Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Qupperneq 20

Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Qupperneq 20
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 9 20 LÆKNAblaðið 2014/100 40 Aukin æðakölkun í hálsæðum hjá sjúklingum með brátt kransæðaheilkenni og nýgreinda truflun á sykurbúskap Þórarinn Árni Bjarnason1, Erna Sif Óskarsdóttir1, Steinar Orri Hafþórsson1, Linda Björk Kristinsdóttir1, Auður Ketilsdóttir2, Bylgja Kærnested2, Rafn Benediktsson1,3, Ísleifur Ólafsson4, Sigurður Sigurðsson5, Vilmundur Guðnason5, Karl Andersen1,2,5 1Læknadeild HÍ, 2hjartadeild, 3innkirtla- og efnaskiptasjúkdómadeild, 4rannsóknarsviði Landspítala, 5Hjartavernd andersen@landspitali.is Inngangur: Sykursýki týpa 2 (SS2) og skert sykurþol eru þekktir áhættu- þættir fyrir æðakölkun í meðalstórum slagæðum. Markmið: Að meta æðakalkanir í hálsæðum sjúklinga með brátt krans- æðaheilkenni (BKH) og bera saman alvarleika æðakölkunar í hálsslag- æðum hjá sjúklingum sem nýgreindir voru með SS2, skert sykurþol eða með eðlilega sykurbúskap. Aðferð: 98 sjúklingar með BKH (77% karlar, meðalaldur 63 ár) sem ekki höfðu áður verið greindir með SS2 voru rannsakaðir. Mælingar á sykurbúskap (fastandi sykur í plasma, HbA1c og sykurþolspróf) voru gerðar fyrir útskrift og endurteknar að 3 mánuðum liðnum. Æðakölkun í skiptingu beggja hálsslagæða (bifurcation of the common carotid arteries) og innri hálsslagæðum (internal carotid arteries) voru metnar með háls- æðaómun. Sjúklingar voru flokkir eftir því hvort þeir höfðu enga, litla, í meðallagi eða alvarlega æðakölkun í hálsslagæðum Niðurstöður: Æðakalkanir í hálsæðum voru til staðar í 97, 98 og 100% sjúklinga með eðlilegan sykurbúskap, skert sykurþol og SS2. Algengi í meðallagi og alvarlegra æðakalkana í hálsslagæðum var 47, 56 og 91% hjá sjúklingum með eðlilegan sykurbúskap, skert sykurþol og SS2 (p=0,006). Ályktun: Æðakölkun í hálsslagæðum var til staðar í nær öllum sjúk- lingum með BKH. Magn æðakölkunar var aukin hjá sjúklingum með nýgreinda truflun á sykurbúskap. Miklar líkur eru á í meðallagi eða alvarlega æðakölkun í hálsslagæðum hjá sjúklingum með BKH og ný- greinda SS2. 41 Sjúklingar með brátt kransæðaheilkenni hafa aukin þrengsl í hálsslagæðum samanborið við almennt þýði Þórarinn Árni Bjarnason1, Linda Björk Kristinsdóttir1, Erna Sif Óskarsdóttir1, Steinar Orri Hafþórsson1, Thor Aspelund2, Sigurður Sigurðsson2, Vilmundur Guðnason2, Karl Andersen1,2,3 1Læknadeild HÍ, 2Hjartavernd, 3hjartadeild Landspítala andersen@landspitali.is Inngangur: Æðakölkun er sjúkdómur í meðalstórum slagæðum sem hefur áhrif á mörg lífærakerfi. Sjúklingar með kransæðasjúkdóm eru líklegri til að hafa æðakölkun í öðrum slagæðakerfum. Markmið: Að bera saman útbreiðslu æðakölkunar í hálsslagæðum sjúklinga með brátt kransæðaheilkenni (BKH) við samanburðarhóp úr almennu þýði. Aðferð: 64 sjúklingar (73% karlar, meðalaldur 61 ár) sem lagðir voru inn á hjartadeild LSH með BKH tóku þátt í rannsókninni. Æðakölkun í skipt- ingu beggja hálsslagæða (bifurcation of the common carotid arteries) og innri hálsslagæðum (internal carotid arteries) voru metnar með hálsæðaómun. Sjúklingar voru flokkir eftir því hvort þeir höfðu enga, litla, í meðallagi eða alvarlega æðakölkun í hálsslagæðum. Niðurstöðurnar voru bornar saman við aldurs- og kynja paraðan samanburðarhóp (n=251) frá REF- INE Reykjavík rannsókninni. Niðurstöður: Hjá sjúklingum með BKH voru 3, 49, 42 og 6% með enga, litla, í meðallagi eða alvarlega æðakölkun í hálsslagæðum samanborið við 27, 50, 19 og 4% með enga, litla, í meðallagi eða alverlega æðakölkun í hálsslagæðum í almennu þýði (p<0,001). Ályktun: Magn æðakölkunar í hálsslagæðum var marktækt meiri hjá sjúklingum með nýlegt BKH borið saman við almennt þýði. 42 Bætt greining á sykursýki og skertu sykurþoli með endur- teknum mælingum hjá sjúklingum með brátt kransæða heilkenni Þórarinn Árni Bjarnason1, Steinar Orri Hafþórsson1, Linda Björk Kristinsdóttir1, Erna Sif Óskarsdóttir1, Auður Ketilsdóttir2, Bylgja Kærnested2, Rafn Benediktsson1,3, Ísleifur Ólafsson4, Karl Andersen1,2 1Læknadeild HÍ, 2hjartadeild, 3innkirtla- og efnaskiptasjúkdómadeild, 4rannsóknarsviði Landspítala andersen@landspitali.is Inngangur: Sykursýki af tegund 2 (SS2) og skert sykurþol eru þekktir áhættuþættir fyrir kransæðasjúkdómi. Sjúklingar með brátt kransæða- heilkenni (BKH) hafa oft áður ógreinda truflun á sykurefnaskiptum. Klínískar leiðbeiningar mæla með sykurþolsprófi til að skima fyrir SS2 og skertu sykurþoli hjá þessum sjúklingumen ekki hefur verið skilgreint hvort sú skimun á að fara fram í upphaflegri legu eða við eftirfylgni. Markmið: Að meta hvort hægt sé að bæta greiningu á SS2 og skertu sykurþoli með því að mæla sykurbúskap sjúklinga með BKH fyrir út- skrift og endurtaka mælingar að þremur mánuðum liðnum. Aðferðir: Sjúklingar sem lagðir voru inn á hjartadeild LSH með BKH og höfðu ekki verið greindir með SS2 voru rannsakaðir. Fyrir útskrift (3-4 dögum eftir innlögn) voru blóðprufur teknar fyrir fastandi sykur í plasma og HbA1c og framkvæmt staðlað sykurþolspróf. Mælingar voru endurteknar að þremur mánuðum liðnum. Sjúklingar voru flokkaðir með eðlilegan sykurbúskap, skert sykurþol eða SS2 eftir hæsta mælda gildi í þessum prófum. Niðurstöður: Fyrir útskrift voru 55, 39, og 7% flokkaðir með eðlilegan sykurbúskap, skert sykurþol eða SS2. Eftir þrjá mánuði voru 47, 44, og 9% flokkaðir með eðlilegar sykurbúskap, skert sykurþol eða SS2. Þegar niðurstöðurnar fyrir útskrift og þrjá mánuðum seinna voru teknar saman voru 36, 53 og 12% flokkaðir með eðlilegan sykurbúskap, skert sykurþol eða SS2. Flokkunin breyttist ekki milli mælinga hjá 63%sjúklinga. Ályktun: Algengi skerts sykurþols og SS2 hjá sjúklingum með BKH var hærra þremur mánuðum eftir sjúkrahúsvist en við útskrift. Með því að endurtaka mælingar við útskrift og þremur mánuðum síðar var hægt að bæta greiningu á skertu sykurþoli og SS2. 43 Klínísk birtingarmynd og sýnd ofvaxtarhjartavöðvakvilla meðal hóps arfbera með landnemastökkbreytingu í MYBPC3 geninu Berglind Aðalsteinsdóttir1,2, Polakit Teekakirikul3, Barry J. Maron4, Daníel F. Guðbjartsson5, Hilma Hólm5, Kári Stefánsson2,5, Ragnar Danielsen1, Christine E. Seidman3, Jonathan G. Seidman3, Gunnar Th. Gunnarsson2,6 1Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Department of Genetics, Harvard Medical School, Boston, 4Hypertrophic Cardiomyopathy Center, Minneapolis Heart Institute Foundation, Minneapolis, 5deCODE Genetics, 6Sjúkrahúsinu á Akureyri bergla@landspitali.is Markmið: rannsóknarinnar var að skoða klíníska birtingarmynd og sýnd ofvaxtarhjartavöðvakvilla meðal hóps arfbera með c.927-2A>G landnemastökkbreytinguna í MYBPC3 geninu. Aðferðir: Upphaflega rannsóknarþýðið samanstóð af 88 sjúklingum með ofvaxtarhjartavöðvakvilla sem greindust með c.927-2A>G landnema- stökkbreytinguna í MYBPC3 geninu. Öllum fyrstu gráðu ættingjum var boðin þátttaka í rannsókninni og þáðu 223 fjölskyldumeðlimir að gangast undir erfðarannsókn og hjartaómskoðun.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.