Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Qupperneq 12

Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Qupperneq 12
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 9 12 LÆKNAblaðið 2014/100 14 Komur og endurkomur aldraðra á bráðamóttökur LSH á árunum 2008-2012 Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir1,2, Hlíf Guðmundsdóttir1,2, Helga Rósa Másdóttir1, Ingibjörg Sigurþórsdóttir1, Sigrún Sunna Skúladóttir1, Lovísa Agnes Jónsdóttir1, Sigrún Helga Lund2, Elísabet Guðmundsdóttir1 1Landspítala, 2HÍ thordith@landspitali.is Inngangur: Með hækkandi aldri aukast líkur á fjölþættum heilsufars- vandamálum og fjöllyfjanotkun, þáttum sem hvor fyrir sig tengjast verri afdrifum og hærri dánartíðni meðal aldraðra. Hærra hlutfall eldra fólks í þjóðfélaginu gæti því aukið álag á heilbrigðiskerfið í heild og bráða- móttökur sérstaklega. Með faraldsfræðilegum rannsóknum má draga fram upplýsingar til að greina áhættuþætti aldraðra fyrir komum og endurkomum á bráðamóttökur og afdrif þeirra. Markmið: Að kanna tíðni koma og endurkoma aldraðra á bráða- móttökur Landspítala á árunum 2008-2012 og spágildi lýðfræðilegra og sjúkdómstengdra breyta fyrir tíðni koma. Aðferð: Gerð var aftursýn lýsandi rannsókn byggð á gögnum úr raf- rænni sjúkraskrá Landspítala. Komur voru greindar eftir kyni, búsetu, aldri og sjúkdómaflokkum auk þess sem afdrif eftir komu á bráða- móttöku voru könnuð. Niðurstöður: Komum einstaklinga í aldurshópnum 67 ára og eldri ára á bráðamóttöku LSH fjölgaði í hlutfalli við fólksfjöldaaukningu áranna 2008-12, úr 12.718 komum 2008 í 14.016 komur 2012; alls 66.141 komur á tímabilinu. Aukningin var mismikil milli aldurshópa (p<0,001) en mest hjá 67-70 ára og næst mest hjá 80-89 ára; meiri meðal fólks í sambúð miðað við ekkjufólk og einstæðra (p<0,001). Ekki var marktækur munur á fjölgun koma kvenna miðað við karla. Hlutfall þeirra sem lögðust inn á spítalann fjölgaði marktækt (p<0,05) eða um 644 innlagnir. Á þessum árum voru yfir 10 þúsund bráðar endurkomur á bráðamóttökur innan þriggja vikna en þeim fækkaði hlutfallslega (p<0,05). Árin 2011-12 varð mest hlutfallsleg aukning á komum aldraðra vegna sjúkdóma í öndunarfærum. Ályktanir: Aukinn fjöldi koma aldraðra á bráðamóttökur Landspítala virðist skýrast af fólksfjölgun í þessum aldursflokki á höfuðborgarsvæð- inu. Innlögnum aldraðra fjölgaði og stór hópur aldraðra kom endurtekið á bráðamóttökur LSH á árunum 2008-12. Ef lögð væri áhersla á að greina, meta og byggja upp stuðning fyrir þá aldraða á bráðamóttökum sem þess þurfa, mætti ná fram auknum gæðum og hagkvæmni í þjónustu. 15 Mjaðmabrot hjá 67 ára og eldri sem leituðu á bráðamóttöku Landspítala á árunum 2008-2012 Sigrún Sunna Skúladóttir1, Elísabet Guðmundsdóttir2, Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir3,4 1Bráðamóttöku, 2hagdeild Landspítala, 3hjúkrunarfræðideild HÍ, 4rannsóknarstofu Landspítala og HÍ í bráðafræðum sigrunsskula@gmail.com Inngangur: Mjaðmabrot eru alvarlegur áverki. Vitað er að yfir 90% af brotum verða hjá fólki eldra en 50 ára og er um það bil tvisvar til þrisvar sinnum algengara hjá konum en körlum. Mjaðmabrot eru algengari meðal hvítra kvenna í Skandinavíu en meðal kvenna á sama aldri í Suður Ameríku og Eyjaálfu. Erlendar rannsóknir sýna að tíðni mjaðmabrota virðist hærri í dreifbýli en þéttbýli. Þessi sjúklingahópur þarf skjóta og góða þjónustu og helst aðgerð innan 48 klst. til að fækka fylgikvillum. Landspítali sinnir stærsta hópi sjúklinga sem mjaðmabrotna á Íslandi en faraldsfræðilega samantekt á þessum sjúklingum á Íslandi hefur skort. Markmið: Að auka þekkingu á faraldsfræði og þjónustu hjá þessum sjúklingahóp til að finna leiðir til að bæta þjónustu við þennan hóp og efla forvarnir. Aðferð: Gagna var aflað úr Vöruhúsi gagna á Landspítala í aftur- skyggnri faraldsfræðilegri rannsókn á sjúklingum eldri en 67 ára sem leituðu á bráðamóttöku Landspítala á árunum 2008-2012. Leitað var að einstaklingum sem komu vegna brots á lærleggshálsi, lærhnútubrots og brots fyrir neðan lærhnútu. Gögn voru greind með lýsandi tölfræði. Þessi rannsókn er hluti af stærri rannsókn um komur einstaklinga eldri en 67 ára á bráðamóttöku LSH. Niðurstöður: 1052 einstaklingar á þessu aldursbili komu á bráðamóttöku vegna mjaðmabrots á tímabilinu. Karlar voru 295 (28%) og konur 757 (72%). Skipting milli ára var nokkuð jöfn eða á bilinu 161 til 222 komur á ári. Dánartíðni innan 3 mánaða var 11,2% hjá konum og 21,7% hjá körlum. Sá elsti í gagnasafninu var 107 ára við komu. Meðalbiðtími eftir skurðaðgerð var 19,6 klukkustundir. Ályktanir: Fyrstu gögn sýna að faraldsfræði þeirra sem koma vegna mjaðmabrota á Landspítala virðist nokkuð svipuð því sem gerist í heim- inum. Afdrif sjúklinga sem koma á bráðadeild vegna mjaðmabrota geta verið alvarleg. Þörf gæti verið á að efla fræðslu og styðja sjúklinga og aðstandendur þegar á bráðadeild. 16 Verkjamat og meðferð á Landspítala Sigríður Zoëga1,2, Sandra E. Ward3, Herdís Sveinsdóttir1,2, Gísli H. Sigurðsson1,2, Thor Aspelund2, Sigríður Gunnarsdóttir1,2 1Landspítala, 2HÍ, 3University of Wisconsin, Madison szoega@landspitali.is Inngangur: Þrátt fyrir aukna þekkingu og aðgengi að klínískum leið- beiningum eru verkir enn algengir á sjúkrahúsum. Verkjameðferð er lykilþáttur í gæða heilbrigðisþjónustu enda hafa ómeðhöndlaðir verkir neikvæð áhrif á líðan og bata sjúklinga. Markmið: Að kanna hvort mat og meðferð verkja á legudeildum skurð- og lyflækningasviða LSH sé í samræmi við ráðleggingar í klínískum leiðbeiningum um verkjameðferð. Aðferðir: Um lýsandi rannsókn með stundaralgengissniði var að ræða. Þátttakendur (N=282) voru sjúklingar 18 ára og eldri sem höfðu legið höfðu inni á LSH í a.m.k. sólarhring, töluðu íslensku og voru færir um þátttöku að mati deildarstjóra. Gögn um mat og meðferð verkja voru fengin úr sjúkraskrá en spurningalisti bandaríska verkjafræðafélagsins var lagður fyrir sjúklinga. Verkjameðferðarvísir var notaður til að kanna hvort verkjameðferðin væri viðeigandi. Niðurstöður: Svarhlutfall var 72%. Meðalaldur þátttakenda var 68,9 ár (SF=17.0), 51% voru karlar og 28% voru á skurðlækningasviði. Verkjamat var skráð hjá 57% þátttakenda og af þeim var styrkur verkja metinn með viðurkenndum kvarða í 27% tilvika. Meirihluti þátttakenda (85%) var með fyrirmæli um verkjalyf og hjá 70% sjúklinga með í meðallagi eða mikla verki voru fyrirmæli um fjölþætta (multimodal) meðferð. Fyrirmæli um verkjameðferð voru viðeigandi hjá 78% þátttakenda en 64% fengu viðeigandi meðferð. Þátttakendur með skráð verkjamat voru líklegri til að fá viðeigandi verkjameðferð en þegar svo var ekki (OR 3,44; 95% ÖM 1,38-8,60). Ályktun: Meirihluti þátttakenda var með fyrirmæli um verkjalyf en þó fengu margir þátttakenda ekki viðeigandi meðferð. Auknar líkur voru á að fá viðeigandi meðferð ef verkir voru metnir og skráðir. Þörf er á að bæta verkjamat og skráningu til að bæta gæði verkjameðferðar á Land- spítala.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.