Læknablaðið : fylgirit - 07.03.2014, Blaðsíða 9

Læknablaðið : fylgirit - 07.03.2014, Blaðsíða 9
B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 4 F Y L G I R I T 7 7 10 LÆKNAblaðið 2013/99 FYLGIRIT 74 Ályktanir: Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um að áhersla yfirmanns á stuðning til starfsmanna, og þar með við frelsi og sjálfstæði starfsfólks, geti eflt getu starfsfólks til að nýta skapandi nálgun við dagleg viðfangs- efni. Einnig að umburðarlyndi, auðmýkt, falsleysi og ábyrgð næsta yfir- manns geti eflt getu starfsfólks til að sýna frumkvæði í starfi og að nýta skapandi aðferðir við lausn viðfangsefna á bráðadeildum. Mikilvægt er að auka þekkingu um vægi skapandi nálgunar í menntun, þjálfun og störfum starfsfólks heilbrigðisþjónustunnar til að eiga möguleika á að efla árangur og öryggi í heilbrigðisþjónustu. 15. Áhættuþættir og heilsa á meðgöngu hjá konum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi Agnes Gísladóttir1, Bernard L. Harlow2, Berglind Guðmundsdóttir1,3,4, Ragnheiður I. Bjarnadóttir5, Eyrún Jónsdóttir4, Thor Aspelund1,6, Sven Cnattingius7, Unnur A. Valdimarsdóttir1,8 1Miðstöð í lýðheilsuvísindum Háskóla Íslands, 2faraldsfræðideild University of Minnesota School of Public Health, 3sálfræðideild Háskóla Íslands, 4neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis Landspítala, 5Fæðingaskrá - Kvennadeild Landspítala, 6Hjartavernd, 7Karolinska Institutet, 8faraldsfræðideild Harvard School of Public Health Bakgrunnur: Upplifun á áfalli getur haft neikvæðar afleiðingar á heilsu fólks. Kynferðisofbeldi er eitt af algengustu áföllunum sem konur verða fyrir, en möguleg áhrif þess á meðgöngu hafa ekki verið skoðuð til hlítar. Markmið: Að skoða hvort konur sem urðu fyrir kynferðisofbeldi á ung- lings- eða fullorðinsárum séu í aukinni hættu á óæskilegum einkennum á meðgöngu síðar á lífsleiðinni. Aðferð: Ferilrannsókn byggð á samtengingu gagna frá Neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis (NM) við fæðingaskrá. Af 1421 konu sem leitaði til NM á árunum 1993-2008 höfðu 586 íslenskar konur síðar fætt barn til apríl 2011 (útsettur hópur). Einkenni þeirra voru borin saman við einkenni kvenna sem ekki höfðu leitað til NM, fæddu í sömu mán- uðum og voru valdar af handahófi (n=1641, óútsettur hópur). Leiðrétt áhættuhlutfall (aRR) með 95% öryggisbili (CI) var reiknað með Poisson aðhvarfsgreiningu. Niðurstöður: Útsettar konur voru samanborið við óútsettar konur yngri, líklegri til að vera ekki í sambúð (45.6% vs. 14.2%; aRR 2.15, CI 1.75–2.65), að reykja (45.4% vs. 13.5%; aRR 2.68, CI 2.25–3.20), og hafa neytt vímuefna á meðgöngu (3.4% vs. 0.4%; aRR 6.27, CI 2.13–18.43). Útsettar frumbyrjur voru líklegri til að vera of feitar (15.5% vs. 12.3%; aRR 1.56, CI 1.15–2.12). Ekki fannst marktækur munur á háþrýstingi eða meðgöngueitrun. Ályktanir: Konur sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi eru líklegri til að vera með áhættuþætti á meðgöngu síðar á lífsleiðinni, sem auk áhrifa á heilsu móður geta jafnframt haft áhrif á fóstrið. 16. Árangur endurlífgunar utan sjúkrahúsa á Íslandi árið 2012 Bergþór Steinn Jónsson1, Hildigunnur Svavarsdóttir2,3, Felix Valsson4, Viðar Magnússon5 1Læknadeild HÍ, 2bráða-, fræðslu- og gæðasvið FSA, 3heilbrigðisvísindasviði HA, 4svæfinga- og gjörgæsludeild, 5bráðasviði Landspítala Bakgrunnur: Rannsóknir á árangri endurlífgana á Íslandi hafa sýnt fram á 16-21% lifun fram að útskrift af sjúkrahúsi. Þær hafa eingöngu náð til höfuðborgarsvæðisins eða Akureyrar og einblínt á endurlífganir vegna bráðra hjartasjúkdóma. Markmið: Í fyrsta lagi að meta árangur endurlífgunar utan sjúkrahúsa á Íslandi á árinu 2012 með tilliti til helstu áhrifaþátta, s.s. hvort vitni var að hjartastoppinu, hver var upphafs hjartataktur, viðbragðstíma sjúkrabíls, endurlífgun nærstaddra. Í öðru lagi að kanna hvort munur sé á árangri milli höfuðborgarsvæðisins, landsbyggðar þar sem atvinnu sjúkraflutn- ingalið er á vakt allan sólarhringinn (þéttbýli) og landsbyggðarinnar þar sem hlutastarfandi sjúkraflutningamenn eru á bakvöktum (dreifbýli). Aðferðir: Fengnar voru skýrslur sjúkraflutningamanna eða lækna úr endurlífgunum utan sjúkrahúsa á árinu 2012 frá öllum rekstraraðilum sjúkraflutninga á Íslandi. Upplýsingar um viðbragðstíma sjúkrabíls fengust hjá Neyðarlínunni og upplýsingar um útskrift af sjúkrahúsi fengust úr sjúkraskrám á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Við úrvinnsluna var Utstein staðlinum fylgt. Kí-kvaðrat próf og t-próf voru notuð við tölfræðilega úrvinnslu og miðað við marktæktarkröfu p<0,05. Niðurstöður: Alls var 121 endurlífgun þar sem sjúkraflutningamenn voru ekki vitni að hjartastoppi. 70 endurlífganir fóru fram á höfuðborg- arsvæðinu, þar af útskrifuðust 13 (19%). Í þéttbýli utan höfuðborgar- svæðisins voru 21 endurlífgun þar af útskrifuðust 7 (33%). Í dreifbýli voru 30 endurlífganir þar af útskrifuðust 2 (7%). Munurinn á milli þessara svæða náði ekki marktækni (p=0,05). Ef aðeins var miðað við til- felli þar sem vitni var að hjartastoppi og sjúklingur var í stuðvænlegum takti voru 18 tilfelli á höfuðborgarsvæðinu, þar af útskrifuðust 11 (61%). Í þéttbýli utan höfuðborgarsvæðis voru 7 tilfelli þar af útskrifuðust 5 (71%). Í dreifbýli voru 6 tilfelli þar af útskrifuðust 2 (33%). Munurinn á milli svæða var ekki marktækur (p=0,35). Stuðanlegur upphafstaktur, bráða hjartavandamál sem orsök hjartastopps og vitni að hjartastoppi reyndust vera þættir sem stuðluðu að marktækt aukinni lifun að útskrift (p<0,05). Ályktanir: Fáar rannsóknir á Vesturlöndum hafa sýnt fram á betri árangur úr endurlífgunum utan sjúkrahúsa. Því benda niðurstöðurnar til þess að árangurinn á Íslandi sé góður í samanburði við önnur lönd. Mikilvægt er að bæta skráningu á endurlífgunum utan sjúkrahúsa og þörf er á rannsóknum sem ná yfir lengri tíma.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.