Læknablaðið : fylgirit - 07.03.2014, Blaðsíða 7

Læknablaðið : fylgirit - 07.03.2014, Blaðsíða 7
8 LÆKNAblaðið 2014/100 FYLGIRIT 77 B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 3 F Y L G I R I T 7 4 unarþrýstingurinn. Um 29% taldi sig anda 15-20 sinnum á mínútu. Um 68% fannst óþægilegt að vera í öndunarvélinni. Þá töldu 67% sig hafa fundið fyrir álagi/streitu á meðan þeir voru í öndunarvélinni. Áttatíu og fimm prósent töldu sig þurfa frekari fræðslu um öndunarvélameðferð og 89% þátttakenda fannst skilningur þeirra hafi aukist gagnvart ytri öndunarvélameðferð með þátttöku í rannsókninni. Ályktanir: Þátttakendur greindu á milli ólíkra stillinga á öndunarvélinni og höfðu frekar tilfinningu fyrir meiri öndunarstuðningi. Þá hafði stór hluti þátttakenda ekki tilfinningu fyrir hver stillingin var á öndunarvél- inni. Með því að efla fræðslu og reynsluþekkingu starfsfólks má bæta gæði þjónustu við sjúklinga sem þurfa á ytri öndunarvélameðferð að halda. 10. Bráð bólguviðbrögð (SIRS) á bráðamóttöku í Fossvogi Þorsteinn Jónsson1, Guðbjörg Pálsdóttir2 1Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2bráðasviði Landspítala Bakgrunnur: Bráð bólguviðbrögð (Systemic Inflammatory Response Syndrome, SIRS) eru skilgreind breyting á öndunartíðni, hjartsláttartíðni, líkamshita og fjölda hvítra blóðkorna. Tveir eða fleiri þættir þurfa að uppfylla ákveðin skilmerki til að kallast bráð bólguviðbrögð. Viðmið fyrir bráð bólguviðbrögð eru vel þekkt og hefur verið stuðst við þau á gjörgæsludeildum í mörg ár en lítið er vitað um sjúklinga með bráð bólguviðbrögð á bráðamóttökum. Viðmið fyrir bráð bólguviðbrögð hafa verið gagnrýnd fyrir að vera ósértæk. Markmið: Að kanna tíðni, lífeðlisfræðilega þætti og afdrif sjúklinga sem leituðu á bráðamóttöku Landspítala (LSH) í ljósi viðmiða um bráð bólguviðbrögð. Aðferð: Rannsóknargögnum var safnað afturvirkt úr rafrænni sjúkra- skrá á tímabilinu 1. október 2011 – 30. nóvember 2011 og voru allir sjúklingar sem leituðu á bráðamóttöku í úrtakinu. Niðurstöður: Alls leituðu 3971 sjúklingar á bráðadeild á rannsóknar- tímabilinu. Rúmlega 8% sjúklinga 18 ára og eldri (n=322) voru með skilgreind viðmið fyrir bráð bólguviðbrögð. Meðalaldur var 54 ár. Að meðaltali voru sjúklingar með bráð bólguviðbrögð að anda 24 sinnum á mínútu. Hjartsláttur var að meðaltali 107/mín og líkamshiti að meðaltali 37,8°C. Þá var fjöldi hvítra blóðkorna að meðaltali 11x10E9/L. Tæplega 68% sjúklinga (n=218) voru með tvo af fjórum þáttum bráðra bólgu- viðbragða og 30,4% (n=98) var með þrjá af fjórum þáttum. Rúmlega 2% sjúklinga (n=7) voru í lostástandi við komu (slagbilsblóðþrýstingur <90mmHg). Um 50% sjúklinga (n=163) fengu bólgu- og/eða sýkingar- greiningu á bráðamóttöku. Algengustu sjúkdómsgreiningarnar voru lungnabólga, kviðverkur, hiti og þvagfærasýking. Þá fengu 3,7% sjúk- linga (n=12) greininguna sýklasótt. Tæplega 47% sjúklinganna (n=151) lögðust inn á LSH, þar af 3,4% á gjörgæsludeild (n=11). Meðallegutími á sjúkrahúsi var fjórir dagar. Þrjátíu daga dánartíðni var 2,5% (n=8). Ályktanir: Ef fjöldi sjúklinga með skilgreind viðmið fyrir bráð bólgu- viðbrögð er yfirfærður á fjölda bráðakoma 2012, má áætla að 5889 sjúk- lingar falli innan hópsins árlega. Meðalaldur sjúklinga með bráð bólgu- viðbrögð á bráðadeildum LSH er lágur og meirihluti var með tvo þætti. Tæplega helmingur sjúklinga sem kemur á bráðamóttöku með bráð bólguviðbrögð leggst inn á LSH og svipaður fjöldi fær bólgu- og/eða sýkingargreiningu. Niðurstöðurnar gætu verið til marks um að viðmið fyrir bráð bólguviðbrögð séu ósértæk fyrir sjúklinga á bráðamóttökum. 11. Sjö daga lota í mynstri legulengdar og dánartíðni eftir innlögn af bráðamóttöku Landspítala Elísabet Benedikz1,2, Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir3,4, Bjarki Þór Elvarsson5, Brynjólfur Mogensen1, 3, 6 1Bráðamóttöku, 2gæða- og sýkingarvarnadeild, vísinda og þróunarsviði, 3rannsóknarstofu Landspítala og HÍ í bráðafræðum, 4hjúkrunarfræðideild, 5raunvísindadeild, 6læknadeild Háskóla Íslands Bakgrunnur: Þekkt er úr erlendum rannsóknum að dánartíðni sjúklinga er um 10% hærri eftir innlagnir um helgar en virka daga. Áhrifin eru rakin til vaktaástands þegar mönnun til að sinna verkefnum og taka ákvarðanir er í lágmarki. Markmið: Að skoða áhrif komudags og innlagnartíma á 30-daga dánar- líkur og/eða legulengd eftir innlögn frá bráðamóttöku Landspítala. Aðferðir: Rannsóknin var aftursæ þýðisrannsókn. Skoðaðir voru allir sjúklingar sem lögðust inn frá bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi tímabilið 1. maí 2010 t/m 30. apríl 2011. Upplýsingar voru fengnar úr rafrænni sjúkraskrá. Útilokaðir voru sjúklingar sem fóru á skamm- verueiningu. Tvíkosta aðhvarfsgreiningu var beitt til að spá fyrir um dánartíðni en línulegri aðhvarfsgreiningu til að skoða legulengd. Niðurstöður: Alls voru 7208 sjúklingar rannsakaðir. Mánudags morgun- vaktir og helgarnæturvaktir höfðu fleiri komur en sambærilegar vaktir aðra daga. Meðaldánartíðni þrjátíu dögum eftir innlögn var 4,47%. Sjúklingar sem lögðust inn eftir komu á morgunvakt voru bæði eldri og höfðu marktækt hærri dánartíðni en þeir komu á kvöld- og næturvakt (OR = 1.56; 95% CI: 1,05-2,37). Hæst var 30-daga dánartíðnin eftir komu á miðvikudagsmorgunvakt (6,55%) en næsthæst eftir komu á föstudags- morgunvakt (6,24%). Kvöldvaktir á föstudögum og laugardögum höfðu hærri dánartíðni en aðrar kvöldvaktir vikunnar en þó lægri en morgun- vaktir sömu daga. Þegar skoðaður var munur á 30-daga dánartíðni eftir dögum vikunnar, kom í ljós að hlutfall látinna var 14,4% hærra eftir inn- lögn föstudag t/m laugardag samanborið við aðra daga. Sunnudagar höfðu hins vegar lægri dánartíðni en aðrir vikudagar. Sjúklingar sem lögðust inn af dagvakt lágu 13,7% lengur inni en sjúklingar sem komu á öðrum tímum sólarhringsins. Ályktanir: 30-daga dánartíðni eftir innlagnir um helgar er hærri en eftir innlagnir virka daga ef frá er talinn sunnudagur. Þetta virðist í takt við niðurstöður erlendra rannsókna. Sjúklingar sem koma á morgunvaktir eru eldri, liggja lengur inni og hafa hærri dánartíðni en sjúklingar sem koma á kvöld- og næturvöktum. 12. Upplýsingar sem sjúklingum eru veittar um lyf á sjúkrahúsi í London Freyja Jónsdóttir1,Wendy Pullinger2, Dr. Felicity Smith3. 1Sjúkrahúsapóteki Landspítala, 2Sjúkrahúsapóteki St. George’s Healthcare NHS Trust London, UCL School of Pharmacy London Bakgrunnur: Til er fjöldi rannsókna sem sýna fram á það að röng lyfja- notkun hefur í för með sér talsverða byrði á heilbrigðiskerfi og einnig hefur verið sýnt fram á það að aðkoma lyfjafræðinga getur haft jákvæð áhrif á heilsufar sjúklinga. Markmið: Að kanna hversu miklar lyfjaupplýsingar lyfjafræðingar (og lyfjatæknar) veita sjúklingum og kanna hvaða upplýsingar voru veittar. Einnig var kannað hvaða áhrif vinnuálag hefði á upplýsingagjöfina. Aðferðir: Rannsóknin var gerð með þátttökuathugun á starfsháttum í afgreiðsluapóteki og könnun á meðal lyfjafræðinga og lyfjatækna sem unnu á deildum eða í afgreiðsluapótekinu. Niðurstöður: Í fyrra skrefinu var fylgst með afhendingu 128 lyfja.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.