Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Síða 19

Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Síða 19
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 9 LÆKNAblaðið 2014/100 19 Ályktun: Mælingar á beinþéttni fyrir aðgerð er góð mælistærð til að meta beina- og vöðvaástand sjúklinga. Mælingar á bein- og vöðvaþéttni ásamt göngugreiningu ári eftir aðgerð er hægt að nota til að finna þá sjúklinga sem sýna merki um ófullnægjandi bata og veita þeim frekari aðstoð. 37 Mæling á súrefnismettun í sjónhimnu fólks með langvinna lungnateppu Þórunn Scheving Elíasdóttir1,2,3, Davíð Þór Bragason2, Sveinn Hákon Harðarson2,4, Guðrún Kristjánsdóttir1,5, Einar Stefánsson2,4 1Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2augndeild Landspítala, 3svæfingadeild Landspítala Fossvogi, 4læknadeild HÍ5, Barnaspítala Hringsins tse@hi.is Inngangur: Langvinn lungnateppa (chronic obstructive pulmonary disease, COPD) er fjölkerfasjúkómur sem einkennist af útbreiddri bólgusvörun og súrefnisskorti í meginslagæðum. Sjúkdómurinn hefur því mögulega áhrif á súrefnisflutning til sjónhimnunnar og súrefnismettun sjón- himnuæða. Markmið: Að kanna hvort mæling á súrefnismettun í sjónhimnuæðum sé áreiðanleg aðferð við mat á súrefnisskorti í meginslagæðum og hvort súrefnisgjöf hækki súrefnismettun í sjónhimnu sjúklinga með fjölkerfa- sjúkdóm. Aðferð: Sjónhimnu-súrefnismælirinn samanstendur af augnbotna- myndavél, stafrænum myndavélum og ljósdeili. Mælirinn tekur tvær myndir af sama svæðinu samtímis við 570nm og 600nm fyrir útreikninga á súrefnismettun blóðrauðans. Þátttakendur voru þægindaúrtak 11 einstaklinga með langvinna lungnateppu á alvarlegu stigi (stig 3 og 4), með varanlega þörf fyrir súrefni. Reiknað var meðaltal súrefnismettunar sjónhimnuæða hægra augans, bæði með og án súrefnis. Niðurstöðurnar voru bornar saman og jafnframt gerður samanburður við súrefnismettun blóðsýnis frá sveifarslagæð og við fingurmælingu (pulse oximeter). Parað t-próf var notað við tölfræðilega úrvinnslu. Niðurstöður: Við súrefnisgjöf mældist meðaltal súrefnismettunar í slagæðlingum sjónhimnunnar 91±5% (meðaltal ± staðalfrávik) en 89±5 % eftir 10 mínútur án súrefnisgjafar (p=0,008, n= 10, parað t-próf). Í bláæð- lingum mældist súrefnismettunin við súrefnisgjöf 46±12% en 43±13 % eftir að súrefnisgjöf var hætt (p=0,03). Ekki var marktæk breyting á mismuni súrefnismettunar í slag- og bláæðlingum (AV difference) með og án súrefnis (p=0,6). Ekki reyndist marktækur munur á mælingum í sjónhimnu, án súrefnisgjafar, samanborið við slagæða- (p=0,07) eða fingurmælingar (p=0,34). Ályktanir: Súrefnisgjöf hækkar súrefnismettun í sjónhimnuæðum fólks með langvinna lungnateppu á alvarlegu stigi. Súrefnismeðferð hefur ekki marktæk áhrif á mismun súrefnismettunar í slag- og bláæðlingum. Ekki reynist marktækur munur á mælingum súrefnismettunar með sjón- himnu-súrefnismæli, blóðsýnis frá sveifarslagæð eða fingurmæli. 38 Notkun úthljóðsstraumlindarmyndgerðar til að fylgjast með raförvun aftaugaðra vöðva: Reiknifræðileg nálgun á aðferðum Þórður Helgason1,2, Paolo Gargiulo1,2, Björg Guðjónsdóttir3 1Vísindadeild heilbrigðisverkfræðisetris Landspítala, 2heilbrigðis- og taugaverkfræðistofnun HÍ, 3heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítala thordur@landspitali.is Inngangur: Leiðir til að skoða hvort vöðvi sé allur eða að hluta til án neðri hreyfitaugar eftir slys eru nokkrar en eru annaðhvort mjög flóknar og dýrar í framkvæmd eins og tölvusneiðmyndir, segulómun og PET eða þær krefjast inngrips. Niðurstaðan er sú að aðferðirnar eru notaðar í besta falli á nokkra mánaða fresti fyrir nýja mænuskaða eða jafnvel ekki til að fylgjast með endurítaugun vöðva. Það sama á við um skoðun á hvaða vöðvar eða vöðvahlutar eru raförvaðir í raförvunarmeðferð. Niðurstaðan er sú að ekki er hægt að fylgjast með endurítaugun eða aftaugun vöðva daglega. Markmið: Markmið verkefnis um úthljóðsstraumlindargerð er að búa til mæliaðferð sem getur kortlagt hvaða hlutar vöðva eru ítaugaðir og hverjir ekki og getur einnig sagt til um til hvaða vöðva eða vöðvahluta raförvunarstraumur nær til. Reikningar til að skoða samhengi úthljóð- sbylgna og rafstraums annarsvegar við spennumerki á yfirborði húðar hinsvegar eru skref í þessa átt og umfjöllunarefni hér. Aðferðir : Úthljóð mótar rafleiðni vöðvavefs. Rafstraumur í gegnum vöðvavef umleið og rafstraumur fer um hann myndar því spennu- sveiflur háðar tíðni úthljóðsbylgnanna. Þetta eru kölluð úthljóðsraf- hrif (acustoelectric effect). Rafstraumurinn getur verið af völdum ytri spennugjafa, raförva eða af völdum hreyfieininga vöðvans. Í þessari vinnu reiknum við út merkisstyrk ef gert er ráð fyrir að bæði úthljóð og rafstraumur hafi sínusform. Það myndar mismunatíðnir sem auðvelt ætti að vera að taka upp Niðurstöður: Niðurstöðurnar sýna að með því að velja tíðnir úthljóðs og rafstraums er hægt að mynda spennumerki á mismunatíðnum sem auð- velt ætti að vera að sía frá öðru og auðveldar upptöku mjög veiks merkis. Ályktun: Niðurstöðurnar gefa til kynna að hægt sé að mynda úthljóð- srafhrifsmerki á tíðni fjarri öllum tíðnum í umhverfinu og með því skapa betri forsendur til að taka það upp af yfirborði húðar. 39 Stærðfræðileg líkanagerð af straumdreifingu í útlim Arna Óskarsdóttir1,2, Þórður Helgason1,2 1Vísindadeild heilbrigðisverkfræðisetri Landspítala, 2heilbrigðis- og taugaverkfræðistofnun HR arnao05@ru.is Inngangur: Raförvun á taugum og vöðvum, með yfirborðsrafskautum er í dag notuð í ýmsum tilgangi m.a. til að minnka sársauka, styrkja vöðva, örva lamaða vöðva og örva mænu. Teljist árangurinn ekki fullnægjandi er staðsetningu rafskautanna breytt og prófað aftur, þar til nægjanlega góður árangur næst. Þá fer venjulega mestur hluti rafstraumsins framhjá viðkomandi vef eða frumu. Það er kenning okkar að úr þessu megi bæta. Markmið: Markmið verkefnisins er að búa til stærðfræðilegt líkan af raf- leiðni neðri handleggs sem nota má til að segja til um bestu staðsetningu rafskauta fyrir raförvun tiltekins vöðva eða vöðvahópa. Kenning okkar er að hægt sé að búa til reiknilíkan sem segir til um hvernig rafstraumur og rafstraumsþéttni verði í ákveðnum vöðva ef vitað er hvar rafskaut eru staðsett á húð handleggs. Aðferðir: Aðferð verkefnisins er að setja fram á stærðfræðilegan hátt hvernig straumurinn hegðar sér gegnum einsleitt eða misleitt efni þegar raförvað er með tveim yfirborðsrakskautum. Næst er að búa til líkan af vöðva ásamt öðrum vefjum í handlegg með CT og MRI myndum. Stærðfræðileg framsetning þess líkans, ásamt rafeiginleikum vefjanna, er svo notað til að herma straumdreifingu í neðri handlegg með mis- munaaðferð (finite element method). Niðurstöður: Hannaður hefur verið rúmmálsleiðari í formi sívalnings í forritinu Solidworks, sem nálgun á líkani framhandleggs, auk rafskauta. Þessir partar eru innleiddir inn í forritið Ansys þar sem þeim er gefið við- eigandi efnis- og rafeiginleikar. Búið er að framkvæma fyrstu útreikninga á straumdreifingu í forritinu Ansys. Ályktun: Út frá niðurstöðum má álykta að hægt sé að notast við rúmmálsleiðara sem nálgun á líkani framhaldleggs til að herma hvernig rafstraumur og rafstraumsþéttni verði í ákveðnum vöðva ef vitað er hvar rafskaut eru staðsett á húð handleggs.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.