Læknablaðið : fylgirit - 07.03.2014, Blaðsíða 5

Læknablaðið : fylgirit - 07.03.2014, Blaðsíða 5
6 LÆKNAblaðið 2014/100 FYLGIRIT 77 B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 3 F Y L G I R I T 7 4 24 í óbyggðum. Útköll þyrlu til leitar og björgunar voru 36 (20,6%) og af þeim voru 9 á sjó (25%) og 27 á landi (75%), þar af 17 í óbyggðum. Útköll voru í 80,4% að degi til. Aðstæður til flugs voru í 70% útkalla góðar, í 13,7% útkalla meðalgóðar og í 11,9% tilvika slæmar eða mjög slæmar. Þyrlan lenti í heild 54 sinnum við bráðamóttöku Landspítala og flutti þangað samtals 58 sjúklinga. Ályktanir: Meirihluti fluga þyrlu Landhelgisgæslunnar árið 2012 var með slasaða og bráðveika sjúklinga. Einungis helmingur þeirra voru sóttir í byggð. Líklegt er að hluti sjúklinga hafi ekki verið aðgengilegur á skömmum tíma nema úr lofti. 4. Efnaslys – viðbrögð Sveinbjörn Gizurarson Öryggisnefnd Háskóla Íslands Bakgrunnur: Háskóli Íslands er einn af stærstu vinnustöðum lands- ins með um 16 þúsund nemendur og rúmlega 2000 starfsmenn. Í Háskólanum er unnið með flesta þá efnaflokka sem finnast, hvort sem það eru föst efni, fljótandi eða lofttegundir, ætandi-, sprengifim- eða geislavirk efni og líffræðilega skaðvalda, svo fátt eitt sé nefnt. Ef um efnaslys er að ræða, þarf að bregðast hratt og örugglega við, hlúa að hinum slasaða og tryggja að efnið dreifist ekki víðar en það hefur gert. Markmið/aðferðir: Farið var yfir þau óhöpp og slys sem höfðu átt sér stað síðustu ár í Háskóla Íslands og kannað hvernig mætti efla samstarfið milli Háskóla Íslands, sjúkraflutninga og bráðamóttöku Landspítalans. Niðurstöður: Fyrirbyggjandi samstarf öryggisnefndar Háskóla Íslands, sjúkraflutninga og bráðamóttöku Landspítalans skiptir lykilmáli til að vel fari. Samstarfið felst í því að fara yfir og tryggja að viðbragðsáætlanir séu til staðar, áhættumat sé rétt og ef það eru til mótefni, þá séu þau aðgengileg t.d. á Landspítalanum. Í mörgum tilfellum eru aðstæður vanmetnar eða ofmetnar t.d. ef verið er að vinna með ný og óþekkt efni. Ályktanir: Fyrirbyggjandi samstarf um viðbrögð við efnaslysum mætti vera nánara. Allir þeir aðilar sem koma að fyrstu viðbrögðum þurfa að hittast reglulega og útbúa og/eða fara yfir viðbragðsáælanir. Í vissum tilfellum gæti þurft mjög sérhæfð viðbrögð til að bregðast við efnaslysi eða þegar verið er að prófa nýtt lyf t.d. í klínísku prófi. 5. Líðan þolenda snjóflóðanna á Vestfjörðum: 16 ára eftirfylgd Edda Björk Þórðardóttir1,2, Berglind Guðmundsdóttir1,2,3, Unnur Anna Valdimarsdóttir1,4, Ingunn Hansdóttir2 1Miðstöð í lýðheilsuvísindum Háskóla Íslands, 2sálfræðideild Háskóla Íslands, 3geðsviði Landspítala, 4faraldsfræðideild Harvard School of Public Health Bakgrunnur: Árið 1995 féllu tvö mannskæð snjóflóð í Súðavík og á Flateyri sem tóku líf 34 manna. Fáar rannsóknir hafa kannað langtíma- áhrif hamfara á heilsu eftirlifenda. Markmið: Meginmarkmið rannsóknarinnar var að meta andlega og líkamlega heilsu þolenda snjóflóðanna 16 árum síðar, í samanburði við líðan annarra Íslendinga. Aðferð: Spurningalistar voru sendir til þeirra sem bjuggu í Súðavík og á Flateyri árið 1995, voru 18 ára eða eldri árið 2011 og búsettir á Íslandi (N=399). Til samanburðar var sambærilegur spurningalisti sendur til íbúa Breiðdalsvíkur og Raufarhafnar árið 1995, svæða sem stafar engin hætta af snjóflóðum, sem voru 18 ára eða eldri árið 2011 og búsettir hér á landi (N=541). Svarhlutfall var 72% (286/399) í þolendahópnum og 66% (357/541) í samanburðarhópnum. Depression Anxiety Stress Scales (DASS-21) var notaður til að meta einkenni kvíða, þunglyndis og streitu. Almennur svefnvandi var metinn með Pittsburg Sleep Quality Index (PSQI) og svefntruflanir tengdar áfallastreitu voru metnar með PSQI-Addendum for PTSD (PTSD-A). Áfallastreita var metin með Posttraumatic Diagnostic Scale (PDS). Líkamleg heilsa var metin með spurningalista. Niðurstöður: Þolendur snjóflóðanna voru líklegri til að upplifa í dag almenn svefnvandamál (PSQI stig > 5) (aRR=1.34; 95% CI [1.05-1.70]); svefntruflanir tengdar áfallastreitu (PSQI-A stig ≥ 4) (aRR=1.86; 95% CI [1.30-2.67] ); króníska bakverki (aRR 1.65; 95% CI 1.23-2.23); mígreni (aRR 1.75; 95% CI 1.14-2.69); magasár eða magabólgur (aRR 2.91; 95% CI 1.26-6.72) og önnur magavandamál (aRR 1.72; 95% CI 1.07-2.77) en samanburðarhópurinn. Fimmtán prósent þolenda upplifa í dag áfalla- streitu tengda snjóflóðunum (PSSSR stig > 14). Ályktanir: Svefnvandamál, sérstaklega þau sem tengjast áfallastreitu og streitutengdir sjúkdómar eru algengari meðal þolenda snjóflóðanna en annarra Íslendinga, 16 árum eftir hamfarirnar. Auk þess er hátt hlutfall þolenda með einkenni áfallastreitu í samanburði við sambærilegar er- lendar rannsóknir. Niðurstöður benda til mikilvægi þess að samfélögum sem verða fyrir hamförum standi til boða gagnreynd meðferð við áfalla- streitu og svefnvandamálum til lengra tíma. 6. Aukning á heima- og frítímaslysum milli áranna 2003 - 2011 Edda Björk Þórðardóttir1,2,3, Sigríður Haraldsdóttir1,2, Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir4,5, Brynjólfur Mogensen4,6 1Embætti landlæknis, 2Miðstöð í lýðheilsuvísindum Háskóla Íslands, 3sálfræðideild Háskóla Íslands, 4rannsóknarstofu Landspítala og HÍ í bráðafræðum, 5hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 6læknadeild Háskóla Íslands Bakgrunnur: Heima- og frítímaslys hafa verið algengasta tegund slysa frá því skráning í Slysaskrá Íslands hófst árið 2002, eða um helmingur allra skráðra slysa. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að flestar komur vegna meiðsla á bráðadeildir sjúkrahúsa í Evrópu eru vegna heima- og frítímaslysa, en þau eru jafnframt sú tegund slysa sem oftast leiðir til innlagnar á sjúkrahús. Markmið: Meginmarkmið rannsóknarinnar var að meta tíðni heima- og frítímaslysa sem skráð voru á Landspítalanum árin 2003-2011 og kanna hugsanlega áhættuþætti, s.s. kyn og aldur. Aðferð: Slysaskrá Íslands er miðlægur gagnabanki sem hýsir upplýs- ingar um slys á öllu landinu. Skráð heima- og frítímaslys hjá bráðasviði Landspítalans voru skoðuð í Slysaskrá Íslands fyrir tímabilið 2003-2011. Árleg tíðni slysa auk aldurs og kyns þolenda var reiknuð út og borin saman. Niðurstöður: Heima- og frítímaslysum fjölgaði á rannsóknartímabilinu úr 38 í 43 slys á hverja 1.000 íbúa á ári. Slysatíðnin var breytileg milli ára. Heima- og frítímaslys voru algengari á sumrin en á öðrum árstímum. Karlar voru líklegri til að slasast en konur á öllu tímabilinu, óháð aldri (42 vs. 38 slys á hverja 1.000 íbúa á ári að meðaltali). Slysaaukningin á þessu tímabili var mest í yngstu og elstu aldurshópunum. Slysum í aldurshópnum 0-19 ára fjölgaði úr 54 í 64 slys á hverja 1.000 íbúa á ári á rannsóknartímabilinu. Meðal 75 ára og eldri fjölgaði slysum úr 50 í 59 slys á hverja 1.000 íbúa á ári á rannsóknartímabilinu. Ályktanir: Karlar, börn og aldraðir voru í meiri áhættu að verða fyrir heima- og frítímaslysi en aðrir hópar á árunum 2003-2011. Nauðsynlegt er að rýna nánar í slysagögn og rannsaka m.a. tildrög slysa og athafnir

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.