Íslensk bókatíðindi - 01.12.1975, Blaðsíða 2

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1975, Blaðsíða 2
Bókin sem allir biða eftir Öldin okkar Miimisveix) tíðindi 1951-1960 Öldin okkar nýtt bindi ÚRVALSRIT FRÁ MENNINGARSJÓÐI Fósturjörð I—II eftir Pálma Hannesson Ný og endurskoðuð útgáta hinna vinsælu ritgerða og erinda Pálma rektors um land og þjóð. Hannes Péturs- son skáld annaðist útgáfuna. Bréf til Stephans G. Stephanssonar I—III Frá allmörgum þjóðkunnum íslendingum austan hafs og vestan. Ómetanleg heimild um sögu íslenzkrar hugsunar og líf Klettafjallaskáldsins. Dr. Finnbogi Guðmundsson sá um útgáfuna. íslenzkar bókmenntir og heimsskoðun eftir Grím Thomsen Viðburður á íslenzkum bókamarkaði, enda var Grim- ur Thomsen skáld einn af brautryðjendum íslenzkrar bókmenntafræði. Andrés Björnsson þýddi ritgerðirnar úr dönsku og ritar inngang. Hagfræði eftir Ólaf Björnsson Mjög aðgengilegt og skýrt uppflettirit eftir þjóðkunn- an vísindamann. Ritið er prýtt fjölda mynda. Þetta er fimmta ritið í hinum vinsæla bókaflokki: Aifræði Menningarsjóðs. Alaskaför Jóns Ólafssonar eftir Hjört Pálsson Fróðlegt rit um hina ævintýralegu Alaskaför Jóns Ól- afssonar skálds og ritstjóra, en hann hugðist nema ís- lendingum nýtt land. Bókin er gefin út í bókaflokknum: Sagnfræðirannsóknir. Saga Reykjavíkurskóla I Fyrsta bindi ritverks um Menntaskólann í Reykjavík. í þessu bindi segir frá námsskipan og kennslustarfi, en auk þess er í bókinni einstætt myndasafn af öllum brautskráðum stúdentaárgöngum. Ritstjóri er Heimir Þorleifsson. Nú birtist þriðji hluti hins vinsæla ritverks ÖLDIN OKKAR og tekur yfir árin 1951—1960. Eru „Aldirnar“ þá orðnar átta talsins og gera skil sögu þjóðarinnar í samfleytt 360 ár í hinu lífræna formi nútíma fréttablaðs. Myndir í bók- unum eru á þriðja þúsund talsins og er í engu öðru ritverki að finna slíkan fjölda íslenzkra mynda. — „Aldirnar" eru þannig lifandi saga liðinna atburða i máli og myndum, sem geyma mikinn fróðleik og eru jafnframt svo skemmtilegar til lestrar, að naumast hafa komið út á íslenzku jafnvin- sælar bækur. Látið ekki undir höfuð leggjast að bæta þessu nýja bindi við þau, sem fyrir eru. Öldin er skemmtileg, fróðleg og frábær Tryggiðykkur eintak meðan tiler Iðunn BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.