Læknablaðið : fylgirit - 07.03.2014, Blaðsíða 6

Læknablaðið : fylgirit - 07.03.2014, Blaðsíða 6
LÆKNAblaðið 2014/100 FYLGIRIT 77 7 B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 3 F Y L G I R I T 7 4 sem ollu þeim, auk tegundar og alvarleika meiðsla. Nánari rannsókn á ofangreindum þáttum er forsenda þess að hægt sé að koma á fót árang- ursríku forvarnarstarfi til að snúa þessari þróun við. 7. Teymisþjálfun á slysa- og bráðamóttöku með notkun BEST hugmyndafræðinnar Ingibjörg Lára Símonardóttir1, Pálmi Óskarsson1, Hildigunnur Svavarsdóttir2 1Slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri, 2skrifstofu forstjóra á Sjúkrahúsinu á Akureyri Bakgrunnur: Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að “non- technical” þættir s.s. samvinna, forysta, ákvarðanataka og góð samskipti séu lykilþættir í árangursríkri teymisvinnu heilbrigðisstarfsmanna. Læknar í Noregi hafa þróað áhrifaríka þjálfun s.k. BEST (better and systematic team training) sem upphaflega var hugsuð til að meðhöndla áverkasjúklinga. Síðar þróaðist þessi þjálfun upp í teymisþjálfun sem hægt er að nýta við mismunandi aðstæður inni á sjúkrahúsum. BEST hugmyndafræðin hefur verið kynnt og prófuð á Sjúkrahúsinu á Akureyri með góðum árangri. Aðferðir: BEST námskeiðið er eins dags námskeið sem skipulagt er út frá þörfum hverrar stofnunar. Þjálfunin fer fram á bráðastofu stofn- unar, þar sem eigin tæki og tól eru nýtt til að meðhöndla “sjúklinginn”. Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum, verklegri þjálfun og um- ræðum. Áherslan er lögð á teymisvinnuna og “non-technical” þætti. Æfingin er tekin upp á myndband, umræður um æfinguna á eftir og svo er æfingin endurtekin til að læra af því sem betur mátti fara. Niðurstöður: Frá árinu 2010 hefur Sjúkrahúsið á Akureyri notað BEST hugmyndafræðina með það að markmiði að ná markvissum árangri. Nú er unnið eftir nýjum verklagsreglum um móttöku og meðferð áverka- sjúklinga, áverkateymi hefur verið stofnað og haldnir eru þverfaglegir fundir. Reglulegar æfingar eru hjá áverkateymi þar sem lögð er áhersla á “non-technical” þætti. Í ljósi góðs árangurs í teymisvinnu við meðferð áverkasjúklinga er nú BEST þjálfunaraðferðin einnig notuð við endur- lífgunaræfingar með góðum árangri. Það sem reyndist erfiðast í þessu ferli var að fá alla meðlimi teymisins til að breyta gömlu verklagi og huga meira að “non-technical” þáttunum. Í dag eru allir ánægðir með nýtt verklag og BEST þjálfunina sem er ódýr og einföld í framkvæmd og viðhaldi og miðast við búnað og mannafla viðkomandi stofnunar. Ályktanir: BEST þjálfunin hefur sýnt sig vera árangursrík leið til þjálf- unar á sjúkrahúsinu enda er farið að nýta hugmyndafræðina við ýmis konar aðstæður þar sem þörf er á teymisvinnu s.s. móttöku áverka- sjúklinga, endurlífgun o.fl. Það að byggja upp markvisst teymi, bera virðingu fyrir hlutverkum hvers og eins í teyminu og leggja áherslu á “non-technical” þætti í æfingunum á sjúkrahúsinu er talinn vera mikilvægur þáttur í að efla starfsfólk og stuðla að auknu öryggi í þeirri þjónustu sem starfsfólk sjúkrahússins veitir. 8. Á að skorða hrygg eftir áverka? Viðar Magnússon Bráðasviði Landspítala Bakgrunnur: Háls- og hryggáverkar geta leitt til mænuskaða. Talið er að mikil hreyfing á hálsi og hrygg eftir áverka geti valdið auknum skaða. Því er mikið upp úr því lagt að skorða háls og hrygg við minnsta grun um áverka. Vaninn hefur verið að skorða með stífum hálskraga og bak- bretti og er sú aðferð kennd á námskeiðum um skyndihjálp, við þjálfun sjúkraflutningamanna og bráðatækna, og á námskeiðum í sérhæfðri slysameðferð fyrir lækna. Þessi aðferð hefur verið tekin inn í vinnuferla sjúkraflutningamanna um allan heim. Borið hefur á því að vaninn sé að byrja á því að skorða háls áður en öndunarvegur er opnaður. Almennt er talið öruggara að skorða hrygg en að sleppa því. Markmið: Að kanna hvort rannsóknir styðji skorðun á hrygg með kraga og bretti og hvort til séu aðrar betri aðferðir til þess að flytja sjúklinga með hugsanlega áverka á hrygg. Aðferðir: Könnuð voru Cochrane yfirlit og nýlegar yfirlitsgreinar um efnið og heimildir þeirra skoðaðar að auki. Niðurstöður: Engar stórar slembirannsóknir sem sýna fram á gagnsemi þess að skorða hrygg með kraga og bretti fundust. Tvær stórar aftur- sæjar samanburðarrannsóknir og nokkrar minni rannsóknir hafa verið birtar sem sýna fram á mögulegan skaða vegna skorðunar á hrygg, svo sem legusár og jafnvel aukna dánartíðni. Þá ýmsar smærri rannsóknir verið birtar sem kanna getu mismunandi aðferða við að skorða hrygg en niðurstöður eru óljósar um það hvort aðferðirnar gagnist til að minnka skaða. Umræða: Undanfarin misseri hefur komið fram vaxandi gagnrýni á skorðun á hrygg með kraga og bretti og að þetta sé ekki vísindalega gagnreynd aðferð. Ekki hefur verið sýnt fram á að aðferðin gagnist til þess að draga úr líkum á mænuskaða en auk þess gefa nokkrar rann- sóknir til kynna að þessi meðferð sé ekki hættulaus. Í vaxandi mæli er því verið að endurskoða sjúkraflutninga eftir áverka og kallað eftir gagnreyndri þekkingu. Hvort þörf sé fyrir skorðun á hrygg og með hvaða hætti þarfnast frekari rannsókna í framtíðinni. 9. Upplifun starfsfólks á bráðamóttöku í Fossvogi af því að vera í ytri öndunarvélarmeðferð Guðbjörg Pálsdóttir1, Þorsteinn Jónsson2 1Bráðasviði Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Bakgrunnur: Reynsluþekking er stór þáttur í heilbrigðisvísindum. Kennismiðir í hjúkrunarfræði hafa bent á mikilvægi þess að heilbrigðis- starfsfólk setji sig í spor sjúklinga til að skilja þarfir þeirra. Fjölmargir sjúklingar sem leita á bráðadeildir í andnauð eru meðhöndlaðir með ytri öndunarvél. Rannsóknir gefa til kynna breytileika í notkun á ytri öndunarvélum og má ætla að reynsluþekking hafi þar áhrif. Tilgangur verkefnisins var að efla þekkingu starfsfólks á bráðamóttöku í Fossvogi á ytri öndunarvélameðferð og greina fræðsluþörf. Markmið: Að kanna upplifun þátttakenda af því að vera í ytri öndunar- vél og skynjun þeirra af mismunandi stillingum. Aðferð: Tilviljunarkennt úrtak á sex morgunvöktum á bráðamóttöku haustið 2013 þar sem starfsfólki var boðin þátttaka. Rannsóknin var kynnt og munnlegs samþykkis aflað. Þátttakendur voru settir í ytri önd- unarvél á tveimur stillingum, mínútu á hvorri. Milli stillinga svöruðu þátttakendur spurningum rafrænt. Fyrri stillingin á öndunarvélinni var 12/6cmH2O, ÖT 16/mín og seinni stillingin 16/8cm/H2O, ÖT 20/mín. Niðurstöður: Alls tóku 63 starfsmenn þátt. Fyrri stilling: Rúmlega 40% vissi ekki hver innöndunarþrýstingurinn var og rúmlega 30% taldi innöndunarþrýstinginn vera á bilinu 5-10cm/H2O.Tæplega 47% vissi ekki hver lok-útöndunarþrýstingurinn var og 50% taldi sig anda 10-15 sinnum á mínútu. Seinni stilling: Rúmlega 37% taldi innöndunar- þrýsting vera 10-15cm/H2O og tæplega 34% vissi ekki hver innönd- unarþrýstingurinn var. Þá vissu ekki rúmlega 43% hver var lok-útönd-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.