Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Blaðsíða 8

Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Blaðsíða 8
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 9 8 LÆKNAblaðið 2014/100 1 Burðarmáls-, nýbura- og ungbarnadauði á Íslandi 1982-2011 Ragnhildur Hauksdóttir1, Gestur Pálsson1,2, Ragnheiður I. Bjarnadóttir1,3, Þórður Þórkelsson1,2 1Læknadeild HÍ, 2Barnaspítali Hringsins, 3kvennadeild Landspítala rah30@hi.is Inngangur: Með burðarmálsdauða er átt við fæðingu andvana barns eða dauða þess á fyrstu sjö dögum eftir fæðingu. Nýburadauði tekur til dauðsfalls á fyrstu 28 dögum eftir fæðingu en ungbarnadauði á fyrsta aldursári. Tíðni burðarmáls-, nýbura- og ungbarnadauða á Íslandi er lág. Markmið: Markmiðið er að kanna hvernig tíðni og orsakir burðarmáls- nýbura- og ungbarnadauða hafa breyst á síðastliðnum 30 árum til að kanna hvort hugsanlega sé hægt að minnka hann enn frekar. Aðferðir: Gerð var afturskyggn rannsókn og var rannsóknartímabilið 1982-2011. Upplýsingar um þau 649 börn sem dóu burðarmálsdauða voru fengnar úr Fæðingarskráningu og þau flokkuð eftir NBPDC flokkunarkerfinu. Þau 294 börn sem dóu á vökudeild LSH voru fundin í innlagningarskrá Vökudeilar LSH og upplýsingar um þau fundnar í sjúkraskrám. Dánarorsök þeirra 520 barna sem dóu ungbarnadauða fengust frá Hagstofu Íslands. Niðurstöður: Þegar fyrstu 5 ár rannsóknartímabilsins eru borin saman við síðustu 5 árin, sést að tíðni burðarmálsdauða lækkaði um 60,7% (p<0,000). Hlutfall þeirra barna sem dóu eftir fæðingu lækkaði um 35,6% (p<0,000). Hlutfall þeirra sem dóu úr meðfæddum göllum lækk- aði um 89% (p<0,001). Tilfellum í þeim flokkum NBPDC kerfisins þar sem hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir dauðsfall fækkaði um 66,7% (p<0,001). Tíðni nýburadauða á Vökudeild LSH lækkaði um 80,4% (p<0,000) og tíðni ungbarnadauða á landsvísu lækkaði um 68,4% (p<0,000). Vöggudauði lækkaði um 70,0% á tímabilinu (p<0,004). Ályktanir: Tíðni burðarmáls-, nýbura- og ungbarnadauða hefur lækkað umtalsvert síðastliðin 30 ár, aðallega vegna lækkunar á nýburadauða á tímabilinu. Líklegt er að frekari framfarir í mæðraeftirliti, fæðingarhjálp og heilbrigðisþjónustu við nýbura og ungbörn geti lækkað þessa tíðni enn frekar. 2 Lýsisgjöf verndar ung börn gegn fæðuofnæmi Kristján Jónasson1, Michael Clausen2, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir2 1Verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ, 2Landspítala jonasson@hi.is Inngangur: Fylgst var með 1305 íslenskum börnum fyrstu tvö æviárin til að kanna áhrifavalda á fæðuofnæmi. Niðurstaðan er að lýsisgjöf frá fárra mánaða aldri sé verndandi gegn fæðuofnæmi. Rannsóknin var hluti af stórri evrópskri rannsókn á fæðuofnæmi sem nefnist EuroPrevall. Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort og hvernig næring ungbarna, þ.á.m. aldur þegar byrjað er að gefa börnum lýsi, D- vítamín og ýmsar tegundir af mat, geti haft áhrif á nýgengi fæðuofnæm- is, og jafnframt hvort umhverfisþættir og fjölskyldusaga um ofnæmi hafi líka áhrif. Aðferðir: Upplýsinga um næringu og umhverfisþætti var aflað með því að leggja fyrir spurningalista í þrjú skipti símleiðis, fyrir fæðingu, og við eins og tveggja ára aldur. Foreldrar voru beðnir um að tilkynna einkenni um mögulegt fæðuofnæmi, og minntir á það á þriggja mánaða fresti. Þegar grunur vaknaði um fæðuofnæmi voru börnin skoðuð af ofnæmis- lækni og einnig var gert húðpróf og blóðrannsókn. Ef læknirinn taldi líkur á að ofnæmi væri til staðar var framkvæmt tvíblint þolpróf. Niðurstöður: Fæðuofnæmi var staðfest í 38 börnum (2,9%) með tvíblinda prófinu fyrir tveggja ára aldur, en alls voru 78 börn með fæðunæmingu (jákvætt húðpróf og/eða IgE próf). Helstu niðurstöður eru þær að lýsi virðist vera verndandi gegn fæðuofnæmi. T.d. voru börn sem byrjuðu að fá lýsi 6 mánaða eða yngri borin saman við börn sem fengu lítið eða ekkert lýsi (börnum sem fengu ofnæmi fyrir 7 mánaða aldur var sleppt). Í fyrri hópnum voru 622 börn og fengu 19 (3,1%) fæðunæmingu, þar af 7 (1,1%) fæðuofnæmi, en í samanburðarhópnum með 152 börn fengu 16 (10,5%) næmingu, þar af 9 (5,9%) ofnæmi (p=0,0006). Unnið er að því að kanna hvort umhverfisþættir og fjölskyldusaga um ofnæmi hafi áhrif á þessa niðurstöðu. Ályktun: Lýsisgjöf verndar ungbörn gegn fæðuofnæmi. 3 Heilsusamlegt fæðumynstur tengist minni hættu á með - göngu sykursýki Ellen Alma Tryggvadóttir1, Helga Medek2, Bryndís Eva Birgisdóttir1, Reynir Tómas Geirsson2, Ingibjörg Gunnarsdóttir1 1Rannsóknastofu í næringarfræði, matvæla- og næringarfræðideild, heil brigðis vísindasviði HÍ & Landspítala, 2kvennadeild Landspítala eat2@hi.is Inngangur: Offita fyrir meðgöngu er einn áhættuþátta meðgöngu- sykursýki. Rannsóknir hafa gefið til kynna að fylgni við fæðuráð- leggingar sé almennt ekki nægilega góð hjá þunguðum konum. Markmið: Að kanna tengsl fæðumynsturs á meðgöngu við meðgöngu- sykursýki. Aðferðir: Um er að ræða framsýna ferilrannsókn en þátt tóku 168 þungaðar íslenskar konur á aldrinum 18-40 ára. Þeim var boðið að taka þátt við 20. vikna ómskoðun á Fósturgreiningardeild. Þátttakendur vigtuðu allan mat og drykk í fjóra daga við 20.-21. viku meðgöngu og gengust síðan undir sykurþolspróf í kringum 24.-26. viku meðgöngu. Fæðuupplýsingar voru skráðar í ICEFOOD forritið með kóðum úr ÍSGEM gagnagrunninum. Notast var við meginhlutagreiningu (princi- pal component analysis) til að greina fæðumynstur úr 29 fæðuflokkum Niðurstöður: Aðeins eitt skýrt fæðumynstur greindist (eigingildi 2.4) sem samanstóð af: Sjávarréttum, Eggjum, Grænmeti, Ávöxtum og berjum, Grænmetisolíum, Hnetum og fræjum, Pasta, Morgun- verðarkorni, Kaffi og te ásamt neikvæðu samhengi við Gosdrykki og Franskar kartöflur. Útskýrð dreifni var 8,2%. Tíðni þeirra sem greindust með meðgöngusykursýki var 2,3% hjá konum í kjörþyngd fyrir meðgöngu, 9,1% hjá konum í ofþyngd fyrir meðgöngu og 28,9% hjá konum í offitu fyrir meðgöngu. Við aðhvarfsgreiningu (logistic binary regression) án leiðréttingar sáust tengsl fæðumynstursins við minni áhættu á meðgöngusykursýki (OR: 0,54 95% CI: 0,30, 0,98). Þegar leiðrétt var fyrir aldri, fjölda fæðinga, þyngd fyrir meðgöngu og orkuinntöku sáust þessi tengsl áfram (OR: 0,44 95% CI: 0,21, 0,90). Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að fylgni við heilsusamlegt fæðumynstur geti reynst verndandi gegn meðgöngusykursýki, sérstak- lega hjá þeim konum sem eru þegar í aukinni áhættu vegna ofþyngdar/ offitu fyrir meðgöngu. Ágrip örfyrirlestra

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.