Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Side 22

Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Side 22
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 9 22 LÆKNAblaðið 2014/100 Faraldurinn árið 1882 hófst um mitt ár og náði fjöldi dauðsfalla hámarki í júlí þegar 1084 létust. Það var fimmföld aukning miðað við það sem vænta mátti. Umframdánarhlutfall var hæst í N-Ísafjarðarsýslu eða 4,7% en ekkert í A-Skaftafellssýslu þar sem mislingar gengu 13 árum áður. Þeir sem létust í faraldrinum árið 1882 voru flestir í aldurshópnum 0-4 ára eða 64,6%. Þá var dánarhlutfall kvenna á barneignaaldri rúmlega tvöfalt hærra en karla og fæðingatíðni 7-9 mánuðum eftir hámark 1882 farald- ursins lækkaði marktækt um 50%. Ályktun: Þessi rannsókn varpar ljósi á alvarlegar afleiðingar mislinga í næmu þýði og sýnir verndandi áhrif hjarðónæmis. Unnt er að auðkenna flest dauðsföll mislingafaraldranna 1846 og 1882 á Íslandi. 47 Áhrif greiningar góðkynja einstofna mótefnahækkunar á lifun sjúklinga með mergæxli Elín Edda Sigurðardóttir1, Ingemar Turesson2, Sigrún Helga Lund1, Ebba K Lindqvist3, Neha Korde4, Sham Mailankody4, Magnus Björkholm3, Ola Landgren4 og Sigurður Y. Kristinsson1,3 1Læknadeild HÍ, 2Dept. of Hematology and Coagulation Disorders, Skane University Hospital, Malmö, 3Dept. of Medicine, Division of Hematology, Karolinska University Hospital and Karolinska Institutet, Stockolm, 4Multiple Myeloma Section, National Cancer Institute, NIH, Bethesda elinedda89@gmail.com Inngangur: Mergæxli (MM) er sjúkdómur er tekur til um 1% illkynja meina á alþjóðavísu og einkennist af fjölgun á einstofna plasmafrumum, einstofna mótefnum í blóði og/eða þvagi og líffæraskemmdum er rekja má til sjúkdómsins. Góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS) er ávallt undanfari MM. Mælt er með árlegri eftirfylgni einstaklinga greinda með MGUS. Markmið: Að kanna áhrif vitneskju um góðkynja einstofna mótefna- hækkun á lifun mergæxlissjúklinga. Aðferðir: Þýði rannsóknarinnar samanstóð af öllum einstaklingum er greindir voru með MM í Svíþjóð á tímabilinu 1976-2005 (n=14.798). Þar af höfðu 394 sjúklingar verið greindir með MGUS sem undanfara MM. Kaplan Meier gröf voru notuð til að meta heildarlifun sjúklinga. Cox aðhvarfsgreiningarlíkan var notað til greiningar á þáttum sem hafa áhrif á lifun. Kí-kvaðrat próf var notað til að meta mun á fjölkvillum með tilliti til fyrri vitneskju um MGUS. Niðurstöður: MM sjúklingar með fyrri vitneskju um MGUS (Áhættuhlut- fall (HR) = 0,85, (95% öryggisbil (öb): 0,76-0,96)) höfðu marktækt betri lifun (miðgildi=2,8 ár) borið saman við aðra MM sjúklinga (miðgildi=2,1 ár). Mjög lágur M-prótín styrkur (≤5g/L) við greiningu MGUS, borinn saman við hærri styrk, var tengdur verri lifun (HR = 1,86 (95% öb:1,13- 3,04, p=0,014)). Fjölkvillar höfðu marktækt hærri tíðni í MM sjúklingum með fyrri vitneskju um MGUS en öðrum MM sjúklingum (p<0,001). Ályktun: Í þessari lýðgrunduðu rannsókn sýndum við fram á að horfur MM sjúklinga með fyrri vitneskju um MGUS eru betri en annarra MM sjúklinga, þrátt fyrir marktækt hærri tíðni fjölkvilla. MM sjúklingar sem greindust með MGUS af lágri áhættu höfðu verri horfur. Af þessu má álykta að eftirfylgni einstaklinga með MGUS sé mikilvæg, óháð áhættu á þróun í illkynja sjúkdóm. Þetta er, eftir okkar bestu vitneskju, fyrsta rann- sókn er metur lifun MM sjúklinga með tilliti til fyrri vitneskju um MGUS. 48 Bandvefsmyndun í beinmerg sjúklinga með mergæxli: áhrif og horfur Tinna Hallgrímsdóttir1, Sigrún Helga Lund1, Sigurður Yngvi Kristinsson1,2 1Læknadeild HÍ, 2blóðsjúkdómadeild Landspítala tih7@hi.is Inngangur: Mergæxli einkennist af offjölgun á plasmafrumum í beinmerg og seytrun á einstofna mótefnum. Mikill breytileiki er í lifun sjúklinga en þekkt er að ákveðnir þættir hafi áhrif á horfur, meðal annars aldur og erfðabreytileiki. Bandvefsmyndun í beinmerg er þekkt í mergæxlum en hefur verið mjög lítið rannsakað og áhrif þess á horfur að mestu óþekkt. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna algengi bandvefsmyndunar í beinmerg sjúklinga með mergæxli og áhrif þess á lifun. Efniviður og aðferðir: Gagnasöfnun fór fram á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi og gögn voru fengin úr sjúkraskrám þaðan. Farið var yfir öll beinmergssvör (N=1500) einstaklinga sem greindust með mergæxli á tímabilinu 2003-2011. Gerð var ferilrannsókn þar sem metið var algengi bandvefsmyndunar í beinmerg við greiningu mergæxlis. Sjúklingar með bandvefsmyndun voru paraðir við sjúklinga án bandvefsmyndunar af sama kyni, greiningarári og fæðingarári svo framarlega sem unnt var. Metin var lifun milli hópa með Kaplan-Meier aðferð og Cox-líkani. Niðurstöður: Alls nýgreindust 586 einstaklingar með mergæxli á Karolinska sjúkrahúsinu á árunum 2003-2011 en af þeim höfðu 223 (38%) bandvefsmyndun í beinmerg við greiningu. Borið saman við paraða sjúklinga án bandvefsmyndunar (N=217) höfðu sjúklingar með band- vefsmyndun marktækt verri lifun (p=0,0485). Munurinn var mestur hjá karlmönnum og hjá sjúklingum yngri en 65 ára. Jafnframt voru lífshorfur verri eftir því sem bandvefsmyndunin var meiri. Ályktanir: Bandvefsmyndun í beinmerg er algeng hjá sjúklingum með mergæxli og hefur slæm áhrif á horfur. Kanna þarf betur undirliggjandi ástæður þessa til dæmis svörun meðferðar, fylgikvilla og tengsl við aðra þætti sem hafa áhrif á horfur. 49 Blönduð Bláa lóns- og ljósameðferð bælir T-frumur í skellum sórasjúklinga Eva Ösp Björnsdóttir1,2, Guðmundur Bergsson1, Jenna Huld Eysteinsdóttir 1,3, Bjarni A. Agnarsson2,4, Jón Hjaltalín Ólafsson2,5,6, Bárður Sigurgeirsson6, Ása Brynjólfsdóttir3, Steingrímur Davíðsson3,5, Björn Rúnar Lúðvíkssson1,6 1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Lækningalind Bláa lónsins, 4meina- fræðideild, 5húð- og kynsjúkdómadeild Landspítala, 6)Húðlæknastöðin evabjoss@gmail.com Inngangur: Sóri er algengur bólgusjúkdómur með slæma fylgikvilla sem hafa neikvæð áhrif á lífsgæði einstaklinga. Meingerð sóra hefur aðallega verið tengd við ofvirkni Th1 og Th17 CD4+ virkjaðra T frumna. Meðferð í Bláa lóninu ásamt NB-UVB ljósameðferð getur bælt T-frumur, minnkað bólgur í húð og aukið lífsgæði einstaklinga. Markmið: Að bera saman áhrif ljósameðferðar annars vegar og blandaða ljósa- og Bláa lóns meðferð hins vegar á fjölda T-frumna í skellum sóra- sjúklinga. Aðferðir: Húðsýnum var safnað úr skellum sórasjúklinga með húðsýna- penna fyrir og eftir 6 vikna meðferð. Fimm einstaklingar gengust undir ljósameðferð og fimm einstaklingar undir ljósa- og Bláa lóns meðferð. Psoriasis Area Severity Index (PASI) var reiknaður fyrir og eftir meðferð og sýnin fryst í vaxi, skorin í örþunnar sneiðar og sneiðarnar litaðar með mótefnum fyrir CD3, CD4 og CD8 jákvæðum T-frumum. Fjöldi frumna var talinn á tveimur mismunandi svæðum á hverri sneið. Niðurstöður: Blönduð meðferð Bláa lóns og ljósa fækkaði CD3, CD4 og CD8 jákvæðum T frumum um 71%, 65% og 70% á meðan ljósameðferðin ein og sér fækkaði þeim um 64%, 72% og 73%. Fjöldi sjúklinga sem náði PASI 75 og PASI 90 var hærri eftir blandaða meðferð (73,1% og 42,3%) en eftir ljósameðferð eina og sér (16,7% og 0%), sem endurspeglar fjölda T frumna í húð.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.