Læknablaðið : fylgirit - 06.03.2015, Blaðsíða 10

Læknablaðið : fylgirit - 06.03.2015, Blaðsíða 10
B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 5 F Y L G I R I T 8 3 10 LÆKNAblaðið 2015/101 FYLGIRIT 83 Ágrip veggspjalda Kynning 1 V-1 SENATOR: Þróun og klínísk prófun á nýjum hugbúnaði sem metur og gefur ráðleggingar um lyfjameðferð og aðrar meðferðarleiðir hjá eldri einstaklingum Aðalsteinn Guðmundsson1,2, Ástrós Sverrisdóttir1, Sólveig Sigurbjörnsdóttir1, Ólafur Samúelsson1, Pétur S. Gunnarsson1,3 1Landspítala, 2læknadeild, 3lyfjafræðideild Háskóla Íslands adalstg@landspitali.is Bakgrunnur: Landspítalinn er þátttakandi í rannsókninni SENATOR (Development and clinical trials of a new Software ENgine for the Assessment & Optimization of drug and non-drug Therapy in Older persons). Bakhjarl og styrktaraðili rannsóknarinnar er 7. rammaáætlun EU (Grant agreement No 305930). Öldruðum með marga langvinna sjúkdóma fjölgar hratt í löndum Evrópu. Samhliða fjölgar ábendingum lyfjameðferðar sem ýtir undir fjöl- lyfjameðferð og líkur á óviðeigandi lyfjameðferð aukast. Aukaverkanir lyfja eru tíðari og alvarlegri hjá öldruðum og tengist meðal annars lífeðlisfræðilegum breytingum, fjölda langvinnra sjúkdóma, fjöllyfja- notkun og óviðeigandi lyfjameðferð. Einnig eru vísbendingar um að þekkingargrunnur öldrunarlækninga og önnur meðferðarúrræði (svo sem næringarráðgjöf, sjúkra- og iðjuþjálfun) séu vannýtt. Markmið: Meðal viðfangsefna er þróun hugbúnaðar (SENATOR) sem leggur mat á lyfjameðferð aldraðra einstaklinga, metur aukaverkanir og gefur ráðleggingar um bestu lyfjameðferð og hugsanlega aðra meðferð. Aðferð: SENATOR rannsóknin er framskyggn samanburðarrannsókn. Rannsakendur í 8 löndum koma að verkefninu sem samanstendur af 12 vinnuhlutum. Niðurstöður: Algengar aukaverkanir sem hafa fundist í forprófunum eru, til dæmis byltur, óráð, blæðingar, salttruflanir og nýrnabilun. Ályktanir: Fyrri hluti rannsóknar sem skoðar viðmiðunarhóp er þegar hafinn. Ekki liggja fyrir niðurstöður. Í seinni áfanga bætist við íhlutunar- hópur þar sem hugbúnaðurinn gefur meðhöndlandi læknum ráðlegg- ingar um lyfjameðferð og ábendingar um aðra meðferð. Á vefsíðunni www.senator-project.eu/home/ eru upplýsingar um undir- búning og framkvæmd SENATOR. V-2 Gæði í auknu flæði Elfa Þöll Grétarsdóttir1,2,,Anna Björg Jónsdóttir1, Gunnhildur Peiser1, Ingibjörg Sigurþórsdóttir1, Hlíf Guðmundsdóttir1,2,, Margrét Guðnadóttir3, Sigrún Lind Egilsdóttir1, Þórhildur Kristinsdóttir1 1Öldrunardeild, flæðisviði Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 3Heimaþjónustu Reykjavíkur elfag@landspitali.is Bakgrunnur: Innlögnum fjölveikra aldraðra á bráðasjúkrahús fjölgar. Þessi sjúklingahópur er í mikilli hættu á fylgikvillum sjúkrahúslegu, svo sem þrýstingssárum, byltum, óráði og færniskerðingu. Þessir fylgikvillar valda því að legutími lengist, sjúkrahúskostnaður eykst og einstaklingar útskrifast síður heim í sjálfstæða búsetu. Með því að nota einfalt skim- unartæki við innlögn er hægt að meta hvaða einstaklingar eru í mestri hættu á alvarlegum fylgikvillum sjúkrahúslegu. Markmið: Að kynna þrjú gæðaverkefni á flæðisviði sem hafa hlotið styrk frá velferðaráðuneytinu. Þessi verkefni eiga öll að stuðla að bættri þjónustu við bráðveika og hruma aldraða um leið og reynt verður að stytta legutíma, fækka endurinnlögnum og fækka fylgikvillum sjúkra- húslegu. Aðferð: 1) Þegar aldraður einstaklingur kemur á bráðamóttöku verður hann skimaður með interRAI ED screening sem metur hrumleika hans. Eftir því sem hærra stig fæst úr matinu er meiri þörf á sérhæfðri öldr- unarþjónustu. Niðurstöður verða notaðar til að ákvarða þjónustu. 2) Þeir sem eru metnir með mikinn hrumleika auk bráðavandans og leggjast inn verður vísað til öldrunarteymis sem mun fylgja þeim eftir á þeirri bráðadeild sem þeir leggjast inn á. Þeir sem ekki leggjast inn en eru flokkaðir sem hrumir fá tilvísun á göngudeild aldraðra á Landakoti, þar sem þeir fá þverfaglega þjónustu. 3) Unnið verður að auknu sam- starfi við heimahjúkrun til að gera útskriftir af Landspítala skilvirkari og bæta þjónustu. Þjónustustjóri mun halda utan um allar útskriftir af bráðaöldrunardeild og vinna í nánu samstarfi við teymisstjóra í heima- hjúkrun. 4) Unnið verður að gerð verkferla á öllum stigum þjónustu við aldraða innan kerfis Landspítala. Niðurstöður: Búist er við því að hægt verði að stytta legutíma aldraðra sjúklinga á Landspítala auk þess að endurinnlögnum muni fækka sem og fylgikvillum rúmlegu. Gert er ráð fyrir því að hlutfall þeirra sem út- skrifast heim í fyrra búsetuúrræði fjölgi um leið og þeim sem útskrifast í varanlega vistun á stofnanir mun fækka. Ályktanir: Með bættum verkferlum er búist við skilvirkari og betri þjónustu við aldraða á öllum þjónustustigum Landspítala og í heima- hjúkrun og að flæði verði skilvirkara. V-3 Ákjósanleg matstæki til skimunar og greiningar á óráði Elfa Þöll Grétarsdóttir1,2,, Steinunn Arna Þorsteinsdóttir1 og Tryggvi Þórir Egilsson1 1Öldrunardeild flæðissviðs Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands elfag@landspitali.is Bakgrunnur: Óráð er algengt, stundum lífsógnandi ástand, sem oft er ógreint. Markmið: Að þýða og kynna matstæki til skimunar og greiningar á óráði, sem vinnuhópur um klínískar leiðbeiningar um óráð mælir með. Gerð verður grein fyrir því hvernig tækin eru notuð og við hvaða að- stæður. Aðferð: Þrjú matstæki fyrir óráð hafa verið þýdd og prófuð, hvert þeirra hefur mismunandi markmið og hentar við mismunandi aðstæður. Niðurstöður: Það tæki sem best hentar við hjúkrun er skimunartækið DOS (The Delirium Observation Screening Scale). Það er auðvelt í notkun og krefst ekki sérstakrar þjálfunar. Mælt er með því að það sé notað daglega við skimun sjúklinga í áhættuhópi. Það hefur reynst réttmætt og áreiðanlegt við skimun. Annað notendavænt matstæki sem krefst dálítið meiri reynslu og þekkingar er 4AT. Það hentar vel fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga við skoðun sjúklinga í áhættuhópi. Niðurstöður gefa sterka vísbendingu um óráð en matstækið er það nýtt, að réttmæti og

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.