Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Síða 9

Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Síða 9
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 9 LÆKNAblaðið 2014/100 9 4 Líkamsfita og áhættuþættir fyrir hjarta- og æðasjúkdóma hjá Íslendingum á aldrinum 65-91 árs Alfons Ramel1, Ólöf Guðný Geirsdóttir1,2, Milan Chang2, Pálmi V. Jónsson2,3, Inga Þórsdóttir1 1Rannsóknarstofu í næringarfræði, Landspítala, matvæla- og næringarfræðideild HÍ, 2rannsóknarstofu HÍ og Landspítala í öldrunarfræðum, 3öldrunarsviði Landspítala og læknadeild HÍ alfonsra@hi.is Inngangur: Líkamsþyngdarstuðull (LÞS) hefur almennt verið talinn hafa forspágildi fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Hins vegar hafa rann- sóknir bent til þess að LÞS hafi takmarkað spádómsgildi fyrir aldraðra. Hugsanleg útskýring er að LÞS sé ekki lengur góður mælikvarði fyrir líkamsfitu í þessum hópi og því mikilvægt að skoða aðrar mælingar á líkamssamsetningu. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna fylgni milli mismun- andi mælinga á líkamsfitu og áhættuþátta fyrir hjarta- og æðasjúkdóma hjá eldri Íslendingum. Aðferðir: Þátttakendur voru 236 manns af báðum kynjum (65-91 árs). Líkamssamsetning og áhættuþættir fyrir hjarta- og æðasjúkdóma voru mældir. Niðurstöður: Fylgni á milli LÞS og DXA mælinga var mikil (r ~ 0,8 og 0,9) í öllum aldursfjórðungum. Fylgni á milli áhættuþátta fyrir hjarta- sjúkdóma og líkamssamsetningu var mjög svipuð fyrir allar mælingar á líkamssamsetningu. Líkamsfita var ekki tengd heildarkólesteróli í blóði, en var tengd HDL í konum (ekki í körlum) og þríglýseríðum hjá báðum kynjum. Tengsl líkamsfitu og glúkósaefnaskipti voru 3x sterkari í körlum en hjá konum. Tengsl líkamsfitu og blóðþrýstings var hins vegar 2x sterkara í konum. Ályktun: Niðurstöðurnar sýna að það er mikil fylgni milli LÞS og DXA mælinga á líkamsfitu hjá eldri Íslendingum. Niðurstöðurnar benda til þess að dýrar DXA mælingar séu ekki endilega betri en einfaldar mælingar á líkamssamsetningu til að meta áhættu fyrir hjarta- og æða- sjúkdóma hjá þessum hópi. 5 Tengsl styrktarþjálfunar og CRP bólguþáttar hjá eldra fólki Alfons Ramel1, Ólöf Guðný Geirsdóttir1,2, Milan Chang2, Pálmi V. Jónsson2,3, Inga Þórsdóttir1 1Rannsóknarstofu í næringarfræði, Landspítala, Matvæla- og næringarfræðideild, HÍ, 2rannsóknarstofu HÍ og Landspítala í öldrunarfræðum, 3öldrunarsviði Landspítala og læknadeild HÍ alfonsra@hi.is Inngangur: Rannsóknir hafa sýnt að ósérhæfður bólguþáttur eins og CRP geti verið tengdur auknum líkum á hjarta- og æðasjúkdómum auk annarra sjúkdóma. Vísbendingar um áhrif hreyfingar á CRP til lækkunar hafa verið misvísandi og helst hafa áhrif þolþjálfunar verið skoðuð. Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að skoða áhrif 12 vikna styrktarþjálfunar á CRP-blóðgildi hjá eldra fólki. Aðferðir: Þátttakendur voru fengnir með auglýsingu (N = 236, 73,7 ±5,7 ára, 58,2% konur) þar sem óskað var eftir þátttakendum í 12 vikna styrktaræfingar (3 sinnum í viku; 3 sett, 6-8 endurtekningar með 75-80% álag miðað við hámarksstyrk (1RM). Styrktaræfingarnar voru þannig samsettar að aukning á vöðvastyrk og vöðvamassa myndi eiga sér stað í stærstu vöðvahópum líkamans. CRP voru mæld við upphaf og við lok íhlutunar. Niðurstöður: Meðalgildi CRP var í upphafi 7,1 ± 4,6 mg/dL og 36 þátttakendur (15,6%) voru með CRP blóðgildi > 10 mg/L við upphaf rannsóknarinnar. Heildarbreytingar í CRP þegar íhlutuninni lauk voru litlar og ekki marktækar en hins vegar lækkaði CRP marktækt hjá ein- staklingum með háan styrk í upphafi (-4,28 ± 9,41 mg/L; P = 0,015) en hækkaði lítið hjá hinum (0,81 ± 4,58 mg/L, P = 0,021). Ályktun: Þessar niðurstöður sýna að CRP lækkar töluvert hjá einstak- lingum með há gildi CRP eftir 12 vikna íhlutun með styrktaræfingum sem gæti lækkað áhættu fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Styrktarþjálfun hefur lítil áhrif á CRP hjá öldruðum með styrk CRP innan eðlilegra marka. 6 Lífsvenjur og hreyfigeta meðal heilbrigðra aldraðra einstaklinga sem búa í heimahúsum á Íslandi Milan Chang1,2, Alfons Ramel3, Ólöf Guðný Geirsdóttir1,3, Pálmi V. Jónsson1,4, Inga Þórsdóttir3 1Rannsóknarstofu HÍ og Landspítala í öldrunarfræðum, 2íþróttafræðisviði, tækni- og verkfræðideild, Háskóla Reykjavíkur, 3rannsóknarstofu í næringarfræði, Landspítala, Heilbrigðisvísindasviði HÍ, matvæla- og næringarfræðideild, 4öldrunarsviði Landspítala og læknadeild HÍ changmilan@gmail.com Inngangur: Hreyfigeta er einn þeirra þátta sem mestu skiptir til að aldr- aðir geti séð um sig sjálfir. Vitað er að regluleg hreyfing tengist hreyfan- leika seint á lífsleiðinni. Offita er einnig tengd hreyfigetu meðal aldraðra. Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka hvernig hreyfi- geta tengist hreyfingu og líkamsþyngdarstuðli (LÞS) hjá heilbrigðu öldruðu fólki sem býr í heimahúsum. Aðferðir: Þáttakendur voru 237 aldraðir einstaklingar (N=237, 73,7±5,7 ár, 58,2% konur). Mældur var gönguhraði á 6 mínútna göngu (6MWD, vegalengd í metrum). Þátttakendum var skipt í fjóra hópa eftir því hve þeir stunduðu mikla hreyfingu (lítil og mikil) og eftir LÞS (<30 kg/m2 og ≥30 kg/m2). Fylgni var athuguð með línulegri aðhvarfsgreiningu, þar sem leiðrétt var fyrir lýðfræðilegum og öðrum áhættuþáttum. Niðurstöður: Í samanburði við þá sem höfðu háan LÞS og hreyfðu sig vanalega lítið, náðu allir aðrir hópar marktækt betri niðurstöðu á 6MWD. Hins var munurinn mestur miðað við þá sem bæði höfðu lágan LÞS og hreyfðu sig vanalega mikið 6MWD (550±55 m vs.418±77 m, P<0,05). Meðal þeirra sem höfðu háan LÞS höfðu þeir sem hreyfðu sig mikið marktækt meiri hreyfigetu en þeir sem hreyfðu sig lítið (475±72 m vs. 419±77 m, P<0,05). Ályktun: Hópurinn sem hafði lægstan LÞS og stunduðu mesta hreyf- ingu hafði mesta hreyfigetu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að mikil hreyfing sé mjög mikilvæg til að tryggja hreyfigetu jafnvel meðal aldraðra sem mælast með offitu samkvæmt LÞS. 7 Handarstyrkur spáir fyrir um aukna vitræna getu eftir 12 vikna styrktarþjálfun meðal aldraðra sem búa í heimahúsum og eru við góða heilsu Milan Chang1,2, Ólöf Guðný Geirsdóttir1,3, Alfons Ramel3, Pálmi V. Jónsson1,4, Inga Þórsdóttir3 1Rannsóknarstofu HÍ og Landspítala í öldrunarfræðum, 2íþróttafræðisviði, tækni- og verkfræðideild, Háskóla Reykjavíkur, 3rannsóknarstofu í næringarfræði, matvæla- og næringarfræðideild, HÍ, 4öldrunarsviði Landspítala og læknadeild HÍ changmilan@gmail.com Inngangur: Það er vel þekkt að regluleg hreyfing bætir bæði líkamlega og andlega virkni. Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig grunngildi hreyfigetu, handarstyrks, líkamsþyngdarstuðuls og fleiri mæliþátta tengist mælingum á vitrænni getu eftir 12 vikna styrktarþjálfun á hópi aldraða við góða heilsu.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.