Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Page 18

Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Page 18
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 9 18 LÆKNAblaðið 2014/100 sveimi (diffusion). Þessu er öfugt farið í bláæðlingum, þar sem mettun er lægst í miðju æðanna, sem endurspeglar upptöku súrefnis frá vefnum eða æðakvíslum sem innihalda súrefnisríkara blóð. Mettunarprófílar eru að mestu samhverfir (symmetric) í slagæðlingum, en ósamhverfir í stærri bláæðlingum, með hæstu mettun við æðavegginn sem snýr að miðdepli augnbotnsins (macula). Mettunarmismunur milli miðlægs (central) og fjarlægs (peripheral) helmings bláæðlinga í þrettán heilbrigðum augum var 7% (p<0,01). Ályktun: Ný aðferð við súrefnismælingar í sjónhimnuæðum sýnir að breytileiki í súrefnismettun er verulegur innan einstakra æða. Aðferðin gefur nýja og skarpari sýn á flutning og efnaskipti súrefnis í sjónhimn- unni. Sambærilegum mælingum hefur ekki verið lýst áður í smáæðakerfi (microcirculation) mannsins. 34 Súrefnismettun sjónhimnuæða í heilbrigðum einstaklingum og glákusjúklingum Ólöf Birna Ólafsdóttir1, Evelien Vandewalle2,3, Ásbjörg Geirsdóttir1, María Soffía Gottfreðsdóttir4, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir4, Ingeborg Stalmans2,3, Einar Stefánsson1,4 1Háskóla Íslands, 2University of Leuven, 3University Hospitals Leuven, 4Landspítala olofbirnaolafs@gmail.com Inngangur: Gláka er ein algengasta orsök blindu á heimsvísu, en lífeðlis- fræðilegur grundvöllur sjúkdómsins er óljós. Ein meginkenningin um orsök gláku (frá árinu 1852) er sú að blóðflæði í augum glákusjúklinga sé minnkað eða illa stjórnað sem getur leitt til sjúklegrar blóðþurrðar og súrefnisskorts. Markmið: Að kanna hvort súrefnisbúskapur í sjónhimnu glákusjúklinga sé frábrugðinn þeim í heilbrigðum einstaklingum. Aðferðir: Súrefnismettun sjónhimnuæða var mæld í glákusjúklingum og heilbrigðum einstaklingum á Íslandi og í Belgíu með sérstökum sjón- himnu-súrefnismæli. Einnig voru sjónsvið skoðuð hjá glákusjúklingum. Niðurstöður: Enginn munur var á súrefnismettun slagæða, bláæða og slag-bláæðamun þegar bornir voru saman glákusjúklingar (n=74) við heilbrigða einstaklinga (n=89). Hjá sjúklingum með slæmar gláku- skemmdir (meðalsjónsviðsskemmd (MD)≥10dB, n=21) samanborið við heilbrigða einstaklinga, var súrefnismettun í bláæðum marktækt hærri (58,2% ± 5,4% vs. 53,8% ± 6,4%; p=0,0054, meðaltal ± staðalfrávik) ásamt því að súrefnismettun í slag-bláæðamun var lægri (36,4% ± 4,7% vs. 39,5% ± 5,7%; p=0.021). Sjúklingar með slæmar glákuskemmdir mældust með hærri súrefnismettun í bláæðum samanborið við sjúklinga með vægar glákuskemmdir (MD≤5dB, n=33, 58,2% ± 5,4% vs. 53,8% ± 7,6%, p=0,026) ásamt því að súrefnismettun slag-bláæðamuns var lægri í sjúklingum með slæmar glákuskemmdir samanborið við sjúklingum með vægar glákuskemmdir (36,4% ± 4,7% vs. 40,4% ± 7,0%, p=0,035). Enginn munur fannst hjá sjúklingum með vægar glákuskemmdir og heilbrigðum. Ályktun: Hærri súrefnismettun í bláæðum ásamt lægri slag-bláæða- munur hjá sjúklingum með slæmar glákuskemmdir samanborið við heil- brigða einstaklinga og sjúklingum með væga gláku gæti verið afleiðing minni súrefnisnotkunar vegna vefjarýrnunar í sjónhimnu. 35 Áhrif skýs á augasteini á súrefnismælingar í sjónhimnu Sveinn Hákon Harðarson1,2, Davíð Þór Bragason1, Þór Eysteinsson1,2, Einar Stefánsson1,2 1Augndeild Landspítala, 2læknadeild HÍ sveinnha@hi.is Inngangur: Mæling á súrefnismettun í sjónhimnuæðum byggist á því að litur blóðs breytist með súrefnismettun. Til að greina megi lit og gera mælingar á súrefnismettun þarf að ná mynd af augnbotni með súrefnis- mæli. Markmið: Að ákvarða hvort og þá hvernig ský á augasteini hefur áhrif á mælingar á súrefnismettun í sjónhimnuæðum. Aðferðir: Augnbotnar einstaklinga, sem voru á leið í aðgerð vegna skýs á augasteini, voru myndaðir með Oxymap T1 súrefnismæli. Mælirinn og meðfylgjandi hugbúnaður greina ljósgleypni æða við 570nm og 600nm ljós og reikna súrefnismettunina í sjónhimnuæðum. Sautján einstak- lingar tóku þátt í rannsókninni. Ein súrefnismælingar-mynd var notuð af hverju auga (34 myndir). Reyndur notandi súrefnismælisins raðaði myndunum í röð eftir gæðum. Að auki var ástand augasteins hægra auga mælt með Pentacam og Nidek EAS-1000 vélum. Niðurstöður: Augu hvers einstaklings voru flokkuð í betra og verra auga eftir myndgæðum. Í betri augum mældist mettun í slagæðlingum að meðaltali 85±10% en 78±10% í verri augum (p=0,0013). Súrefnismettun bláæðlinga mældist 45±17% í betri augum en 33±23% í verri augum (p=0,0046). Þegar allt myndasettið (34 myndir) var skoðað, kom í ljós að mæld mettun jókst með betri myndgæðum. Lægri mæld mettun hafði fylgni við aukinn mældan þéttleika augasteins (p<0,029). Ályktanir: Ský á augasteini getur leitt til lægri mælingar á súrefnis- mettun í augnbotni, sem er nánast örugglega mæliskekkja. Í rannsóknum á súrefnismettun í augnbotni þarf að taka tillit til myndgæða. 36 Mat á sjúklingum sem undirgangast heildarmjaðmaliðarskipti, fyrir aðgerð og ári eftir aðgerð Benedikt Magnússon1, Þröstur Pétursson1, Gígja Magnúsdóttir2, Grétar Halldórsson2, Halldór Jónsson jr3,4, Paolo Gargiulo1,5 1Heilbrigðisverkfræðisetri HR, 2endurhæfingardeild Grensási, 3bæklingaskurðlækningdeild, Landspítala, 4bæklingarskurðlæknisfræði HÍ, 5vísinda- og þróunarsviði Landspítala benediktm08@ru.is Inngangur: Heildarmjaðmaliðarskipti er algeng aðgerð sem gerð er á fjölda fólks á hverju ári. Gerviliðurinn sem settur er í er annað hvort festur með beinsementi eða án beinsements, en innsetning án beinsem- ents krefst meiri beinþéttni vegna þess að gerviliðurinn er negldur inn í lærlegginn. Í dag hafa læknar engar mælanlegar viðmiðunarreglur til að velja á milli aðferða fyrir hvern og einn sjúkling, aðeins aldur, sjúkrasögu og almennt ástand. Mælitæki fyrir bata sjúklinga og árangri aðgerðanna hefur heldur ekki verið til, þannig að ávinningur aðgerðanna hefur ekki verið reiknaður. Markmið: Markmiðið með rannsókninni er að koma á fót tölulegum mælitækjum sem læknar geta notað við val á aðferð fyrir hvern sjúkling og viðmiðunarreglum sem hægt er að nota við mat á batavegi hvers sjúklings eftir aðgerð. Aðferðir: Fjörtíu og einn sjúklingur tóku þátt í rannsókninni. Þeir voru myndaðir í sneiðmyndatæki og fóru í göngugreiningu og svöruðu spurningalista fyrir og einu ári eftir aðgerðina. Sneiðmyndirnar voru notaðar til að endurbyggja bein og vöðva í þrívídd þar sem bein- og vöðvaþéttni voru rannsökuð. Göngugreining og spurningar voru not- aðar til að mæla bataferli. Niðurstöður: Beinþéttni sjúklinga fyrir aðgerð minnkaði með hækkandi aldri en með undantekningum. Beinþéttni einu ári eftir aðgerð hafði hækkað að meðaltali hjá sjúklingum þar sem beinsement var notað, en minnkað hjá þeim þar sem beinsement var ekki notað. Vöðvaþéttni í rectus femoris jókst hjá báðum hópum, en þó meira hjá þeim þar sem beinsement var notað. Niðurstöður göngugreiningar og spurninga sýna að flestir sjúklingar bættu sig ári eftir aðgerðina.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.