Læknablaðið : fylgirit - 30.09.2016, Blaðsíða 9

Læknablaðið : fylgirit - 30.09.2016, Blaðsíða 9
V I . V Í S I N D A Þ I N G G E Ð L Æ K N A F É L A G S Í S L A N D S 2 0 1 6 F Y L G I R I T 8 9 LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 89 9 hjá þessum einstaklingum og hvað hefur áhrif á horfur. Efni og aðferðir: Öllum þeim einstaklingum sem koma til meðferðar á Laugarásnum er boðið að taka þátt í rannsókninni og skrifa undir sam- þykki. Gögnum um geðheilsu, líkamlega heilsu, einkenni, lyfjameðferð og fíkniefnanotkun verður safnað. Gögn um mismunandi þætti með- ferðarinnar verða skráð og allir gangast undir MRI af höfði og fara í taugasálfræðilegt próf. Verið er að skoða heppilegan gagnagrunn til að skrá gögnin í. Niðurstöður: Söfnun gagna hófst á þessu ári og því eru ekki komnar niðurstöður á þessum tímapunkti. Það er von okkar að geta kynnt niður- stöður á Norræna geðlæknaþinginu 2018. Ályktun: Um er að ræða langtíma framsýna rannsókn sem hófst á þessu ári. Að mati rannsakenda er hér um að ræða einstakt tækifæri til rannsókna á þessu sviði. Ástæðan er smæð þjóðarinnar og sú staðreynd að Laugarásinn er eina meðferðarprógrammið á Íslandi fyrir þá sem fá fyrsta geðrof. Markmiðið er að meirihluti íslenskra ungmenna sem fá geðrof fari í gegnum meðferðina þar og taki þátt í rannsókninni. 13. Fyrsta meðferð hjá ungu fólki með geðrof Alexander Elvarsson², Halldóra Jónsdóttir¹,², Nanna Briem¹ ¹Geðsviði Landspítala, ²læknadeild Háskóla Íslands Inngangur: Laugarásvegur meðferðargeðdeild er sérhæft úrræði fyrir ungt fók með 1. geðrof. Þar er kjörið tækifæri til að fylgjast með sjúk- dómsgangi og meðferð hjá þessum hópi. Markmið: Að kanna fyrstu geðrofslyfjagjöf hjá þjónustuþegum Laugarássins, hvar geðrofslyfjagjöf var sett inn á árunum 2009-2015 og hver var sjúkdómsgreiningin. Einnig að kanna tímalengd fyrstu geðrofslyfjagjafar og hvort ráðleggingum um undibúning geðrofslyfja- meðferðar var fylgt. Aðferðir: Gögnum var safnað á Kleppi og Laugarásnum. Notast var við Sögu, Heilsugátt og Therapy í gagnasöfnun. Lyfjasaga var skoðuð og hvort viðeigandi blóðprufur hafi verið teknar þegar geðrofslyfjagjöf var hafin (blóðsykurmælingar, blóðfitumælingar). Líkamsþyngd við fyrstu geðrofslyfjagjöf og í lok árs 2015 var einnig skoðuð. Tímalengd fyrstu geðrofslyfjagjafar var skoðuð á tvo vegu. Annarsvegar með dag- skömmtum reiknuðum útfrá lyfseðlum og hinsvegar tímalengd milli fyrsta geðrofslyfs og annars geðrofslyfs. Einnig var kannað hve margir af rannsóknarhópnum hafa notað Metformin. Excel, Word og SPSS voru nýtt við úrvinnslu gagna. Niðurstöður: Alls var gögnum safnað fyrir 125 einstaklinga. Hlutfallslega voru fleiri karlmenn en konur í þýðinu. Mikill munur var á fjölda daga milli fyrsta geðrofslyfs og annars geðrofslyfs annarsvegar og dag- skammta af fyrsta geðrofslyfi með tilliti til lyfseðla hinsvegar (438 dagar á móti 132 dögum). Olanzapine var mest notað sem fyrsta geðrofslyf og flestir sem byrjuðu á því lyfi voru á því lengur en í 30 daga. Flestir sem byrjuðu á Olanzapine skiptu um geðrofslyf. Ályktun: Niðurstöður benda til þess að Olanzapin sé mest notaða geðrofslyfið hjá einstaklingum með 1. Geðrof hér á landi, en einnig að meirihluti þeirra sem taka lyfið skipti síðar um geðrofslyf. 14. Meðferð geðklofa með clozapíni hér á Íslandi Oddur Ingimarsson1,2, Magnús Haraldsson1,2, Halldóra Jónsdóttir1,2, James MacCabe3, Engilbert Sigurðsson1,2 1Geðsviði Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Institute of Psychiatry, London, UK Inngangur: Clozapín er eina geðrofslyfið sem hefur ábendingu fyrir meðferð geðklofa sem svarar illa meðferð með geðrofslyfjum. Markmið rannsóknarinnar er að lýsa notkun clozapíns á Íslandi og þá sérstaklega með tilliti til kyrningafæðar (neutropenia). Efni og aðferðir: Gerð var textaleit í sjúkraskrá 1191 sjúklings sem höfðu samþykkt þátttöku í rannsókn á erfðabreytileika og geðrofssjúkdómum að orðum sem tengjast clozapín notkun og helstu aukaverkunum. Þar sem þessi leitarorð fundust var clozapínnotkun staðfest. Samtals fannst 201 sjúklingur með geðklofa þar sem hægt var að staðfesta notkun á clozapíni og 410 sjúklingar með geðklofa sem höfðu aldrei notað það. Niðurstöður: Meðalaldur við upphaf clozapínmeðferðar var 37,8 ár. Eftir 20 ára meðferð voru ennþá 71,2% sjúklinga á clozapínmeðferð. U.þ.b. 17% sjúklinga á clozapíni voru einnig á forðasprautum. Við áætlum að 16% sjúklinga með geðklofa hafi reynt clozapínmeðferð. Meðferð með meira en einu geðrofslyfi var mjög algeng eða í 66% til- vika. Kyrningafæð var hins vegar ekki algengari hjá þeim sem voru á clozapín borið saman við sjúklinga á öðrum geðrofslyfjum. Umræða: Clozapín er öflugasta meðferðin sem til er við geðklofa en er líklega vannýtt. Alvarleg kyrningafæð fær of mikla athygli miðað við aðrar aukaverkanir sem clozapín getur valdið en enginn í rann- sóknarhópnum reyndist hafa hlotið varanlegan skaða af völdum kyrn- ingafæðar. Líklega tengist stór hluti af kyrningafæð hjá sjúklingum á clozapine ekki clozapine meðferð. Það er tífalt líklegra að látast í bílslysi hér á landi en vegna kyrningafæðar hjá þeim sem nota clozapín til lengri tíma (40 ár). 15. Vitrænt mat og endurhæfing ungs fólks eftir geðrof Ólína Viðarsdóttir1, 2, Brynja B. Magnúsdóttir1, 3, David Roberts4, Elizabeth W. Twamley5, Berglind Guðmundsdóttir1, 2, Engilbert Sigurðsson1, 2 1Háskóli Íslands, 2Landspítali, 3Háskólinn í Reykjavík, 4The University of Texas Health Science Center at San Antonio, 5University of California, San Diego and VA San Diego Healthcare System Geðrofssjúkdómar hefjast oftast snemma á lífsleiðinni og hafa því mikil áhrif á tækifæri fólks til náms og starfa á lífsleiðinni auk þess að skerða lífsgæði. Stór hluti þeirrar skerðingar tengist skerðingu á vitrænni getu. Skerðing á vitrænum þáttum (s.s. athygli, minni, stýrifærni og félags- legum skilningi) er partur af sjúkdómsmynd flestra þeirra sem greinast með geðrofssjúkdóma, kemur fram snemma í sjúkdómsferlinu og helst nokkuð stöðug í gegnum sjúkdómsferlið. Mat á vitrænni getu hefur meira forspárgildi um daglega færni og lífsgæði sjúklinga til lengri tíma en sjúkdómseinkenni. Því hefur áherslan á mat á vitrænni getu aukist verulega við greiningu og meðferð geðrofssjúkdóma. Markmið þessa rannsóknarverkefnis er að innleiða og framkvæma vitrænt mat og síðar, byggt á því mati, gera árangursmat á vitrænni endurhæfingu með félagsþjálfun (VEF), á snemmíhlutunargeðdeild Landspítala sem sérhæfir sig í meðferð geðrofssjúkdóma. Lagt verður mat á vitræna getu, líðan, færni í daglegu lífi og lífsgæði og munu niðurstöður munu varpa ljósi á stöðu þessa hóps en einnig nýtast sem grunnlína fyrir árangursmat á VEF. Þeir 40 þátttakendur sem mælast með vanda á að minnsta kosti tveimur vitrænum þáttum verður boðið að taka þátt í meðferðinni. VEF er einstaklingsmiðuð hópmeðferð þar sem þrjú gagnreynd meðferðarform vitrænnar endurhæfingar eru sam- einuð með því markmiði að bæta vitræna ferla sem talið er að geti aukið

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.