Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Síða 23

Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Síða 23
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 9 LÆKNAblaðið 2014/100 23 Ályktun: Gögnin styðja fyrri athuganir um hlutverk T frumna í mein- gerð sóra og ýta undir mikilvægi þeirra í þróun meðferða gegn sóra. 50 Staðsetning og stöðugleiki LL-37 í húð einstaklinga með skellusóra Eva Ösp Björnsdóttir1,2, Guðmundur Bergsson1, Jenna Huld Eysteinsdóttir1,3, Bjarni A. Agnarsson2,4, Jón Hjaltalín Ólafsson2,5,6, Bárður Sigurgeirsson6, Ása Brynjólfsdóttir3, Steingrímur Davíðsson3,5, Björn Rúnar Lúðvíkssson1,6 1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2HÍ, 3Lækningalind Bláa lónsins, 4meinafræðideild, 5húð- og kynsjúkdómadeild Landspítala, 6Húðlæknastöðin evabjoss@gmail.com Inngangur: Sóri er algengur bólgusjúkdómur með slæma fylgikvilla og lág lífsgæði. Aukin tjáning á örverudrepandi peptíðum ónæmiskerfisins og breytingar á ensímvirkni í húð er einn þeirra þátta er einkenna meingerð sóra. Peptíðið LL-37 er mikilvæg vörn gegn sýkingum jafnt sem ræsingu ónæmiskerfisins og hefur verið tengt ónæmissvari húðar. Þekking á staðsetningu og niðurbroti LL-37 í húð sórasjúklinga getur því leitt til aukins skilnings á sjúkdómnum og hugsanlega nýrra með- ferðarúrræða. Markmið: Að rannsaka staðsetningu og stöðugleika LL-37 í húð ein- staklinga með skellusóra. Aðferðir: Húðsýnum var safnað með húðsýnapenna frá einstaklingum með skellusóra fyrir og eftir 6 vikna meðferð á meðferðarmiðstöð Bláa lónsins. Psoriasis Area Severity Index (PASI) var reiknaður fyrir og eftir meðferð og sýnin fryst í vaxi, skorin í örþunnar sneiðar og LL-37 lituð með flúrljómandi mótefni. Niðurstöður: Staðsetning litunar fylgir PASI gildi í viðkomandi húð. Þannig sýna sneiðar sem fengnar voru frá húð með háu PASI gildi, í upphafi meðferðar, LL-37 litun sem nær frá yfirborði hornhimnu niður í neðri frumulög epidermis (stratum spinosum). Í sýnum sem fengin eru frá húð með lágu PASI gildi aftur á móti, sést LL-37 litun sem takmarkast við efstu lög epidermis, þ.e. rétt undir hornhimnunni (stratum granu- losum og lucidum) eftir meðferð. Ályktun: Stöðugleiki og staðsetning LL-37 í húð með háu PASI skori kemur á óvart. Sérstaklega þar sem staðsetning ber saman við stað- setningu Cathepsin D, proteasa sem þekktur er fyrir að brjóta niður og óvirkja LL-37. Frekari rannsókna er því þörf til að athuga afvirkjun Cat- hepsin D og/eða verndun LL-37 í húðvökva einstaklinga með skellusóra. 51 Dreifing 1637delC samsætunnar meðal MBL2 arfgerða Helga Bjarnadóttir1, Margrét Arnardóttir1, Björn Rúnar Lúðvíksson1 1Ónæmisfræðideild Landspítala hbjarna@landspitali.is Inngangur: Fimm gerðir mynsturþekkjandi próteina (PRPs) í sermi virkja komplímentkerfið í gegnum lektínferilinn. Þessi prótein eru mannanbindilektín (MBL), kollektín-11 (CL-11), fíkólín-1, fíkólín-2 eða fíkólín-3. Sýnt hefur verið fram á tengsl MBL skorts við meinmyndun ýmissa sjúkdóma, svo sem áhættu að fá endurteknar sýkngar. Tíðni MBL skorts (arfgerðir AX/O og O/O) er 7,9% í íslenskum blóðgjöfum. Það er tiltölulega hátt meðal heilbrigðra einstaklinga og bendir til að MBL skortur sé bættur upp. Magn fíkólin-3 í sermi er hæst meðal hinna fimm PRPs. Samsætan 1637delC (samsætutíðni 0.01) í FCN3 geninu veldur lækkun á fíkólín-3 í sermi á genaskammtsháðan hátt. Fíkólín-3 er ómælanlegt í sermi arfhreinna. Ef MBL skortur er bættur upp, t.d. af fíkólín-3, gæti fikólín-3 sermis- magn hugsanlega verið hærra í MBL skorts einstaklingum heldur en hjá þeim sem eru ekki með skort. Þar af leiðandi setjum við fram þá tilgátu að 1637delC samsætan sé sjaldgæf eða ekki til staðar í AX/O og O/O arfgerðum. Markmið: Markmið okkar er að rannsaka dreifingu 1637delC sam- sætunnar meðal MBL2 arfgerða. Aðferðir: Þýðið samanstóð af íslenskum blóðgjöfum og sýnum úr ein- staklingum sem höfðu verið send á ónæmisfræðideild til MBL mælinga (N=637). MBL skorts samsætur í útröð 1 (B, C and D) voru ákvarðaðar auk X samsætunnar í MBL2 stýrli sem hefur “downregulating” áhrif. Notast var við rauntíma PCR með þekktri bræðslumarksgreiningu. Sam- sætan 1637delC var ákvörðuð með skerðibútagreiningu. Niðurstöður: Niðurstöður MBL2 arfgerðagreininga voru flokkaðar tvo flokka. AX/O og O/O arfgerðir (skortur) (N=106) og A/A og AY/O (ekki skortur) (N=531). Tuttugu einstaklingar (3,8%) voru arfblendnir um 1637delC samsætuna. Þeir fundust meðal A/A og AY/O arfgerða. Hins- vegar fannst samsætan ekki meðal MBL skortsarfgerðanna AX/O og O/O (p=0.0426). Ályktun: Niðurstöðurnar renna stoðum undir þá tilgátu okkar að MBL skorts einstaklingar séu ekki arfberar 1637delC samsætunnar. Þetta mætti skýra með náttúrulegu vali. Niðurstöðurnar veita innsýn inn í hugsanleg samlegðaráhrif í varnarkerfum mannsins. 52 Algengi erfðabreytileika sem valda skorti í lektínferli komplímentkerfisins í íslenskum blóðgjöfum Margrét Arnardóttir1,2, Helga Bjarnadóttir1, Björn Rúnar Lúðvíksson1,2 1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ margrema@landspitali.is Inngangur: Lektínferill komplímentkerfisins (LP) er ræstur af mynstur- þekkjandi prótínum (PRPs). Þetta geta ýmist verið mannan-bindi lektín (MBL), fíkólín (1-3) eða kollektín-11 (CL-11). Í flóka með PRPs eru serín próteasar (MASPs (1-3)) og prótín án ensímvirkni (MAp1 og sMAP). Þekktar stökkbreytingar valda skorti í prótínum lektínferilsins. Einstak- lingar með MBL2 arfgerðirnar O/O eða XA/O eru með MBL skort. Áhrif D120G samsætunnar í MASP2 geninu og 1637delC samsætunnar í FCN3 geninu á magn prótína í sermi er genaskammtaháð þannig að arfhreinir einstaklingar hafa ómælanlegt MASP-2 eða fíkólín-3 í sermi. Markmið: Markmið þessarrar rannsóknar var að meta algengi samsæta sem valda skorti í LP. Aðferðir: Safnað var 500 blóðsýnum frá Blóðbankanum og DNA ein- angrað með hásaltsaðferð. Til að greina þekktar stökkbreytingar í MBL2 geninu (X/A/B/C/D) var framkvæmd rauntíma kjarnsýrumögnun (real- time PCR) með þekktri bræðslumarksgreiningu. Til að greina 1637delC var notast við skerðibútagreiningu. Til að greina D120G var notast við PCR-SSP (sequence specific primer PCR). Niðurstöður: Alls voru 498 blóðgjafar 1637delC og D120G arfgerða- greindir. Fimmtán (3%) greindust 1637delC arfblendnir (C/-) og 39 (7,8%) mældust D120G arfblendnir (D/G). Alls voru 494 einstaklingar arfgerða- greindir fyrir fimm stökkbreytingum í MBL2 geninu. Algengi arfgerða sem valda háum MBL styrk (YA/YA, XA/XA og YA/O) og arfgerða sem valda MBL skorti (XA/O og O/O) var 92,1% og 7,9%. Ályktun: Áætlað algengi 1637delC og D120G samsætanna er því 0.015 og 0.041. Við getum reiknað með að um 1:4500 Íslendinga eru með fíkólín-3 skort (~70 einstaklingar) og 1:640 (~500) með MASP-2 skort. Niðurstöður okkar eru sambærilegar við genatíðni í sams konar þýðum. Hinsvegar er algengi MBL skorts (7,9%) í okkar rannsóknum nokkuð lægri en í sambærilegum þýðum af hvítum evrópskum uppruna (16%).

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.