Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Síða 11

Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Síða 11
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 9 LÆKNAblaðið 2014/100 11 Ályktun: Fyrir íhlutun með styrktaræfingum mátti sjá að prótein í fæði hefur tengsl við fitulausan vef og líkamleg hreyfing hefur jákvæð áhrif á líkamssamsetningu, vöðvastyrk og hreyfifærni hjá eldra fólki. Mikilvægt er að tryggja næga orku- og próteinneyslu þegar eldra fólk tekur þátt í styrktaræfingum þar sem fæði hefur áhrif á árangur styrktaræfinga og getur hamlað uppbyggingu fitulauss vefs hjá eldra fólki. 11 Strok sjúklinga af geðdeildum Landspítala á einu ári – tíðni og aðdragandi Jón Snorrason, Jón Friðrik Sigurðsson, Guðmundur S. Sævarsson Geðsviði Landspítala jonsnorr@landspitali.is Inngangur: Strok sjúklinga af geðdeildum eiga sér stað um allan heim. Þau hafa yfirleitt neikvæð áhrif á meðferð sjúklinga og þó langflestir skili sér aftur eru dæmi um að sjúklingar sem strjúka fyrirfari sér eða sýni öðrum ofbeldi. Strok sjúklinga eru íþyngjandi fyrir starfsfólk og kalla oft fram kvíða og sektarkennd hjá því. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni stroka af geð- deildum Landspítala og aðdraganda þeirra. Samkvæmt vitneskju rannsakenda er þetta eina rannsóknin sem kannað hefur aðdraganda stroka og fyrsta íslenska rannsóknin um strok af geðdeildum. Aðferð: Gögn voru skráð úr slysa- og atvikaskrám og sjúkraskýrslum sjúklinga. Tíðni- og fylgnitölur voru reiknaðar út. Notast var við forritið SPSS 11. útgáfu. Eigindlegra gagna var aflað annars vegar með viðtölum við starfsfólk og sjúklinga sem struku og hins vegar úr hjúkrunarskrám sjúklinga. Stuðst var við aðferðafræði grundaðrar kenningar. Niðurstöður: Á tímabilinu 1.10.2012–30.9.2013 voru 86 strok skráð af geðdeildum Landspítala, en 87% þeirra áttu sér stað á helmingi allra legugeðdeilda. Aðdragandi stroka mátti greina í eftirfarandi fimm atriði: Fíkn sjúklings, upplifuð nauðung, rýmkun á meðferðaráætlun, atferli sjúklings gefur til kynna að hann ætli að strjúka, notar tækifæri þegar deildardyr eru opnar. Ályktanir: Fæstir sjúklingar strjúka af geðdeildum. Flestir sem strjúka gera það aðeins einu sinni en nokkrir oftar. Atriði sem fram koma í aðdraganda stroka geta gagnast starfsfólki að einhverju leyti til að fyrir- byggja strok. 12 Notkun methýlfenídat í æð meðal íslenskra vímuefnaneytenda Guðrún Dóra Bjarnadóttir1,2, Andrés Magnússon1,2, Bjarni Össurarson Rafnar1,2, Engilbert Sigurðsson1,2, Steinn Steingrímsson2,3, Helena Bragadóttir1, Magnús Jóhannsson2, Magnús Haraldsson1,2 1Geðsviði Landspítala, 2heilbrigðisvísindasviði HÍ, 3Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg gudrundb@lsh.is Inngangur: Notkun methýlfenídats (MPH) á Íslandi og víða erlendis hefur aukist mikið undanfarin ár. Klínísk reynsla bendir til að samhliða þessari aukningu hafa innlagnir og afeitranir vegna misnotkunar MPH aukist. Markmið: Að lýsa misnotkun MPH í æð hjá íslenskum vímuefnaneyt- endum. Að athuga tíðni, umfang og einkenni neyslunnar. Neyslu- mynstur er óþekkt, til dæmis skammtastærðir og tíðni notkunar á dag. Einnig hafa upplifanir sprautunotenda, hliðar- og fráhvarfseinkenni MPH ekki verið rannsakað. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er þversniðsrannsókn og er notast við hálfstaðlað viðtal. Sprautunotendum, sem höfðu sprautað sig í æð með einhverju vímuefni síðastliðna 30 daga og voru í meðferð var boðin þátt- taka. Gagnasöfnun stóð yfir í eitt ár og alls tóku 108 einstaklingar þátt. Allir þátttakendur svöruðu fyrri hluta spurningalistans sem metur tíðni og umfang MPH notkunar. Seinni hluta spurningalistans svöruðu þeir sem höfðu notað MPH í æð undanfarna 30 daga þar sem farið var dýpra í einkenni neyslu MPH í æð. Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að misnotkun MPH í æð er verulegt vandamál á Íslandi, eða 88% af þýðinu notaði MPH í æð undanfarna 30 daga. Einnig var MPH það lyf sem sprautunotendur kusu og völdu það fram yfir önnur efni. MPH er í auknum mæli það efni sem sprautunot- endur nota í fyrsta skipti. Flestir kjósa að nota Rítalín Uno® (79%) en fæstir Concerta® (3%). Ályktanir: Neysla MPH er vaxandi vandamál á Íslandi og er orðið eitt aðalefni sem misnotað er á Íslandi. Af MPH lyfjunum er Rítalín Uno® það sem sprautunotendur kjósa að nota. Mikilvægt er að staðfesta og lýsa neyslu og neyslumynstri MPH sprautunotenda. Þekking á þessu vandamáli er bæði nauðsynleg fyrir Ísland og önnur lönd. 13 Skilgreind viðmið fyrir bráð bólguviðbrögð (SIRS) á tveggja mánaða tímabili á bráðamóttöku Landspítala Þorsteinn Jónsson1, Guðbjörg Pálsdóttir2 1Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2bráðasviði Landspítala thorsj@hi.is Inngangur: Bráð bólguviðbrögð (SIRS) eru skilgreind breyting á öndun- artíðni, hjartsláttartíðni, líkamshita og fjölda hvítra blóðkorna. Tvo eða fleiri þætti þarf til að kallast bráð bólguviðbrögð. Viðmiðin eru þekkt og notuð á gjörgæsludeildum en hafa verið gagnrýnd fyrir að vera ósértæk. Lítið er vitað um sjúklinga með bráð bólguviðbrögð á bráðamóttökum. Markmið: Að kanna tíðni, lífeðlisfræðilega þætti og afdrif sjúklinga sem leituðu á bráðamóttöku Landspítala í ljósi viðmiða um bráð bólguvið- brögð. Aðferð: Rannsóknargögnum var safnað afturvirkt úr rafrænni sjúkraskrá frá öllum sjúklingum sem leituðu á bráðamóttöku 1. október til 30. nóvember 2011. Niðurstöður: Á tímabilinu leituðu 3971 sjúklingar á bráðadeild. Rúmlega 8% sjúklinga 18 ára og eldri (n=322) voru með skilgreind viðmið fyrir bráð bólguviðbrögð og var meðalaldur 54 ár. Meðalöndunartíðni var 24/ mín, meðalhjartsláttartíðni 107/mín og meðallíkamshiti 37,8°C. Fjöldi hvítra blóðkorna var að meðaltali 11x10E9/L. Tæplega 68% sjúklinga (n=218) voru með tvo af fjórum þáttum bráðra bólguviðbragða og 30,4% (n=98) voru með þrjá af fjórum þáttum. Rúmlega 2% sjúklinga (n=7) voru í lostástandi við komu (slagbilsblóðþrýstingur <90mmHg). Um 50% sjúklinga (n=163) fengu bólgu- og/eða sýkingargreiningu á bráðamóttöku. Algengustu sjúkdómsgreiningarnar voru lungnabólga, kviðverkur, hiti og þvagfærasýking. Þá fengu 3,7% sjúklinga (n=12) greininguna sýklasótt. Tæplega 47% sjúklinganna (n=151) lögðust inn á LSH, þar af 3,4% á gjörgæsludeild (n=11). Meðallegutími á sjúkrahúsi var fjórir dagar. Þrjátíu daga dánartíðni var 2,5% (n=8). Ályktanir: Ef fjöldi sjúklinga með skilgreind viðmið fyrir bráð bólguvið- brögð er yfirfærður á fjölda bráðakoma 2012, má áætla að 5889 sjúklingar falli innan hópsins árlega. Niðurstöðurnar gætu verið til marks um að viðmið fyrir bráð bólguviðbrögð séu ósértæk fyrir sjúklinga á bráða- móttökum.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.