Læknablaðið : fylgirit - 30.09.2016, Blaðsíða 8

Læknablaðið : fylgirit - 30.09.2016, Blaðsíða 8
V I . V Í S I N D A Þ I N G G E Ð L Æ K N A F É L A G S Í S L A N D S 2 0 1 6 F Y L G I R I T 8 9 8 LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 89 rannsóknaraðferð, nánar tiltekið ósamhliða margfalt grunnlínusnið á milli einstaklinga (non-concurrent multiple baseline across subjects). Með slíkri aðferðarfræði því fæst góð tilraunastjórn yfir óháðum og háðum breytum. Aðferð: Árangur og virkur þáttur meðferðarinnar var metinn með ósamhliða margföldu grunnlínusniði á milli fimm einstaklinga (þriggja sem greindir voru með áráttu – og þráhyggjuröskun; eins sem var greindur með alvarlegt þunglyndi og eins sem var greindur með felmturröskun). Í öllum tilfellum var notast við sjálfsmatskvarða í mati á árangri meðferðar og virkum þætti. Niðurstöður: Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til að hjá þessum 5 einstaklingum stýri (mediate) virkur þáttur skv. tilgátu Paul Salkovskis árangri ósértækrar hugrænnar atferlismeðferðar. Þessar frumniður- stöður gefa því vísbendingar um að til sé ósértækur virkur þáttur í hugrænni meðferð sem stýri árangri meðferðar ólíkra geðraskana. 9. Íslensk þýðing, staðfæring, normasöfnun og réttmætisathugun Addenbrooke prófsins fyrir spjaldtölvu (t-ACE): Fyrstu niðurstöður María K. Jónsdóttir1,2, Brynhildur Jónsdóttir1, Una Sólveig Jóakimsdóttir2 1Landspítala, 2Háskólanum í Reykjavík Addenbrooke Cognitive Examination (ACE) er hugrænt skimunarpróf fyrir eldri borgara sem metur athygli/áttun, minni, mál, sjónúrvinnslu og stýringu. Nýjasta útgáfa ACE er fyrir spjaldtölvu (ACE-III Mobile) sem meðal annars eykur áreiðanleika skorunar. Leyfi hefur fengist til að þýða prófið og kallast það t-ACE (þ.e. tölvu-ACE) á íslensku. Hér verða kynntar fyrstu niðurstöður úr normasöfnun og réttmætisathugun. Normasöfnun: Normum hefur verið safnað frá 80 heilbrigðum sjálf- boðaliðum á aldrinum 65 til 85 ára (meðalaldur = 73,5; sf = 5,1). Konur voru 46 (58%). Menntunarstig hópsins var hátt. Háskólapróf höfðu 41,3 %; 26,3 % stúdentspróf/iðnmenntun og 32,5% höfðu minni menntun. Heildarstig hópsins á t-ACE voru 92,7 (sf = 5,1), af 100 mögulegum, en heildarstig á MMSE voru 28,6 (sf = 1,4) . Samband var á milli menntunar og frammistöðu á t-ACE (F (2,79) = 15,98 p<0,001) en samband aldurs og t-ACE var ómarktækt að teknu tilliti til menntunar. Ekki var kynja- munur á frammistöðu. Fyrstu niðurstöður normasöfnunar eru í samræmi við erlend viðmið fyrir heilbrigða hópa með svipaða menntun. Réttmætisathugun: Réttmætisathugun á t-ACE er hafin með sam- anburði við taugasálfræðileg próf og samanburði á greiningarhæfni t-ACE og MMSE. Þátttakendur eru sjúklingar á Landakoti (göngudeild og legudeildum). Nú hafa 60 einstaklingar tekið þátt (63,3% konur). Meðalaldur er 76,2 ár (sf =8,2 ). Háskólapróf höfðu 20,0%; 50,0% stúd- entspróf/iðnmenntun og 30,0% minni menntun. Heildarstig réttmætis- hópsins á t-ACE eru 71,8 (sf = 11,3) en heildarstig á MMSE 24,6 (sf = 3,2). Frekari niðurstöður verða kynntar á þinginu (t.d. ROC-greining og samband undirþátta t-ACE við taugasálfræðipróf). 10. Breyttar áherslur í málum transfólks Óttar Guðmundsson, Elsa Bára Traustadóttir Geðsviði Landspítala Miklar breytingar hafa orðið í málefnum transfólks á Íslandi sem og í öðrum löndum. Mikil aukning er sjáanleg og þá sérlega í hópi ungra kvenna. Æ fleiri börn leita aðstoða transteyma Landspítala og nú hefur verið tekin upp meðferð með hormónablokkandi lyfjum til að seinka kynþroska. Ný hugtök hafa orðið ráðandi í umræðunni, s.s. gender fluid, gender neutral og non-binary eða binary. Transfólk er ekki lengur ann- aðhvort karlar eða konur heldur hefur fjöldi þeirra sem telja sig tilheyra hvorugu kyninu fjölgað til muna. Transsamfélagið er orðið mun pólitískara en áður. Það er barist fyrir því að transsexualismi verði ekki lengur geðgreining. Þess er krafist að greiningarhluti ferilsins verði lagður af og einungis byggt á upplýstu samþykki þessara einstaklinga. Menn vilja geta ráðið nafni sínu að vild og skráðu kyni í Þjóðskrá. Intersex einstaklingar hafa blandast inn í þessa baráttu og berjast líka fyrir viðurkenningu á sjálfsákvörðunarrétti sínum. Þetta hefur í för með sér auknar kröfur til transteyma vegna þess að meðferðin verður að vera mun sveigjanlegri. Þessar breytingar hafa valdið auknu álagi á transteymi spítalans sem verður stöðugt að mæta nýjum kröfum þessa hóps. 11. Íslenskt transfólk Steinunn Birna Sveinbjörnsdóttir1, Elsa Bára Traustadóttir2, Óttar Guðmundsson2, Arna Guðmundsdóttir3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2geðsviði, 3lyflækningasviði Landspítala Fjölgun einstaklinga sem leita til transteymisins hefur aukist milli ára. Breyttar aðstæður í samfélaginu, umræða um transfólk og réttindabar- átta þeirra hefur ef til vill hvatt þá sem eiga við kynáttunarvanda að stríða til þess að leita sér aðstoðar. Fyrr á árinu vann 3. árs læknanemi BS-verkefni úr þeim gögnum sem til eru í sjúkraskrá, undir handleiðslu lækna og sálfræðings í transteymi Landspítala. Í ljós kom m.a. að kynjahlutföll og aldursdreifing séu önnur og félagslega staða transfólks á Íslandi er lakari að ýmsu leyti en í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Menntunarstig transfólks hér á landi er lægra en það sem má sjá í rannsókn ENIGI og það er einnig lægra en þegar á heildina er litið í íslensku samfélagi. Hlutfall þeirra sem lifa á framfærslu ríkisins er mun hærra hjá transfólki en það sem gengur og gerist í samfélaginu og á það sérstaklega við um transkonur. Transkonur eru eldri þegar þær leita sér aðstoðar hjá transteyminu og virðast vera verr staddar félagslega. Transfólk á Íslandi er því félagslega útsettur hópur með lágt menntunar- stig og laka félagslega stöðu. Greiningarferlið hefur tekið miklum breytingum á undanförnum tveimur árum. Þar hefur aukning þeirra sem telja sig ekki einungis tilheyra einu kyni og kenna sig non-binary eða kynsegin vegið þungt. Annar þáttur er mikil aukning ungs fólks sem lifir afar einangraðri til- veru og er á einhverfurófi eða grunur er um að sé á einhverfurófi þó að það hafi ekki verið greint með formlegum hætti. Transteymi LSH fæst því í auknum mæli við flókin greiningarmál á sama tíma og bæði siðferðislegar spurningar og pólitískur þrýstingur. 12. Íslenska geðrofsrannsóknin Halldóra Jónsdóttir¹,², Nanna Briem¹ ¹Geðsviði Landspítala, ²læknadeild Háskóla Íslands Tilgangur: Laugarásinn meðferðargeðdeild hefur á síðustu 5 árum fest sig í sessi sem enduræfingarúrræði fyrir ungt fólk með fyrsta geðrof. Á Laugarásnum fer fram sérhæfð meðferð fyrir ungt folk á aldrinum 18-30 ára, sem hefur fengið sitt fyrsta geðrof. Á Íslandi búa aðeins 335.000 manns og markmiðið er að meirihluti ungs fólks á Íslandi, sem þróar með sér geðrof, fái meðferð á Laugarásnum. Rannsóknin er framsýn og mark- miðið er að safna gögnum um mismunandi þætti fyrsta geðrofs, meðferð

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.