Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Qupperneq 16

Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Qupperneq 16
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 9 16 LÆKNAblaðið 2014/100 hópunum, eða 3% borið saman við 2% í V-hópi (p=1,0). Ályktun: Ekki sást aukin blæðing eftir aðgerð hjá sjúklingum á SSRI/ SNRI-geðdeyfðarlyfjum og tíðni fylgikvilla og 30 daga dánartíðni var heldur ekki aukin. Því virðist ekki ástæða til þess hætta notkun þessar lyfja fyrir hjartaaðgerð. 27 Bætir notkun þrívíddarprentunar undirbúning við flóknar hjartaskurðaðgerðir? Bjarni Torfason1,2, Paolo Gargiulo3,4, Maríanna Garðarsdóttir5, Þórður Helgason3,4 1Hjarta- og brjóstholsskurðdeild Landspítala, 2læknadeild, HÍ, 3vísindadeild Landspítala, 4heilbrigðis- og taugaverkfræðistofnun, HR, 5myndgreiningadeild Landspítala bjarnito@landspitali.is Inngangur: Þessi grein lýsir notkun á þrívíðum líkönum við flóknar hjartaaðgerðir. Þetta nýja ferli hefst með töku á hjartalínuritsstýrðum tölvusneiðmyndum af hjartanu, myndvinnslu af skurðsvæði og þrívíðri útprentun hjartans í stærðinni 1/1. Markmið: Meginmarkmið er að hnitmiða undirbúning og ákvarðana- töku í flóknum hjartaskurðaðgerðum. Aðferðir: Notaður er sérhæfður hugbúnaður MIMICS 16 (www.ma- terialise.com). Fyrir aðgerð er tölvusneiðmyndað hjartalínuritsstýrt með joðskuggaefni í öllum fösum hjartahringsins. DICOM myndir, sem fást með tölvusneiðmyndatökunni, eru teknar úr PACS myndgeymslukerfi spítalans, valdar bestu myndaraðirnar og endurunnar í tveggja og fjögurra hólfa sýn til nákvæmrar greiningar á byggingu hjartans. Einnig eru myndir handunnar til að sýna betur lokur, sleglaskipti og ýmis smágerð form. Þá er hjartað byggt upp að nýju í tölvu og gögnin send til þrívíddarprentara (Zcorp 450). Prentun hjarta í þrívídd tekur 6-10 klukkustundir. Til að aðgreina vefji enn frekar er hægt að prenta í mis- munandi litum. Efnisgert líkan í réttri stærð 1/1 er notað fyrir og í aðgerð t.d. við að sníða og staðsetja bót í hjartaveggsgalla og meta hvar hefla megi af sleglaskiptum í einstaklingum með ofvaxtarhjartavöðvakvilla. Niðurstöður: Hið nýja klíníska ferli sem hér er kynnt var notað við undirbúning á fjórum hjartaaðgerðum á síðasta ári. Í öllum tilfellum reyndust líkönin gagnleg við undirbúning aðgerðar. Líkön gerð eftir aðgerð reyndust mikilvæg við að fylgja sjúklingum eftir og við að meta árangur aðgerðar. Í einu tilviki var líkan gert á meðan á meðferð stóð og reyndist gagnlegt við ákvarðanatöku. Ályktun: Rannsóknin sýnir að hagur er af notkun hlutgerðra líkana við undirbúning og eftirfylgni flókinna hjartaaðgerða. 28 Innri geislameðferð við blöðruhálskirtilskrabbameini á Íslandi Karl Erlingur Oddason1, Baldvin Þ. Kristjánsson1, Garðar Mýrdal2 1Þvagfæraskurðdeild Landspítala, 2geislaeðlisfræðideild Landspítala oddason@gmail.com Inngangur: Nokkrir meðferðarmöguleikar eru í boði fyrir staðbundið blöðruhálskirtilskrabbamein (BHKK), þar á meðal innri geislameðferð (brachytherapy). Innri geislameðferð við BHKK hófst hérlendis árið 2012, áður voru sjúklingar sendir til Svíþjóðar. Markmið rannsóknarinnar er að meta árangur og framkvæmd innri geislameðferðar við BHKK á Íslandi. Aðferðir: Framsýn rannsókn á öllum þeim sem gengust undir innri geislun við BHKK á Íslandi á árunum 2012 og 2013. Fyrir meðferð voru skráðar upplýsingar um gráðu og stig BHKK, PSA-blóðgildi, þvag- flæðimælingar og stigafjölda spurningalistanna IPSS (þvaglátaeinkenni og lífsgæði) og IIEF-5 (ristruflanir). Einstaklingum var fylgt eftir á göngu- deild, 1, 3, 6, 9 og 12 mánuðum eftir meðferð með mælingu á þvagflæði og PSA-blóðgildi, viðtali og spurningalistum. Einnig voru tekin saman geislunargildin V100, D90, R30 og U30. Niðurstöður: Alls gengust 27 karlar (meðalaldur 60 ár) með staðbundið BHKK undir innri geislameðferð. PSA-blóðgildi var að meðaltali 9,36 ng/ml (bil 1,2-51,6 ng/ml) fyrir meðferð. Geislunargildi voru öll innan viðmiðunarmarka. Eftir meðferð fengu þrír karlar þvagfærasýkingu og jafnmargir þvaglegg í styttri tíma og tveir kvörtuðu undan óþægindum frá endaþarmi. PSA-blóðgildi lækkuðu samfellt hjá öllum sjúklingum nema einum ári eftir meðferð. Ekki var marktækur munur á þvaglátaeinkennum fyrir meðferð og ári seinna samkvæmt IPSS, sama á við um lífsgæði. Hins vegar olli meðferðin marktækum ristruflunum ári eftir meðferð. Ályktun: Árangur innri geislameðferðar við BHKK á Íslandi fyrstu tvö árin er góður og niðurstöðum svipar til samanburðarrannsókna. Ein- kenni tengd þvaglátum hafa að miklu leyti gengið til baka en ristruflanir eru áfram til staðar ári eftir meðferð. 29 Kortlagning á breytingum í efnaskiptaferlum blóðskilju blóð flaga við geymslu Giuseppe Paglia1, Ólafur E. Sigurjónsson2,3, Óttar Rolfsson1, Sóley Valgeirsdóttir1, Morten Bagge Hansen4, Sigurður Brynjólfsson1, Sveinn Guðmundsson2, Bernhard O. Pálsson1 1Kerfislíffræðisetri HÍ, 2Blóðbanka Landspítala, 2heilbrigðis- og taugaverkfræðistofnun, HR, 4Department of Clinical Immunology, Rigshospitalet oes@landspitali.is Inngangur: Blóðflögur gegna mikilvægu hlutverki í segamyndun, blæðingastöðvun, bólgusvörum og sáraviðgerðum. Blóðflögur hafa takmarkaðan geymslutíma utan líkama (5 til 7 daga) og við geymslu þeirra myndast ástand sem kallað er „platelet storage lesion“ (PLS) sem leitt getur til þess að virkni þeirra við inngjöf verður ekki ákjósanleg Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að fá heildarmynd á efnaskipta breytingum sem verða við geymslu blóðflaga til að skilja betur mynd un á PLS og til að þróa aðferðir sem bæta gæði blóðflaga við geymslu. Aðferðir: Fylgst var með gæðum og starfsemi flaganna með gæða- prófum og djúpgreiningu á efnaskiptaferlum með UPLC aðgreining (HILIC aðferð) sem pöruð var við Q-TOF massagreini. Greindir voru 174 mismunandi þættir í sex blóðflögueiningum sem safnað var með blóð- skiljun. Greint var á 8 mismunandi tímapunktum við geymslu í 10 daga. Niðurstöður: Ekki var um að ræða línulega breytingu á efnaskiptaferlum blóðflagana við geymslu heldur mátti greina 3 fasa þar sem breyting varð í efnaskiptaferlum blóðflagna við geymslu þeirra. Í fyrsta fasanum (dagur 0-3) mátti greina virkni í glycolysis ferlinum, phentose phosphate ferlinum og glutathione ferlinum á meðan að það dró úr tricarboxylic acid (TCA) hringnum. Í fasa tvö (dagur 4-6) mátti greina aukningu í TCA hringnum og aukningu í purine efnaskiptaferlum. Í þriðja fasanum (dagur 7-10) mátti greina almennt niðurbrot í öllum efnaskiptum. Ályktun: PSL leiðir ekki af sér línulegt niðurbrot í efnaskiptaferlum við geymslu blóðflaga heldur breytingum sem greina má í 3 fasa. Þessar niðurstöður gefa nýja innsýn inn í þá ferla sem mögulega eru valdur af PSL og opnar dyrnar á því að nota kerfislíffræðilegar nálganir og módel- smíði til að bæta gæði blóðhluta. 30 Áhrif lýsata, úr útrunnum blóðflögueiningum, á brjósk sér hæf- ingu mennskra fósturstofnfruma sem eru sérhæfðar í mesen chymal stofnfrumur Kristbjörg Gunnarsdóttir1,2, Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch1,2, Sigrún Kristjáns- dóttir3, Jón Gunnlaugur Jónasson3, Ólafur E. Sigurjónsson1,4 1Blóðbanka Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3rannsóknarstofu í meinafræðum, Landspítala, 4heilbrigðis- og taugaverkfræðistofnun HR oes@landspitali.is

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.