Íslensk bókatíðindi - 10.12.1983, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10, DESEMBER
5
Höfundur er breskur skip-
herra sem leitaði aö kaf-
bátum á stríðsárunum.
Þessi bók kom út fyrir 15
árum og seldist strax upp.
Nú fæst hún á ný. 192 bls.
Útgefandi Skjaldborg.
Verð kr. 494,-.
ELSE-MARIE WOHR
CINMANA
EINMANA
eftir Else-Marie Nohr. Hún
á von á barni, með unga
manninum, sem hún elskar
og hún er yfir sig ham-
ingjusöm. En hún hafði
ekki minnstu hugmynd um,
að hinar sérstöku aðstæð-
ur í sambandi við þungun-
ina hafa stofnað lífi bæði
hennar sjálfrar og barnsins
í hættu. — Hugljúf og
spennandi ástarsaga. 192
bls. Útgefandi Skuggsjá.
Verð kr. 494,-.
SIGGE STARK
Engir karfmenn,
takk
ENGIR KARLMENN,
TAKK
eftir Sigge Stark. I sveita-
þorpinu var hlegiö dátt að
þeim, furðufuglunum sex,
sem höfðu tekið Steins-
vatnið á leigu. Þær hugð-
ust reka þar búskap, án
aðstoðar hins sterka kyns
— ekki einn einasti karl-
maöur átti aö stíga fæti inn
fyrir hliðið. — En Karlhat-
araklúbburinn fékk fljót-
lega ástæöu til að sjá eftir
þessari ákvörðun. 148 bls.
Útgefandi Skuggsjá. Verð
kr. 494,-.
HBNZ G. KONSALK
EIÐIMERKURLÆKNIRINN
eftir Heinz G. Konsalik. Ný
bók eftir hinn þýska met-
söluhöfund, en í fyrra gaf
Iðunn út Hjartalækni Mafí-
unnar eftir hann. Hér segir
frá lækninum Ralf Vandura
sem er í miklu uppáhaldi
hjá kvenþjóðinni. Dag
nokkurn er ung kona borin
í yfirliði inn á stofu hans og
áður en varir er hann
grunaður um morö. Hann
flýr þá til Miö-Austurlanda
... Útgefandi er Iðunn. 183
bls. Verð kr. 548,35.
tRUNGPOHSEN
ÉG VEIT ÞÚ LIFIR
ÉG VEIT ÞÚ LIFIR
Þetta er áttunda bókin í
flokknum „Rauðu ástar-
sögurnar“ eftir Erling
Poulsen. Ást, afbrýöi og
flóknir forlagaþræöir flétt-
ast saman hjá danska rit-
höfundinum Erling Poulsen
og skapa honum vinsældir
metsöluhöfundarins. Saga
um unga elskendur. Bókin
er 189 bls. Útgefandi er
Hörpuútgáfan. Verð kr.
FALLHLÍFASVEITIN
eftir norska rithöfundinn
Asbjörn Öksendal. Bókin
fjallar um hina válegu at-
burði, þegar Rörös-járn-
brautin í Noregi var
sprengd í desember 1944.
Þetta voru mestu járn-
brautarskemmdarverk
sem framin voru í Noregi á
stíðsárunum og lömuðu
gjörsamlega herflutninga
Þjóðverja. Sönn frásögn af
hrikalegum sannleika.
Bókin er 171 bls. Útgef-
andi er Hörpuútgáfan.
Verð kr. 494,-.
Fanginn í
íjöllunum
; _ , AáCronin
FANGINN í FJÖLLUNUM
eftir A.J. Cronin. Margir
þekkja bækur þessa fræga
rithöfundar, svo sem Borg-
arvirki og Lykla himnaríkis-
ins. Hér er á ferðinni
skemmtileg saga eftir
þennan vinsæla höfund.
153 bls. Útgefandi Sögu-
safn heimilanna. Verð kr.
494,-.
FÓTBOLT AENGILLINN
Skáldsaga Hans-Jergens
Nilsen er skrifuö eins og
dagbók karlmanns sem er
aö átta sig á æsku sinni,
hjónabandinu og sjálfum
sér. En meginefnið er vin-
átta Frans og Franks sem
léku saman fótbolta í æsku
og reyna að taka upp
þráöinn aftur seinna —
með afdrifaríkum afleiðing-
um. 215 bls. Útgefandi Mál
og menning. Verð kr.
583,-.
Denise Robins
Getég
gleymt |wí?
GET ÉG GLEYMT ÞVÍ?
eftir Denise Robins. Ást-
arsaga eftir hina kunnu
skáldkonu. „Hún varð ást-
fangin af manninum sem
hún hataði.“ 205 bls. Út-
gefandi Ægisútgáfan —
Bókhlaðan. Verð kr. 494,-
HANN KOM UM NÓTT
eftir Eva Steen. Hún vakn-
ar nótt eina og sér ókunn-
an mann standa viö rúmið
með byssu í hendi. Maður-
inn er hættulegur morö-
ingi, sem er á flótta undan
lögreglunni og ætlar aö
þvinga hana með sér á
flóttanum. Hún hatar þenn-
an mann, en á næstu sól-
arhringum verður hún vör
nýrra og hlýrri tilfinninga,
þegar hún kynnist ungum
syni morðingjans. 168 bls.
Útgefandi Skuggsjá. Verð
kr. 494,-.
HLUTSKIPTI MANNS
Þessi mikla skáldsaga
eftir André Malraux er
þýdd af Thor Vilhjálmssyni.
I Hún greinir frá spennandi
Htm varð ástfimgín numnitxam
stiR búa hataði „.,
EuoSteen
Hflnn Hom
um noTT
atburðum í borgarastyrj-
öldinni í Kína árið 1927 af
sjónarhóli fjölmargra sögu-
persóna. Hlaut Goncourt-
verölaunin frönsku árið
1933. Útgefandi er Svart á
hvítu. 288 bls. Verð kr.
690,-.
HAMINGJULEIÐIN
Ný ástarsaga eftir ensku
skáldkonuna Nettu Musk-
ett. Snjólaug Bragadóttir
þýddi. Hamingjuleiðin er
spennandi og magnþrung-
in ástarsaga sem lætur
engan lesanda ósnortinn.
Á síöasta ári kom út á ís-
lensku skáldsagan „Njóttu
mín“, eftir sama höfund, og
hlaut frábærar viðtökur
lesenda. Bókin er 157 bls.
Útgefandi er Hörpuútgáf-
an. Verð kr. 494,-.
HAMSKIPFIN
HAMSKIPTIN
eftir Franz Kafka. Eitt af
meistaraverkum nútíma-
bókmennta, hin fræga
saga Kafka sem var einn
hinna miklu brautryðjenda
nútímaskáldskapar. í tilefni
af aldarafmæli hans koma
Hamskiptin nú út í endur-
skoöaðri þýðingu Hannes-
ar Péturssonar skáids.
Sagan af Gregor Samsa
sem vaknaði upp dag
nokkurn og hafði þá breyst
í skorkvikindi. Útgefandi er
Iðunn. 111 bls. Verð
kr.494,-.