Læknablaðið : fylgirit - 07.03.2014, Blaðsíða 8

Læknablaðið : fylgirit - 07.03.2014, Blaðsíða 8
B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 4 F Y L G I R I T 7 7 LÆKNAblaðið 2014/100 FYLGIRIT 77 9 Lyfjafræðingar voru í yfirgnæfandi meirihluta tilvika þeir sem afhentu lyfin og veittu sjúklingum upplýsingar eða í 95% tilvika en aðstoðar- lyfjafræðingar (pre-registration pharmacists) önnuðust það í 3% tilvika og lyfjatæknar í 2% tilvika. Þetta endurspeglar almenna starfshætti í afgreiðsluapótekinu. Bæði þátttökuathugunin og könnunin bentu til þess að sjúklingar væru líklegri til að fá upplýsingar um nýjar lyfjaávísanir samanborið við endurávísanir. Einnig var minni tíma varið í að veita upplýsingar fyrir endurávísanir lyfja. Niðurstöðurnar sýndu einnig að þegar að vinnuálag jókst dró úr upplýsingargjöf. Einnig mátti sjá töluverðan mun milli lyfja, þ.e. meiri upplýsingar voru veittar þegar um var að ræða lyf sem þekkt eru fyrir að geta valdið lyfjatengdum vandamálum eins og warfarin, metformin og ísótretínóin. Ályktanir: Það virðist vera rík tilhneiging til að álykta að sjúk- lingar þurfi minni upplýsingar þegar um endurávísanir er að ræða. Sú ályktun getur orkað tvímælis því lyf sem er endurávísað eru líklegri til að valda lyfjatengdum vandamálum. Sú staðreynd að það dragi úr upplýsingagjöfinni þegar álagið eykst er einnig áhyggjuefni. Ef um nauðsynlegar upplýsingar er að ræða er mikilvægt að færa til mannafla þannig að hann hæfi vinnuálaginu. Meiri upplýsingar voru veittar þegar um var að ræða lyf sem þekkt er að valdi lyfjatengdum vandamálum eins og warfarin, metformin og isotretinoin. Hins vegar er einnig nauðsynlegt að huga að lyfjum eins og ibuprofeni, ásamt öðrum NSAID-lyfjum sem eru á meðal þeirra lyfja sem algengast er að valdi lyfjatengdum vandamálum. 13. Mjaðmabrot hjá einstaklingum 67 ára og eldri sem leituðu á bráðamóttöku LSH á árunum 2008-2012 Sigrún Sunna Skúladóttir1, Elísabet Guðmundsdóttir2, Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir3,4 1Bráðamóttöku, 2hagdeild Landspítala, 3hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 4rannsóknarstofu Landspítala og HÍ í bráðafræðum Bakgrunnur: Mjaðmabrot eru alvarlegur áverki. Vitað er að yfir 90% af brotum verða hjá fólki eldra en 50 ára og er um það bil 2 til 3 sinnum algengara hjá konum en körlum. Mjaðmabrot eru algengari meðal hvítra kvenna í Skandinavíu en meðal kvenna á sama aldri í Suður Ameríku og Eyjaálfu. Erlendar rannsóknis sýna að tíðni mjaðmabrota virðist hærri í dreifbýli en þéttbýli. Þessi sjúklingahópur þarf skjóta og góða þjónustu og helst aðgerð innan 48 klst. til að fækka fylgikvillum. Landspítali sinnir stærsta hópi sjúklinga sem mjaðmabrotna á Íslandi en faraldsfræðilega samantekt á þessum sjúklingum á Íslandi hefur skort. Markmið: Að auka þekkingu á faraldsfræði og þjónustu hjá þessum sjúklingahóp til að finna leiðir til að bæta þjónustu við þennan hóp og efla forvarnir. Aðferð: Gagna var aflað úr Vöruhúsi gagna á LSH í afturskyggnri faraldsfræðilegri rannsókn á sjúklingum eldri en 67 ára sem leituðu á bráðamóttöku Landspítala á árunum 2008-2012. Leitað var að ein- staklingum sem komu vegna brots á lærleggshálsi, lærhnútubrots og brots fyrir neðan lærhnútu. Gögn voru greind með lýsandi tölfræði. Þessi rannsókn er hluti af stærri rannsókn um komur einstaklinga eldri en 67 ára á bráðamóttöku LSH. Niðurstöður: 1.052 einstaklingar á þessu aldursbili komu á bráðamót- töku vegna mjaðmabrots á tímabilinu. Karlar voru 295 (28%) og konur 757 (72%). Skipting milli ára var nokkuð jöfn eða á bilinu 161 til 222 komur á ári. Dánartíðni innan 3 mánaða var 11,2% hjá konum og 21,7% hjá körlum. Sá elsti í gagnasafninu var 107 ára við komu. Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð var 19,6 klukkustundir. Ályktanir: Fyrstu gögn sýna að faraldsfræði þeirra sem koma vegna mjaðmabrota á LSH virðist nokkuð svipuð því sem gerist í heiminum. Afdrif sjúklinga sem koma á bráðadeild vegna mjaðmabrota geta verið alvarleg. Þörf gæti verið á að efla fræðslu og styðja sjúklinga og að- standendur þegar á bráðadeild. 14. Viðhorf starfsfólks á bráðadeildum Landspítala til skapandi starfshátta Sigrún Gunnarsdóttir1, Birna Dröfn Birgisdóttir2, Sigrún Sunna Skúladóttir3, Sólrún Rúnarsdóttir3 1Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2Háskólanum í Reykjavík, 3bráðasviði Landspítalans Bakgrunnur: Gagnreyndir og agaðir starfshættir eru grundvöllur ár- angursríkrar heilbrigðisþjónustu um leið og skapandi aðferðir og skap- andi viðbrögð við ófyrirséðum aðstæðum eru liður í daglegum störfum starfsfólks. Rannsóknir sýna að frumkvæði og skapandi nálgun eru mikilvægir eiginleikar til að efla árangur og öryggi heilbrigðisþjónustu og eru hluti af af fagmennsku heilbrigðisstétta. Rannsóknir gefa til kynna að starfsmenn nýti frekar skapandi nálgun þegar hvatning og umburðarlyndi eru til staðar og þar vega þungt viðhorf og stjórnunar- aðferðir yfirmanna. Nýjar rannsóknir sýna að árangursríkar aðferðir í stjórnun og forystu grundvallast á að virkja frumkvæði starfsfólks með áherslu á stuðning í daglegum störfum sem einkennist af leiðsögn í stað fyrirskipana eða stýringar þar sem litið er á skipulagsheildina sem lif- andi og síbreytilega. Fáar rannsóknir eru til um vægi og gildi skapandi nálgunar í starfsháttum í heilbrigðisstarfsfólks. Markmið rannsóknar sem hér um ræðir er að kanna viðhorf heilbrigðisstarfsfólks til skapandi nálgunar við dagleg viðfangsefni og hugsanleg tengsl við áherslur í stjórnun hjá næsta yfirmanni. Aðferðir: Gerð var spurningalistakönnun meðal alls starfsfólks á tveimur bráðamóttökudeildum á Landspítala í febrúar 2013. Þátttakendur voru hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, læknar, ritarar og annað starfsfólk. Spurt var um viðhorf til starfsumhverfis, stjórnunar (30 spurningar með 6 svarmöguleikum) og skapandi nálgunar við dag- leg viðfangsefni (13 spurningar með 5 svarmöguleikum). Við úrvinnslu gagna var notuð lýsandi tölfræði og könnuð marktækni tengsla milli breyta með fylgnireikningum (Pearson correlation; marktæknimörk við p< 0,01). Niðurstöður: Alls bárust 125 svör, svarshlutfall 50,6%. Starfsfólk á bráðadeildunum taldi sig almennt vera skapandi við lausn viðfangs- efna og ánægt í starfi. Meirihluti starfsfólks telur skapandi nálgun í starfi vera mikilvæga og að þau njóti stuðnings við slíka nálgun í störfum sínum. Almennt telur starfsfólk yfirmenn sína vera styðjandi, umburðarlynda, ábyrga og forgangsraða fyrir hag heildarinnar. Jákvæð martæk tengsl (p<0,01) komu í ljós á á milli annars vegar skapandi nálgunar starfsfólks í störfum sínum á bráðadeildum og hins vegar stuðnings (0,43), forgangsröðunar (0,39), ábyrgðar (0,28), umburðar- lyndis (0,27), hugrekkis (0,26), falsleysis (0,34), samfélagslegrar ábyrgð- ar (0,36) og auðmýktar næsta yfirmanns (0,28).

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.