eða í lofti. Samkvæmt skilgreiningu eru sérhæfð sjúkra- hús aðeins í Reykjavík og á Akureyri. Landspítalinn, aðalsjúkrahús landsins, tekur á móti um 100.000 bráðum komum sjúklinga á ári, sjúklinga hvaðanæva af landinu. Starfsemi sérhæfðu sjúkrahúsanna snertir alla landsmenn og það er hagsmunamál landsmanna að aðkoma þangað sé greið og þar sé ávallt hágæða- þjónusta í boði. Eitt af lykilatriðum við góða og hagkvæma heilbrigðisþjónustu er framþróun þekkingar og rannsóknir sem liggja til grundvallar henni. Rannsóknir stuðla að betri greiningu á þjónustunni, gefa vísbendingar um árangur hennar og svörun við þörfum sjúklinga. Með því móti leggja rannsóknir grunn að þróun starfsemi og auknum gæðum. Þema Bráðadagsins 2014, „þegar á reynir“ beinir athyglinni ekki aðeins að starfsemi bráðasviðs Landspítala heldur einnig að samvinnu, utanspítalaþjónustu og flutningi sjúklinga. Undibúningsnefndin óskaði eftir rann- sóknum og kynningum á verkefnum tengdum þema dagsins. Eftir ritrýni voru 17 ágrip tekin til birtingar. Valin ágrip voru talin sýna fjölbreytta og þverfaglega nálgun að bráðafræðum. Í þeim endurspeglast einnig mikilvægt samstarf bráða- sviðs Landspítala við fjölmargar aðrar stofnanir og aðila í samfélaginu. Undirbúningsnefndin kynnir með stolti dagskrá og ágrip erinda Bráðadagsins 2014. Von okkar er að efni þessa fylgirits Læknablaðsins efli áhuga og hvetji til enn frekari rannsókna í bráðafræðum á Íslandi. Við færum þeim sem sendu inn ágrip, styrktaraðilum, fundarstjórum og starfs- fólki bráðasviðs bestu þakkir fyrir þeirra framlag til Bráðadagsins 2014. Fyrir hönd undirbúningsnefndar, Dr. Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir lektor og verkefnastjóri rannsóknarstofu Landspítala og Háskóla Íslands í bráðafræðum

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.