Íslensk bókatíðindi - 01.12.1975, Blaðsíða 29
ÍSAFOLD
vill benda á eftirtalin öndvegisrit:
Ritsafn Matthíasar Jochumssonar 6 bindi
— Bólu-Hjálmars 3 —
— Jóns Sveinssonar, NONNA 12 —
— Stefáns Jónssonar 8 —
ÞjóðsögurJóns Árnasonar 9 —
Menn í öndvegi 6 —
Læknar á íslandi 2 —
Þá var öldin önnur 3 —
og að ógleymdum bókum eins og
Matur og drykkur og nýju matreiðslubókina Við matbú-
um, öndvegisbókina íslenzkir þjóðhættir og nýja Lög-
fræðingatalið.
LÖG OG RÉTTUR
Eftir Ólaf Jóhannesson dómsmálaráðherra.
Þessi markeftirspurða bók, sem verið hefur uppseld
árum saman, fæst nú aftur í bókaverzlunum. Fjallar á
greinargóðan hátt um ýmis meginatriði íslenzkrar rétt-
arskipunar.
HALLDÓR LAXNESS
Eftir Peter Halberg.
Höfundur lýsir þátttöku Halldórs Laxness i skoðana-
skiptum um ýmis efni, svo sem:
1. islenzkt þjóðerni og umheiminn.
2. Trú og lífsviðhorf.
3. Stjórnmál og þjóðfélag.
4. Listræn viðhorf.
Enginn lesandi Laxness ætti að láta þessa bók vanta
i safn sitt.
MINNINGAR ÚR HORNAFIRÐI
Eftir Guðrúnu Guðmundsdóttur.
Guðrún er fædd i Nesjum í Hornafirði 1863 og dvaldi
þar til 1890, er hún fluttist til Seyðisfjarðar. Fyrsti hluti
bókarinnar geymir minningar úr Hornafirði frá þessum
' árum, þjóðlífs- og persónulýsingar. Annar hlutinn er
sextiu hornfirzkar sagnir, sem Guðrún hefur skráð,
einatt tengdar sérkennilegum talsháttum.
Vilmundur Jónsson landlæknir, sonur Guðrúnar, hefur
samið ýtarlegar skýringar við minningarnar og sagri-
irnar og eru þær birtar í sérkafla. Auk þess birtist sem
bókarauki frásögn Vilmundar af ferð um söguslóðir
bókarinnar sumarið 1935.
Guðrún ritaði minningarþætti sína þegar hún var kom-
in yfir áttrætt. Eru þær ritaðar af list, sem löngum
hefur einkennt frásagnir alþýðu manna á íslandi, og
bregða upp fjölda eftirminnilegra mynda úr íslenzku
þjóðllfi á siðustu öld.
Þórhallur Vilmundarson sá um útgáfuna.
HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG
Afgreiðsla Vonarstræti 12. Sími 21960