Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Síða 13
V í s i n d i á V o r d ö g u m
F Y L g i r i T 7 9
LÆKNAblaðið 2014/100 13
17 Líðan dagaðgerðasjúklinga eftir svæfingu
Þórdís Borgþórsdóttir, Herdís Sveinsdóttir
Svæfingadeild, skurðlækningasviði Landspítala, HÍ, hjúkrunarfræðideild
disaborg@landspitali.is
Inngangur: Dagskurðaðgerðum hefur fjölgað mjög á Íslandi. Dagað-
gerðasjúklingar þurfa oft að kljást við fylgikvilla eftir aðgerð og svæfingu
á borð við verki, ógleði, uppköst og þreytu.
Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða mun á gæðum
bata hjá dagaðgerðasjúklingum sem fóru í bæklunaraðgerðir og kven-
sjúkdómaaðgerðir. Notað var mælitækið Quality of Recovery-40 (QoR-
40) sem inniheldur 40 spurningar og skiptist í 5 flokka: Líkamlega líðan,
líkamlegt sjálfstæði, tilfinningalegt ástand, sálfélagslegan stuðning og
verki.
Aðferðir: Gagna var aflað á Landspítala frá nóvember 2012 til mars
2013. Notaðir voru þrír spurningalistar sem lagðir voru fyrir að morgni
aðgerðardags (T1), daginn eftir aðgerð (T2) og fjórum dögum eftir aðgerð
(T3). Á T1 var spurt um sjálfmetna andlega og líkamlega heilsu, á T2
var QoR-40 lagður fyrir auk spurninga um hæsi, þorsta og þreytu. Á
T3 var spurt sömu spurninga og á T1 og T2 auk bakgrunnsspurninga.
Gagna var enn fremur aflað úr sjúkraskrá. Þátttakendur voru valdir
með þægindaúrtaki og fóru 62 sjúklingar í bæklunaraðgerð og 59 í kven-
sjúkdómaaðgerð. Til að greina mun á hópunum var notað t-próf óháðra
úrtaka og kí-kvaðratpróf. Miðað var við marktektarmörkin 0,05. QoR-40
var þýtt og bakþýtt samkvæmt viðurkenndum aðferðum.
Niðurstöður: Niðurstöður sýna að líkamlegt sjálfstæði (T2=4,31/3,84;
T3=4,70/4,15; p<0,05) og verkir (T2=4,27/3,98; T3=4,41/4,16; p<0,05)
koma marktækt betur út hjá báðum hópum á T3 miðað við T2. Sjálfmetin
líkamleg heilsa er hins vegar mun verri (T1=2,03; T3=2,40; p<0,05) á T3
hjá bæklunarsjúklingunum heldur en hún var á T1. Munur er á hóp-
unum hvað varðar líkamlegt sjálfstæði, tilfinningalegt ástand, þreytu,
hæsi og þorsta (p<0,05, t-próf) og koma bæklunarsjúklingarnir verr
út. Aðgerðartíminn (50,8/16,8; p<0,05) og lengd svæfingar (78,2/28,7;
p<0,05) er einnig lengri hjá bæklunarsjúklingunum.
Ályktanir: Niðurstöðurnar benda því til þess að bæklunarsjúklingar séu
mun lengur að ná sér eftir dagskurðaðgerðir heldur en sjúklingar sem
fara í kvensjúkdómaaðgerð. Hjúkrunarfræðingar þurfa að greina þá
sjúklinga fyrir aðgerð sem hætta er á að muni eiga í erfiðleikum með að
ná bata og undirbúa þá í tíma fyrir það sem koma skal.
18 Nýgengi, meðferð og fylgikvillar garnaflækju á botnristli á
Íslandi 2000-2013
Anna Sigurðardóttir1, Elsa Björk Valsdóttir1,2, Páll Helgi Möller1,2
1Skurðlækningasviði Landspítala, 2læknadeild HÍ
annsig@landspitali.is
Inngangur: Garnaflækja á botnristli er næst algengasta tegund garna-
flækju, á eftir garnaflækju á bugðuristli, með nýgengi um 2,8-7,1 á hverja
milljón íbúa á ári. Meðferð er skurðaðgerð þar sem fjarlægður er hluti af
görn.
Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar var að meta nýgengi, meðalaldur,
meðferð og fylgikvilla aðgerðar vegna garnaflækju á botnristli.
Aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra einstaklinga sem
lögðust inn á árunum 2000-2013. Farið var í gegnum sjúkraskrár og
skráðar meðal annars upplýsingar um kyn, aldur, meðferð, legutíma,
fylgikvilla aðgerðar og vefjagreiningarsvar.
Niðurstöður: Sextíu sjúklingar lögðust inn á tímabilinu, 54 konur og sex
karlar. Meðalaldur sjúklinga var 60,9 ár (spönn 22-96 ár) og nýgengi fyrir
þann aldurshóp 2,1/100.000 á ári. Við greiningu var algengasta mynd-
rannsóknin yfirlitsmynd af kvið (60%) en 53% fóru í tölvusneiðmynd af
kvið. Allir nema einn sjúklingur voru teknir til aðgerðar, 84,7% samdæg-
urs eða daginn eftir greiningu og 96,6% innan tveggja daga. 66,1%, fóru
í brottnám á hægri hluta ristils og í 28,8% voru dausgörn og botn ristill
fjarlægð. Meðallegutími var 10,2 dagar (spönn 3-32 dagar). Algengasti
fylgikvilli eftir aðgerð var blæðing (11,9%) en leki á samtengingu var 3,4
prósent. 5,1% sjúklinga voru teknir til enduraðgerðar. Dánartíðni eftir
aðgerð var 3,4 prósent.
Ályktun: Garnaflækja á botnristli er töluvert algengari hérlendis en
erlendis, en að meðaltali leggjast inn fjórir á ári. Fyrir hvern karl greinast
níu konur, sem er mun hærra en erlendis. Gripið er hratt inn í og flestir
teknir til aðgerðar innan tveggja daga. Alvarlegir fylgikvillar eftir aðgerð
eru sjaldgæfir og dánartíðni lág.
19 Árangur skurðaðgerða vegna ósæðarflysjunar (tegund A) á
Íslandi 1992-2013
Inga Hlíf Melvinsdóttir1, Bjarni A. Agnarsson2, Þórarinn Arnórsson3, Tómas
Guðbjartsson1,3, Arnar Geirsson3
1Læknadeild HÍ, 2rannsóknastofu í meinafræði, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala
arnarge@landspitali.is
Inngangur: Ósæðarflysjun er lífshættulegur sjúkdómur með háa dánar-
tíðni. Einkenni ber oftast brátt að og sjúklingar þurfa á bráðaskurðaðgerð
að halda. Þessar aðgerðir eru áhættusamar og fylgikvillar tíðir. Í þessari
rannsókn var í fyrsta sinn skoðaður árangur skurðaðgerða vegna ósæð-
arflysjunar af tegund A á Íslandi.
Aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir
skurðaðgerð vegna ósæðarflysjunar af tegund A á Landspítala frá 1992
til 2013. Tilfellin voru fundin í gegnum aðgerða- og greiningarskrá Land-
spítala. Alls fundust 42 sjúklingar og voru m.a. skráðir áhættuþættir,
einkenni og ástand sjúklings við komu, tegund aðgerða, tíðni fylgikvilla
og afdrif sjúklinga.
Niðurstöður: Meirihluti aðgerðanna (74%) var gerður á seinni helmingi
rannsóknartímabilsins. Meðalaldur sjúklinga var 60 ár og 69% voru
karlar. Tveir þriðju sjúklinga höfðu ósæðargúl í rishluta ósæðar og var
meðalstærð gúlsins 5,6 cm. Einkenni blóðþurrðar (malperfusion) voru til
staðar hjá 60% sjúklinga og Euroscore II var að meðaltali 8,8. Notast var
við kælingu í algerri blóðrásarstöðvun (hypothermic arrest) í 30% tilfella
og skipt um loku eða ósæðarrót hjá þriðjungi sjúklinga. Enduraðgerð
vegna blæðinga þurfti í 36% tilfella. Gefnar voru 17 einingar af rauð-
kornaþykkni að meðaltali, 19 af blóðvökva og 4,7 pokar af blóðflögum.
Meðallegutími á gjörgæslu var 8,9 dagar og heildarlegutími 26 dagar.
Dánarhlutfall innan 30 daga var 19% (8 tilfelli).
Ályktun: Árangur skurðaðgerða vegna ósæðarflysjunar af tegund A á
Íslandi er sambærilegur við það sem þekkist á erlendum sjúkrahúsum.
Fylgikvillar eru tíðir, sértaklega blæðingar sem krefjast enduraðgerðar.
Aðgerðum hefur fjölgað á síðasta áratug án þess að ástæður þess séu
ljósar.
20 Dreifing og fjöldi meinvarpa í sjúklingum sem greinast með
nýrnafrumukrabbamein
Ívar Marinó Lilliendahl1, Eiríkur Jónsson2, Guðmundur Vikar Einarsson2,
Tómas Guðbjartsson1,2
1Læknadeild HÍ, 2þvagfæraskurðdeild Landspítala
iml1@hi.is
Inngangur: Rúmlega fjórðungur sjúklinga með nýrnafrumukrabbamein
(NFK) hafa útbreiddan sjúkdóm (synchronous metastases) við greiningu.
Horfur þessara sjúklinga eru oftast slæmar og 5-ára lifun er <10%. Til-