Læknablaðið : fylgirit - 30.09.2016, Page 10

Læknablaðið : fylgirit - 30.09.2016, Page 10
V I . V Í S I N D A Þ I N G G E Ð L Æ K N A F É L A G S Í S L A N D S 2 0 1 6 F Y L G I R I T 8 9 10 LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 89 félagsfærni, færni í daglegu lífi og þannig bætt lífsgæði fólks. Árangur verður metin strax eftir að meðferð líkur en einnig 10 mánuðum síðar til að kanna hvort að árangur haldist þegar frá líður sem og bera kennsl á þætti sem gætu haft jákvæð eða neikvæð áhrif á langtímaárangur meðferðarinnar. 16. Tengsl átkastaröskunar og lyfjameðferðar hjá ungu fólki með geðrofssjúkdóma í endurhæfingu á geðsviði Helga María Alfreðsdóttir1, Nanna Briem2, Guðlaug U. Þorsteinsdóttir3, Sigurður Páll Pálsson4 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Laugarásinn meðferðargeðdeild, 3Hvíta bandið, átröskunarteymi geðdeildar, 4Öryggis- og réttargeðdeild Landspítala Inngangur: Þekkt er að geðrofslyfjameðferð valdi þyngdaraukningu hjá sjúklingum og þá sérstaklega annarrar kynslóðar lyfin. Tengsl átrösk- unarhegðunar og geðrofslyfjameðferðar er ekki þekkt. Átkastaröskun (binge eating disorder, BED), einkennist af endurteknum lotum af átköst- um án losunarhegðunar eða sveltis og hefur nýlega verið skilgreind sem sérstök átröskun í DSM-5 flokkuninni. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni átkastaröskunar hjá fólki á geðrofslyfjameðferð og hvort eitthvað einkenni þann hóp. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var framskyggn og var upplýsingum safnað með viðtali og úr sjúkrarskrám. Þátttakendur voru þjónustu- þegar á Laugarásnum meðferðargeðdeild sem er deild fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóma. Tekin voru viðtöl við 29 manns. Vegna smæðar rannsóknarinnar voru ekki framkvæmd tölfræðipróf. Niðurstöður: Úrtakið skiptist í 23 karlmenn og 6 konur og var meðalaldur 23,5 ár. Flestir, eða %65,5) 19), voru með greininguna geðklofa (schizophrenia). Farið var með 9 einstaklinga í gegnum grein- ingarviðmiðin fyrir átkastaröskun. Tíðni átkastaröskunar í úrtakinu mældist 12%, eða 3 einstaklingar, sem allir voru karlmenn. Um þriðj- ungur úrtaksins var í yfirþyngd skv. líkamsþyngdarstuðli BMI og allir þeir sem uppfylltu greiningarviðmið fyrir átkastaröskun voru í offitu- flokki. Ályktanir: Erfitt er að álykta um tengsl BED og geðrofslyfjameðferðar vegna smæðar rannsóknarinnar. En vissulega er tíðni BED í úrtakinu hærri en í almennu þýði þar sem tíðnin er um 2%. Einnig sýndu fleiri þáttakendur átkastahegðun en uppfylltu ekki greiningarviðmið fyrir BED. Mögulega eru niðurstöðurnar vísbending en þörf væri á frekari rannsóknum til þess að skoða frekar tengslin milli geðrofslyfjameðferð- ar og BED. 17. Þvingandi meðferðir í formi nauðungarlyfjagjafa á geðdeildum. Sjúklingar í áhættuhópi Eyrún Thorstensen Geðsviði Landspítala Nauðungarlyfjagjafir geta verið nauðsynlegar til að meðhöndla ofbeld- isfulla hegðun sjúklinga á geðdeildum en eru umdeildar. Tilgangur rannsóknar er að varpa ljósi á umfang og tímasetningar nauðungarlyfja- gjafa og einkenni sjúklinga sem fá slíka meðferð. Rannsóknin er megind- leg lýsandi afturvirk fylgnirannsókn og voru rannsóknargögn fengin úr sjúkraskrám. Úrtak rannsóknarinnar voru allir inniliggjandi sjúklingar á geðdeildum Landspítala almanaksárin 2014 og 2015 (N=2025). Konur voru 977 (48,2%) og karlar 1048 (51,8%). Meðalaldur úrtaks var 39,5 ár (SF=16,08) og spannaði aldur frá 16-88 ára. Úrtakinu var skipt í tvo hópa. Í hópi 1 voru þeir sem fengu nauðungarlyfjagjöf (n=192, 9,5%) og í hópi 2 þeir sem ekki fengu slíka meðferð (n=1833, 90,5%). Heildarfjöldi nauð- ungarlyfjagjafa var 999 talsins fyrir bæði árin 2014 og 2015. Að meðaltali voru gefnar 41,63 (SF=22,58) nauðungarlyfjagjafir á mánuði á tímabilinu. Niðurstöður sýndu að nauðungarlyfjagjafir voru mismunandi eftir tíma sólarhring, vikudögum og mánuðum. Hlutfall karla var hærra í hópi 1 en í hópi 2 (p=0,026) og hlutfall sjúklinga með geðrofssjúkdóm (F20-29) var hærra í hópi 1 en í hópi 2 (p<0,0001). Hópur 1 var með marktækt fleiri innlagnir og legudaga að meðaltali en hópur 2 (p<0,0001). Ekki kom fram marktækur munur milli hópanna varðandi aldur og komur á bráðaþjónustudeildir (p>0,05). Niðurstöður rannsóknarinnar benda til ákveðinna einkenna þeirra sem fá nauðungarlyf og geta nýst til að auðkenna áhættuþætti varðandi nauðungarlyfjagjafir bæði fyrir klíníska þjónustu við sjúklinga og skipulag geðdeilda. 18. Nauðungarmeðferð á Íslandi Páll Matthíasson Landspítala Nauðungarvistanir eru afar fátíðar á Íslandi samanborið við önnur lönd Norður-Evrópu. Að auki hafa ólanir sjúklinga ekki tíðkast á íslensk- um geðdeildum frá því á 4. áratug síðustu aldar. Orsakir þessa verða reifaðar og borin saman þvingunarúrræði og tíðni þvingana hérlendis og í nágrannalöndum. Evrópunefnd um varnir gegn pyntingum og ómannúðlegri meðferð (CPT-nefndin) hefur komið með athugasemdir varðandi nauðung á geðdeildum og verða þær ræddar. Möguleg áhrif sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðra á löggjöf um nauð- ungarvistanir verða rædd. 19. Hegðunartruflanir í Alzheimer-sjúkdómi Anton Pétur Þorsteinsson University of Rochester School of Medicine and Dentistry Hegðunartruflanir eru algengar í heilabilun og sá þáttur sjúkdómsins sem kemur verst niður á sjúklingum, fjölskyldumeðlimum og um- önnunaraðilum. Í þessum fyrirlestri munum við fara yfir mismunandi hegðunartruflanir, og nota æsing/óróa sem dæmi um þá erfiðleika sem felast í lýsingu og skilgreiningu á atferlinu, bakgrunni, sjúkdómsmati, meðferðarvísum með og án lyfjagjafar og klínískum rannsóknum á þessu sviði. Í lok fyrirlestrar munu áheyrendur: 1. Geta lýst æsing/óróa í heilabilun og tengdum hugrænum sjúk- dómum. 2. Hafa þekkingu á meðferðarmöguleikum byggðum á fræðilegu mati. 3. Vita um lyf í þróun á þessu sviði. 20. Horft yfir sviðið – þróun geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi 2000-2016 Engilbert Sigurðsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2geðsviði Landspítala Krafan um gott aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu er óumdeild í sam- félagi okkar í dag. Sigurður Guðmundsson fyrrverandi landlæknir steig mikilvægt skref í þessu tilliti með því að velja þunglyndi sem fyrsta algenga sjúkdóminn af 12 sem voru til umfjöllunar í kynningarátaki í fjölmiðlum í heilan mánuð hver árið 2000. Í hönd fóru tvær bólur, sú litla 2001-2002 og sú stóra 2004-2008. Bankahrun, gjaldeyriskreppa og gjaldeyrishöft fylgdu í kjölfarið og holuðu innviði heilbrigðiskerfisins.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.