Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Page 14

Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Page 14
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 9 14 LÆKNAblaðið 2014/100 gangur þessarar afturvirku rannsóknar var að kanna frekar afdrif þessa sjúklingahóps eftir dreifingu og fjölda meinvarpa. Aðferðir: 250 NFK-sjúklingar sem greindust á Íslandi 1981-2010 og höfðu fjarmeinvörp við greiningu. Nýrnabrottnám var framkvæmt hjá tæplega helmingi sjúklinga (45%) en tæplega þriðjungur (32%) sjúklinga fengu krabbameinslyfjameðferð. Brottnám lungnameinvarpa var framkvæmt hjá aðeins 1 sjúklingi fljótlega eftir greiningu meinvarpa. Úr sjúkraskrám og myndgreiningarrannsóknum var kannaður fjöldi meinvarpa og dreifing til líffæra. Heildarlifun hópanna var borin saman með log-rank prófi og miðuðust útreikningar við maí 2013. Niðurstöður: Meinvörp greindust oftast í lungum (58%), beinum (39%) og lifur (20%), en 35% sjúklinga höfðu jafnframt eitilmeinvörp. Algeng- ustu einkenni voru kviðverkir (46%), megrun (38%) og blóðmiga (32%) en 6% sjúklinga voru tilviljanagreindir. Flestir höfðu meinvörp í stöku líffæri (61%), oftast í beinum og lungum, 28% höfðu meinvörp í tveimur líffærum og 11% í ≥3 líffærum. Eins árs lifun sjúklinga með meinvörp í 1, 2 og ≥3 líffærum var 35%, 22% og 7% en 5-ára lifun 10%, 6% og 0% (p=0,008). Eins árs lifun sjúklinga með stakt meinvarp í stöku líffæri, fjölda meinvarpa í stöku líffæri eða fjölda meinvarpa í mörgum líffærum var 47%, 38% og 20% og 5 ára lifun 13%, 10% og 5% (p=0,04). Ályktun: NFK meinverpist oftast til lungna, beina og lifrar. Flestir sjúklingar greinast með fjölda meinvarpa í einu eða fleiri líffærum. Lifun þessara sjúklinga er marktækt verri en sjúklinga með stakt meinvarp í einu líffæri, sem hafa bestu horfurnar. 21 Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá yngri sjúklingum Linda Ó. Árnadóttir1, Tómas A. Axelsson1, Daði Helgason1, Hera Jóhannesdóttir1, Jónas A. Aðalsteinsson1, Arnar Geirsson2, Axel F. Sigurðsson3, Tómas Guðbjartsson1,2 1Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3hjartadeild Landspítala loa6@hi.is Inngangur: Flestir sem gangast undir kransæðahjáveituaðgerð eru nálægt sjötugu. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá yngri sjúklingum (≤50 ára), meðal annars snemmkomna fylgikvilla, dánartíðni innan 30 daga og langtímalifun. Aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 1626 sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala 2001-2012. Bornir voru saman 100 sjúklingar 50 ára og yngri við 1526 sjúklinga yfir fimmtugu. Niðurstöður: Hlutfall karla og áhættuþættir kransæðasjúkdóms voru sambærilegir í báðum hópum, einnig útbreiðsla kransæðasjúkdóms og hlutfall sjúklinga með vinstri höfuðstofnsþrengsli. Útstreymisbrot vinstri slegils yngri sjúklinga fyrir aðgerð var marktækt lægra en þeirra eldri (52% sbr. 55%, p=0,004), fleiri þeirra höfðu nýlegt hjartadrep fyrir aðgerð (41% sbr. 27%, p=0,003) og aðgerð var oftar gerð með flýtingu (58% sbr. 45%, p=0,016). Tíðni minniháttar fylgikvilla var lægri hjá yngri sjúklingum (30% sbr. 50%, p<0,001), sérstaklega nýtilkomið gáttatif (14% sbr. 35%, p<0,001), en blæðing eftir aðgerð var einnig minni (853 ml sbr. 999 ml, p=0,015) og þeir fengu færri einingar af rauðkornaþykkni (1,3 sbr. 2,8 ein, p<0,001). Hins vegar reyndist ekki marktækur munur á alvarlegum fylgikvillum (6% sbr. 11%, p=0,13) eða dánartíðni innan 30 daga (1% sbr. 3%, p=0,5). Legutími yngri sjúklinga var rúmlega tveimur dögum styttri að meðaltali en þeirra eldri (p<0,001). Sjúkdómasértæk lifun var sambærileg fyrir báða aldurshópana en þó sást tilhneiging í átt að betri lifun fyrir yngri sjúklinga (96% sbr. 90% fimm ára lifun, p=0,06). Ályktun: Minniháttar fylgikvillar eru sjaldgæfari hjá yngri sjúklingum en þeim eldri, legutími þeirra er styttri og blóðgjafir fátíðari. Einnig virðast veikindi þeirra bera bráðar að. Sjúkdómasértæk lifun yngri sjúklinga virðist ívið betri en eldri sjúklinga. 22 Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá sjúklingum með sykursýki Jónas A. Aðalsteinsson1, Tómas A. Axelsson1, Daði Helgason1, Linda Ó. Árnadóttir1, Hera Jóhannesdóttir1, Arnar Geirsson3, Karl Andersen1,2, Tómas Guðbjartsson1,3 1Læknadeild HÍ, 2hjartadeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala jaa6@hi.is Inngangur: Sykursýki er einn af helstu áhættuþáttum kransæðasjúk- dóms og sykursjúkir einstaklingar þurfa oft kransæðahjáveituaðgerð. Í þessari rannsókn voru könnuð áhrif sykursýki á snemmkomna fylgi- kvilla og langtíma lifun eftir kransæðahjáveituaðgerð. Aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir krans æðahjáveituaðgerð á Landspítala frá 2001-2012. Af 1626 sjúklingum voru 261 greindir með sykursýki (16%) og voru þeir bornir saman við 1365 sjúk linga án sykursýki. Forspárþættir fylgikvilla og dánartíðni innan 30 daga voru metnir með aðhvarfsgreiningu og heildarlifun reiknuð (Kaplan-Meier). Niðurstöður: Aldur, kyn, útbreiðsla kransæðasjúkdóms og EuroSCORE voru sambærileg í báðum hópum, einnig hlutfall hjáveituaðgerða á slá- andi hjarta (21%). Sjúklingar með sykursýki höfðu hærri líkamsþyngdar- stuðul (29,6 sbr. 27,9 kg/m2, p<0,001), voru oftar með háþrýsting (82% sbr. 60%, p<0,001) og gaukulsíunarhraða <60 ml/mín/1,73m2 (22% sbr. 15%, p=0,013). Auk þess var aðgerðartími þeirra 16 mín lengri (p<0,001). Tíðni djúpra bringubeinssýkinga, heilaáfalls og hjartadreps var sam- bærileg í báðum hópum. Sykursýkissjúklingar greindust oftar með bráða nýrnaskaða í bæði RISK- (13,8% sbr. 8,8%, p=0,018) og FAILURE-flokki (2,3% sbr. 0,5%, p=0,009). Tíðni minniháttar fylgikvillar (t.d. gáttatif og lungnabólga) var hins vegar svipuð í báðum hópum. Dánartíðni innan 30 daga var marktækt hærri hjá sjúklingum með sykursýki en viðmið- unarhópi (5% sbr. 2,1%, p=0,014) og 5 ára lifun marktækt verri (82 sbr. 91%, p<0,001). Sykursýki reyndist ekki sjálfstæður áhættuþættur fyrir dauða innan 30 daga þegar leiðrétt var fyrir öðrum áhættuþáttum með fjölþáttaaðhvarfsgreiningu (OR=1,98, 95%-ÖB: 0,72-4,95) en hins vegar spáði sykursýki fyrir verri langtímahorfum (HR=1,8, 95%-ÖB 1,29-2,53). Ályktanir: Sjúklingar með sykursýki eru í aukinni áhættu á að fá bráðan nýrnaskaða eftir kransæðahjáveituaðgerð án þess að sykursýki sé sjálf- stæður forspárþáttur 30 daga dánartíðni. Sykursýki spáir hins vegar fyrir um verri langtímalifun. 23 Góður langtímaárangur kransæðahjáveituaðgerða á Íslandi Hera Jóhannesdóttir1, Jónas A. Aðalsteinsson1, Tómas Andri Axelsson1, Linda Ósk Árnadóttir1, Helga Rún Garðarsdóttir1, Arnar Geirsson2, Guðmundur Þorgeirsson1,3, Tómas Guðbjartsson1,2 1Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3hjartadeild Landspítala hej23@hi.is Inngangur: Kransæðahjáveituaðgerð er algengasta opna hjartaaðgerðin á Íslandi. Langtímaárangur þessara aðgerða hefur lítið verið rannsak- aður, bæði hér á landi og í öðrum löndum. Tilgangur þessarar aftur- skyggnu rannsóknar var að kanna afdrif sjúklinga með áherslu á lang- tímafylgikvilla og lifun. Aðferðir: 1622 sjúklingar (meðalaldur 66 ár, 82% karlar, meðal Euro- SCOREst 4,7.) gengust undir kransæðahjáveituaðgerð (23% á sláandi hjarta) á Landspítala 2001-2012. Auk klínískra og aðgerðartengdra þátta voru eftirfarandi endapunktar skráðir: hjartaáfall, heilablóðfall, þörf á endur-hjáveituaðgerð, kransæðavíkkun með eða án kransæðastoðnets og dauði. Áhættuþættir allra ofangreindra endapunkta þegar þeir voru teknir saman (MACCE) og dauða voru fundnir með Cox-aðhvarfsgrein- ingu. Meðaleftirfylgd var 5,7 ár.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.