Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Síða 10

Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Síða 10
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 9 10 LÆKNAblaðið 2014/100 Aðferðir: 237 aldraðir einstaklingar sem búa í heimahúsum (N=237, 73.7±5,7 ára, 58,2% konur) tóku þátt í 12 vikna styrktaræfingum sem hannaðar voru til að auka styrk og vöðvamagn í helstu vöðvahópum. Líkamssamsetning, líkamleg virkni, handarstyrkur, ástand hjarta og æðakerfis, gönguhraði á 6 mínútna göngu, og próf á vitrænni getu (Mini Mental State Examination (MMSE)) voru mæld fyrir og efitr styrktar- þjálfunina. Línuleg aðhvarfsgreining var notuð til að athuga fylgni milli mæliþátta. Niðurstöður: Meðalárangur á MMSE við upphaf styrktarþjálfunarinnar var 27,5±2,1 og 28,1±2,2 við lok hennar. Eftir þjálfunina fengu 57 manns færri stig á MMSE, 55 hafði hvorki farið fram né aftur, og 120 fengu fleiri stig en þeir höfðu fengið við upphaf þjálfunarinnar. Niðurstöður sýndu að árangur á MMSE eftir þjálfunina hafði martæka fylgni við handarstyrk við upphaf hennar (beta=.03, P<.05) meðal heilbrigðra eldri einstaklinga eftir að leiðrétt hafði verið fyrir grunngildisþáttum sem tengdust hreyfigetu og ástandi hjarta og æðakerfis. Ályktun: Rannsókn okkar leiddi í ljós að sterk tengsl voru milli handar- styrks við upphaf þjálfunar og aukinnar vitrænnar getu eftir 12 vikna styrktarþjálfun. Vöðvastyrkur, þar á meðal handarstyrkur kann að skipta miklu máli hvað varðar áhrif styrktarþjálfunar á vitræna getu, jafnvel meðal heilbrigðra og sjálfbjarga einstaklinga úr hópi aldraðra. 8 Vitræn geta hefur forspárgildi um aukinn gönguhraða hjá heil- brigðum öldruðum einstaklingum sem stundað hafa styrktar þjálfun í 12 vikur Milan Chang1,2, Alfons Ramel3, Ólöf Guðný Geirsdóttir1,3, Pálmi V. Jónsson1,4, Inga Þórsdóttir3 1Rannsóknarstofu HÍ og Landspítala í öldrunarfræðum, 2íþróttafræðisviði, tækni- og verkfræðideild HR, 3rannsóknarstofu í næringarfræði Landspítala, matvæla- og næringarfræðideild, 4öldrunarsviði Landspítala og læknadeild HÍ changmilan@gmail.com Inngangur: Sýnt hefur verið fram á að lítil vitræn geta tengist lítilli líkamlegri virkni og lítilli hreyfingu meðal aldraðra. Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að athuga tengslin milli vitrænnar getu meðal heilbrigðra, aldraðra einstaklinga sem búa í heima- húsum á Íslandi og aukinnar hreyfigetu þeirra eftir styrktarþjálfun. Aðferðir: Þáttakendur (N=5,7±73,7 ;237 ár; 58,2% konur) tóku þátt í tólf vikna styrktarþjálfun sem hannað var til að auka styrk og vöðvamagn helstu vöðvahópa. Líkamssamsetning, hreyfing, áhættuþættir tengdir hjarta og æðasjúkdómum, 6 mínútna ganga (6MWD), og vitræn geta (Mini Mental State Examination (MMSE)) voru mæld í upphafi og við lok líkamsræktarátaksins. Línuleg athvarfsgreining var notað til að kanna tengslin milli MMSE í upphafi styrktarþjálfunarinnar og hreyfigetu i lok hennar. Niðurstöður mælinga: Grunngildi meðalgönguhraða var 454±79 m i upphafi styrktarþjálfunar og meðalbæting var 34±35 m. MMSE í upphafi styrktarþjálfunar var 27,5±2,1. Eftir að leiðrétt hafði verið fyrir grunn- gildisbreytum, sýndi grunngildi mælingar á vitrænni getu marktæka fylgni við aukna hreyfigetu (4,2 metrar fyrir hverja MMSE einingu) meðal heilbrigðra einstaklinga úr hópi aldraðra eftir 12 mánaða styrktar- þjálfun. Ályktun: Eftir tólf vikna styrktarþjálfun, kom í ljós marktæk fylgni við vitræna getu. Mikilvæg tengsl eru á milli grunngildis vitrænnar getu og þeirra áhrifa sem styrktarþjálfun hefur á hreyfigetu, jafnvel meðal heil- brigðra einstaklinga úr hópi aldraðra. 9 Áhrif styrktaræfinga á líðan eldri Íslendinga Ólöf Guðný Geirsdóttir1,2, Alfons Ramel1, Kristín Briem3, Milan Chang2, Pálmi V. Jónsson2,4, Inga Þórsdóttir1 1Rannsóknarstofu í næringarfræði, Landspítala, heilbrigðisvísindasviði, matvæla- og næringarfræðideild HÍ, 2rannsóknarstofu HÍ og Landspítala í öldrunarfræðum, 3heilbrigðisvísindasviði, sjúkraþjálfunardeild, HÍ, 4öldrunarsviði Landspítala og læknadeild HÍ ogg@hi.is Inngangur: Þekkt eru áhrif styrktaræfinga meðal aldraðra á fitulausan vef og líkamlegan styrk. Litlar upplýsingar eru hins vegar til um það hvaða áhrif styrktaræfingar hafa á aðrar heilsufarslegar breytur eða á heilsutengd lífsgæði (HL). Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að svara spurningum um nær- ingu og hreyfingu meðal eldra fólks og hvernig þessir þættir hafa áhrif á heilsufarsbreytur. Aðferðir: Einstaklingar (N=237) tóku þátt í 12 vikna íhlutun með styrkt- aræfingum og næringu (65-91 ára). Bæði í upphafi og við lok íhlutunar var hreyfing þátttakenda metin með spurningarlista, 3ja daga fæðuinn- taka var skráð, mæld var líkamssamsetning, vöðvastyrkur, hreyfifærni, heilsutengd lífsgæði og blóðgildi. Eftirfylgnimælingar voru gerðar 6, 9 og 18 mánuðum eftir íhlutun. Niðurstöður: Þátttakendur sem luku íhlutun juku marktækt fitulausan vef, vöðvastyrk, hreyfifærni og HL. Aukning á hreyfigetu þátttakenda eftir 12 vikna íhlutun hafði tengsl við aukningu á HL. Niðurstöður eftirfylgninnar sýna að regluleg hreyfing í upphafi rannsóknar var eini þátturinn sem spáði um áframhaldandi reglulega hreyfingu eftir íhlut- unartímabilið. Tími frá íhlutun, þátttaka í styrktaræfingum og hreyfing hafði jákvæð tengsl við vöðvastyrk, 6, 9 og 18 mánuðum eftir íhlutun. Félagslegstaða eða aldur þátttakenda hafði ekki áhrif á þessi tengsl. Félagsleg staða eða aldur þátttakenda hafði ekki áhrif á þessi tengsl. Ályktun: Fyrir íhlutun með styrktaræfingum mátti sjá að prótein í fæði hefur tengsl við fitulausan vef og líkamleg hreyfing hefur jákvæð áhrif á líkamssamsetningu, vöðvastyrk og hreyfifærni hjá eldra fólki. 10 Tengsl fæðis og árangurs í styrktarþjálfun meðal aldraðra Ólöf Guðný Geirsdóttir1,2, Alfons Ramel1, Kristín Briem3, Milan Chang2, Pálmi V. Jónsson2,4, Inga Þórsdóttir1 1Rannsóknarstofa í næringarfræði, Landspítala, heilbrigðisvísindasviði, matvæla- og næringarfræðideild HÍ, 2rannsóknarstofu HÍ og Landspítala í öldrunarfræðum, 3heilbrigðis- vísindasviði, sjúkraþjálfunardeild HÍ, 4öldrunarsviði Landspítala og læknadeild HÍ ogg@hi.is Inngangur: Þekkt eru áhrif styrktaræfinga meðal aldraðra á fitulausan vef og líkamlegan styrk. Litlar upplýsingar eru hins vegar til um það hvaða áhrif almenns fæðuvals á árangur styrktaræfingar hjá eldra fólki. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að svara spurningum sem snerta næringu og hreyfingu á meðal eldra fólks og hvernig þessir þættir hafa áhrif á árangur. Aðferðir: Einstaklingar (N=237) sem tóku þátt í 12 vikna íhlutun með styrktaræfingum og næringu (65-91 ára). Bæði í upphafi og við lok íhlut- unar var hreyfing þátttakenda metin með spurningarlista, þriggja daga fæðuinntaka var skráð, auk þess sem líkamssamsetning (með DXA), vöðvastyrkur, hreyfifærni, heilsutengd lífsgæði og blóðgildi voru mæld. Niðurstöður: Í upphafi rannsóknar kom fram að prótein í fæðu hafði jákvætt spágildi fyrir fitulausan vef. Þátttakendur sem luku íhlutun juku marktækt fitulausan vef, vöðvastyrk, hreyfifærni og heilsutengd lífsgæði. Orka og prótein í fæðu hafði jákvæða fylgni við aukningu á fitulausum vef samkvæmt fjölþátta aðhvarfsgreiningu.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.