Læknablaðið : fylgirit - 30.09.2016, Blaðsíða 13

Læknablaðið : fylgirit - 30.09.2016, Blaðsíða 13
V I . V Í S I N D A Þ I N G G E Ð L Æ K N A F É L A G S Í S L A N D S 2 0 1 6 F Y L G I R I T 8 9 LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 89 13 gagnagrunnur rannsóknarinnar verið uppfærður (greiningarlistar frá Landspítala og Þroska- og hegðunarstöðinni, og úr lyfjagagnagrunnum Embættis landlæknis og Sjúkratrygginga) og er nú svo komið að yfir 9000 einstaklingar eru komnir á lista og meir en helmingur þeirra (um 5600) er arfgerðagreindur (genotyped) með örflögutækni. Innköllun á þeim einstaklingum sem ekki hafa áður tekið þátt í rannsókninni er hafin hjá Þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna til frekari greiningu á svipgerð og erfðaþáttum. 28 Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Milton H. Erickson MA-verkefni við Háskóla Íslands Annetta A. Ingimundardóttir Geðsviði Landspítala, Háskóla Íslands Víða um heim hefur áhugi aukist hjá meðferðaraðilum og almenningi á dáleiðslu í kjölfar rannsókna og umræðna sem sýna vaxandi árangur sem nást hefur með klínískri dáleiðslu. Dáleiðsla hefur nýst vel sem aðferð í meðferð við lausn á ýmsum vandamálum, bæði sálrænum og sállíkamlegum. Rannsóknaraðferð sem valin var í meistaraverkefni mitt var starf- endarannsókn. Megininntak starfendarannsókna er að skoða hvernig rannsakandi geti bætt starfshætti og lært af því ferli sem rannsóknin bíður upp á. Markmið rannsakanda var að skoða upplifun rannsakanda af því að beita dáleiðslu í parameðferð útfrá hugmyndafræði Miltons H. Ericksons með pörum sem eiga í samskiptavanda. Í rannsóknarferlinu fólst einnig skoðun rannsakanda af eigin upplifun í að tileinka sér dáleiðslu sem nýja aðferð í parameðferð. Rannsóknin byggðist á ígrund og sjálfsrýni í rannsóknar gögn út frá fræðiramma. Meðal annars var skoðað hvernig ómeðvitaður dáleiðandi dans fór á stað í samskiptum milli einstaklinganna í parasamböndunum, dans sem getur verið já- kvæður eða neikvæður, allt eftir í hvaða samhengi dansinn myndast. Þrjú pör tóku þátt í rannsókninni og mætti hvert par í 5 meðferðarviðtöl þar sem dáleiðsla var hluti af meðferðinni. Öll viðtölin voru tekin upp á myndband, auk þess sem rannsakandinn hélt dagbók um rannsóknina. Í niðurstöðum rannsóknar kemur fram að meðferðin snerist um þrjú meginþemu, tengsl, dáleiðslu og ábyrgð. 29. Félagslegt vinnuumhverfi og taka geðlyfja Kristinn Tómasson Vinnueftirliti ríkisins Inngangur: Vinnuumhverfi hefur verið að breytast mikið í áranna rás og samhliða hefur félagslegt vinnuumhverfi fengið meiri athygli. Notkun geðlyfja er algeng og áhugavert því að skoða hvaða samspil í þverskurði er á milli félagslegs vinnuumhverfis og notkunar geðlyfja. Aðferðir: Safnað hefur verið gagnasafni sem ber heitið Heilsa og líðan árið 2007, 2009 og 2012 og má finna útlistun á því á vef Embættis land- læknis. Hér eru skoðuð tengsl 8 mismunandi spurninga um sálfélags- legt vinnuumhverfi og notkunar lyfja við þunglyndi, kvíða og öðrum geðsjúkdómum að teknu tilliti til aldurs, kyns og hæstu prófgráðu. Alls svöruðu þessu spurningum 3532 einstaklingar á vinnumarkaði. Niðurstöður: Það að hafa of mikið að gera, verða gera eitthvað öðruvísi en maður vill, hafa ekki bjargráð við verkefnum, glíma við ósamræm- anlegar kröfur frá aðilum, gætir yfirmaður réttlætis í framkomu og valda samskipti við yfirmann streitu er allt tengt töku lyfja við kvíða. Einvörðungu síðasti þátturinn er tengdur þunglyndi. Stuðningur og hjálp frá vinnufélögum og hvort yfirmaður er fús að hlusta á vandamál- in er ekki tengt töku geðlyfja. Ályktun: Neikvæðar álagsbreytur í mati fólks á sálfélegslegu vinnuum- hverfi tengjast töku kvíðalyfja. Meðan jákvæðir þættir eru hlutlausir en ekki verndandi. Við starfsendurhæfingu einstaklingsins og áhættumat vinnustaðarins virðist því þurfa að leggja áherslu á að breyta og laga þessa neikvæðu þætti.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.