Læknablaðið : fylgirit - 30.09.2016, Blaðsíða 6

Læknablaðið : fylgirit - 30.09.2016, Blaðsíða 6
6 LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 89 V I . V Í S I N D A Þ I N G G E Ð L Æ K N A F É L A G S Í S L A N D S 2 0 1 6 F Y L G I R I T 8 9 1. Almenn geðheilsa og lyf Kristinn Tómasson Vinnueftirliti ríkisins Inngangur: Notkun lyfja er algeng við sértækum greiningum og ákveðnum vandamálum. Sum eru án einkenna en önnur meðferð miðar að núverandi einkennum. Markmið hér er að skoða tengsl milli almennrar geðheilsu, mældrar með „hvernig metur þú almennt andlega heilsu þína“ og lyfjameðferðar í þverskurði. Aðferðir: Safnað hefur verið gagnasafni sem ber heitið Heilsa og líðan árið 2007, 2009 og 2012 og má finna útlistun á því á vef Landlæknis. Skoðuð voru tengsl þessarar spurningar við notkun lyfja við astma, háum blóðþrýstingi, blóðfitum, gigt, bakverkjum, magasári, sýkingum höfuðverkjum, skjaldkirtilssjúkdómi, svefns, kvíða og þunglyndi eins og fram kemur í gagnasafninu frá 2012. Þá er í aðhvarfsgreiningu skoðuð þessi tengsl, að teknu tilliti til kyns, aldurs, líkamsþyngdarstuðuls sam- tímis með og án lyfja við geðeinkennum. Niðurstöður: Í stóra líkaninu má sjá að þeir sem nota lyf vegna verkjasjúkdóma og geðeinkenna hafa sterkustu tenginguna við mat á almennri andlegri heilsu. Í þessu líkani eru kyn og líkamsþyngdarstuðull áhrifabreytur. Þetta módel „skýrir“ 16 prósent af breytileikanum í almennri andlegri heilsu. Þegar hins vegar meðhöndlun vegna geðeinkenna er tekin frá líkaninu, þá eru astmi, blóðfitu, gigt og bakverkir, magasár og sýkingar tengd lægra mati á almennri andlegri heilsu. Þetta módel „skýrir“ 5 prósent af breytileikanum í almennri andlegri líðan. Hér eru aldur og líkamsþyngdarstuðull áhrifabreytur. Ályktun: Gamla spurningin um tengsl blóðfitulyfja við geðheilsu er samkvæmt þessu ekki alveg útkljáð og er áminning um hvernig algeng lyf geta haft áhrif á almenna líðan. Kalla þarf eftir betri þekkingu um áhrifaþætti almennrar geðheilsu. 2. Rannsókn á nýgengi sjálfsvíga á Íslandi, 1911-2014 Sigurður Páll Pálsson1, Högni Óskarsson2, Lilja Sigrún Jónsdóttir3 1Geðsviði Landspítala, 2Embætti landlæknis, 3Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Markmið: Rannsaka nýgengi sjálfsvíga frá 1911-2014. Niðurstöður: Sjálfsvíg voru 2135 á 105 árum, 11,1 per 100000 (Karlar 16,7/100000 en konur 5,3 /100000). Sé staðlað miðað við 15 ára og eldri er nýgengi 15,2 (Karlar 23,6 en konur 7,3). Sjálfsvíg eru sjaldgæf hjá yngri en 15 ára og nær einungis meðal drengja(16/1). Nýgengi hjá yngri en 15 ára var 0,34 per 100000.Kynjahlutfall (Karlar/konur) var yfir allt tímabilið 3,2 en var 2,5 í upphafi síðustu aldar. Aldraðir karlar (75+) höfðu hæsta nýgengið fyrstu 3 áratugi síðustu aldar ( hæst á árabilinu 1911-1920 (82 per 100000) en lækkaði niður í 8,2 á árabilinu 1971-1980. Á árabilinu 2009-2014 jókst nýgengið í 39,2. Þó þetta sé marktæk aukning miðað við áratugina á undan þá var nýgengið 39,8 á árabilinu1961-70. Nýgengi sjálfsvíga karla, 15-24 ára, var 29.9 per 100000 bæði árabilin 1981-1990 og 1991-2000. Nýgengið var 23,4 árabilið 2001-2008 og hafði lækkað í 15,2 á árabilinu 2009-2014. Nýgengi sjálfsvíga 25-34 ára karla var 29,6 á árabilinu 2009-2014 sem er það hæsta fyrir þann aldurhóp á öllu tímabilinu. Konur í aldurhóp 55-64 höfðu yfirleitt hæst nýgengi sjálfsvíga. Nýgengi sjálfsvíga var hæst hjá körlum árið 1966 (47,0) en árin 1983 (42,3), 2000 (40,4) og 1984 (38,2) fylgja þar á eftir. Nýgengi sjálfsvíga kvenna var hæst árið 2013 (22,8) en árin 1915 (15,9), 1987 (15,4), 1949 (14,3) fylgja þar á eftir. Ályktun: Miklar sveiflur eru í sjálfsvígum milli ára. Ungir karlar og eldri karlar er sá aldurshópur sem fylgjast þarf best með. 3. Greining þunglyndis karla í samfélaginu og tengsl þess við kortisól og testósterón Bjarni Sigurðsson1, Sigurður Páll Pálsson2, Magnús Jóhannsson1 1Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, læknadeild HÍ, 2geðsviði Landspítala Bakgrunnur: Kynjamunur hefur verið áberandi í faraldsfræðilegum rannsóknum á lyndisröskunum þar sem kvíðasjúkdómar og þunglyndi hafa verið algengari meðal kvenna en hegðunarraskanir og misnotkun á áfengi og/eða annarra vímuefna hafa verið algengari meðal karla. Sjálfsvíg eru mun algengari meðal karla, en sjálfsvíg eru talin vera form árásargirni sem beinist inn á við. Einnig er talið að sjálfsvíg tengist geð- sjúkdómum í meirihluta tilfella. Lýst hefur verið sérstöku „þunglyndi karla“ sem einkennist af lágu þoli gegn álagi, árásargirni, hvatvísi og misnotkun áfengis og annara vímugjafa. Markmið og aðferðir: Að bæta greiningu og þannig meðferð á þunglyndi meðal karla. Í fyrsta lagi með því að meta í samfélagsrannsókn næmi og sértækni og um leið gildi Gotlands-skalans (GMDS) við mat á hugsanlegu þunglyndi meðal karla, samanborið við Becks-skalann (BDI) og mat geðlæknis (DSM-IV). Í öðru lagi að kanna möguleg tengsl kortisóls og testósteróns við þunglyndi karla. Niðurstöður: GMDS-skalinn reyndist gildur til skimunar fyrir þung- lyndi karla og algengi á þunglyndi karla reyndist hærra en fyrri rann- sóknir höfðu gefið til kynna (14-15%). Þunglyndir karlar voru líklegri til að vera með hækkað kortisól og testósterón í munnvatni að kvöldi. Marktækt samband reyndist milli hækkunar á kortisóli og testósteróni sem gæti skýrt ytri einkenni hegðunarröskunar hjá þunglyndum körl- um. Samantekt: Niðurstöðurnar gefa vísbendingu um að þunglyndi sé vangreint hjá körlum. Jafnframt styðja niðurstöðurnar skimum fyrir þunglyndi karla með GMDS-skalanum í klínísku starfi. Frekari rann- sóknir og einkum langtímarannsóknir þarf að gera á sambandi kortisóls og testósteróns í meingerð þunglyndis karla þó mæliniðurstöður gefi til kynna að þær styðji við greiningu. 4. Rannsókn á nýrri meðferð við þunglyndi Guðrún Ágústa Sigurðardóttir1, Peter Michael Nielsen2, August Wang1 1Center of Psychiatry, Amager Kaupmannahöfn, 2Dep. of Neurology Glostrup Bakgrunnur: Rannsóknir sýna að hefðbundnar meðferðir við þunglyndi hafa ekki nægilega góða virkni og því er þörf á nýjum meðferðarform- um. Markmið: Um er að ræða opna slembirannsókn sem skoðar möguleika, gæði, virkni og aukaverkanir HALFMIS-meðferðar, sem viðbótarmeð- ferð við þunglyndi. HALFMIS (High Amplitude Low Frequency Music Impulse Stimulation) er ný meðferð þróuð af dönskum taugalæknum. ÚTDRÆTTIR ERINDA

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.